Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1953, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1953, Blaðsíða 17
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 703 ■wi Sl^sað fólk os börn spm b»öa þess að vera flutt frá evn|i< til meginlandsins. ■V '$• *'í f ■ ■ **** sokknir í sjó og ströndin var gjör- breytt, komnir cjrangar og klakk- ar þar sem engir höfðu verið áður. Drun\irnar gengu í sjfellu, því að hver jarðskjálftakippurinn af öðr- um skók eypa og hristi. Að lokum komumst vjð þó inn í höfnipa hjá Argostoliu. Þorpið var þá ekki annað en rjújtandi rústir. Hafnarmannvirþin voru horfin og brvggiurnar líka. Fiqldi skipa vay á hvolfi í höfninni. Við- bióðs]egur þefur fyllti loftið, svo að við gátum varla náð andanum þegar nær dró landi. Um leið og báturinn rendi inn í höfnina, flevgði fjöldi fólks sér í sjóinn og ætlaði að synda út að honum. Fólkið var tryllt af ótta og skelfingu. Aðrir stóðu í fjörunni og hljóðuðu hástöfum. Við leituð- um með augunum en gátum ekki séð ástvini vora á meðal þess. Ég stökk þá út í léttibátinn, en bað Gileidos að halda bátnum úti á miðri höfn. Ég hafði ekki róið nema nokkur áratog, er mér varð litið á sérstakan hóp manna, sem hafði vaðið út í sjóinn. Og hvað sé ég þá? Konan mín og bæði börnin standa þar fremst. Hún sagði mér seinna að hún hefði flúið með bæði börnin að heiman um leið og fyrsta hrynan byrjaði. Hún fór með þau niður að sjó, því að hún vonaðist eftir að ég mundi brátt koma og geta bjargað þeim Ég flýtti mér að draga þau upp í bátinn og reri svo aftur um borð. Þegar ég hafði komið þeim upp í þilfarsbátinn, var ég að hugsa um að fara í land og vita hvort ég gæti ekki fundið móður mína. En þá heimtaði Gileidos að fá að fgra í land á bátnum, og það var sjálfsagt. Ég sá að hann náði landi og ruddist í gegn um mannþröng- ina þar. Svo hvarf hann. En bát- urinn kom aftur drekkhlaðinn af fólki. Þá komu nýar jarðskjálftahryn- ur. Jörðin lék á bræði og bvgging- ar, sem áður höfðu hangið uppi, hrundu nú unnvörpum. Trvlt af skelfingu æddi fólkið niður að sjó og ætlaði að revna að komast um borð hiá mér, því að bar sýndist eini griðastaðurinn. Ég innbvrti rúmlega fimmtíu. en varð svo að reka hina frá, og margar hendur varð ég að slíta af borðstokknum. Báturinn var svo hlaðinn að hann lá með borðstokkum og ég óttaðist að stormhviðurnar mundu hvolfa honum. Það var enginn hægðarleikur að koma seglinu upp né athafna sig á þilipm. Ég varð að ganga eftir hástokknum til þess að komast nokkuð, því svo var fullt á þilfar- inu að þar varð ekki þverfótað. En margir réttu mér þó hjálpar-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.