Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1953, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1953, Blaðsíða 16
702 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Jörðin skalf og björgin klofnuðu Frásögn um jarðskjálftana á grískmeyunum SOGUMAÐUR er fatækur og omenntaður fiskimaður, Konstantin Cameros, sem átti heima á eynni Cephalonia, þar sem jarðskjálftarnir ollu einna mestu tjóni. Ég átti heima í þorpinu Argost- oliu og hafði um mörg ár stundað sjómennsku þar á þilfarsbát, sem ég átti sjálfur. Með mér reri ná- granni minn, sem Gileidos heitir. Miðvikudagsmorguninn, áður en mestu ósköpin gengu á, höfðum við farið í róður og áttum von á því að afla vel, því að áttin hafði breytt sér og var nú hægur and- vari. Nokkra daga hafði þá orðið vart við smávegis jarðskjálfta, en þær hræringar voru svo litlar að menn tóku ekkert mark á þeim. Tjón hafði ekkert orðið og yfir- völdin þóttust ekki þurfa að vara menn við að vera í húsum inni. Það hvarflaði því ekki að okkur, þegar við fórum í róðurinn, að nein hætta væri á ferðum. Ýmislegt hefði þó mátt vekja grunsemdir hjá okkur, meðal ann- ars og kýr og geitur voru mjög órólegar í húsum sínum og baul- uðu og jörmuðu hástöfum. Loftið var einnig óvanalega mollulegt og á sjónum var undarlegur dökk- grár litur, sem við höfðum ekki séð áður. Og þegar við vorum að búa okkur á stað, var fullt af fugl- um í höfninni og létu þeir ank- annalega, svo að ég hafði aldrei séð annað eins. Sumir settust á bát- inn eða í reiðann og hreyfðu sig ekki þótt við kæmum að þeim. Við heldum nú út á miðin sunnan við eyna og hofðuin siglt eitthvað tvær stundir. Þá varð himininn allt í einu kolsvartur og við heyrð- um drunur miklar frá eynni. Og einhver undarlegur þefur barst að vitum okkar. Og áður en varði umhverfðist hafið, hófst í hnykla og myndaði hvirfla allt í kring um okkur. Háir öldutoppar spýttust upp og það var eins og sjórinn væri sjóðbullandi. Báturinn skopp- aði og hentist til og frá eins og soppur. Siglan sveigðist sitt á hvað og það brakaði og brast í henni eins og henni lægi við broti. Á síðustu stundu tókst okkur að bjarga seglinu. Við vorum skelfingu lostnir af þessum ósköpum sem á gengu og okkur varð litið til eyarinnar. Sá þá ekki í hana, en upp af henni reis kolsvartur mökkur, hækkaði óðfluga og barst með ótrúlegum hraða í áttina til okkar. Um leið komu rokhviður hver af annari. Þær báru með sér sand og ryk svo að við blinduðumst. Ekkert gátum við aðhafst vegna þess að við átt- um fullt í fangi með að halda okkur. Þannig hömuðust höfuðskepn- urnar um hríð. Sjórinn grenjaði, vindurinn hvein og lamdi okkur moldarbyljum svo að ekki sá út úr augunum, en yfir allt þetta heyrð- ust drunurnar frá landi. Og skyndi- lega kom mér í hug gömul þjóð- saga eöa spá um það, að aUax grísku eyarnar eigi einhvern tíma að sökkva í sjó. Var örlagastundin komin? Allt í einu var eins og rykmökk- urinn klofnaði og ég sá til land^. Þar blasti við mér þorpið Kionata og klaustur, sem þar var. Eæði þorpið og klaustrið stóðu á klett- um sunnan á eynni og ég sá ekki betur en að öll húsin riðuðu eins og þau væri að falla. í sömu andrá sá ég að einn kletturinn rifnaði að endlöngu, húsin kollvörpuðust og þeyttust í allar áttir. Það var eins og spilaborg, sem hrynur þegar barnshönd slær í hana. Svo var eins og ströndin sykki og himin- háar flóðöldur skullu yfir rúst- irnar. Ég sá þetta allt mjög greinilega. Ég varð svo óttasleginn að ég ætl- aði að hljóða, en kom engu hljóði upp. Ég veit ekki hvort þetta gerð- ist á nokkrum sekúndum eða nokkrum mínútum. Ég var eins og þrumu lostinn og ég áttaði mig ekki fyr en félagi minn þreif í mig og grenjaði í eyrað á mér: „Við verðum að flýta okkur í land. Ef til vill getum við bjargað ást- vinum okkar“. Með einhverjum ráðum tókst okkur að koma seglinu upp, þrátt fyrir það að stormurinn ætlaði að hrifsa það úr höndum okkar. . Nú sást ekki framar til lands. Eyan var öll hulin þykkum mekki. Og þegar við nálguðumst hana ætlúðum við ekki að þekkja hana aftur. Sumir hlútar hennar vorú

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.