Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1953, Blaðsíða 22

Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1953, Blaðsíða 22
703 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS TILBERAR ÞAÐ segja margir fræðimenn, að tilberi sé svo til kominn, að kona stelur rifbeini úr dauðum manni í kirkjugarði á Hvítasunnumorgun, þegar grafið er. Vefur hún það síð- an í sauðarull grárri, eða bandi, sem hún stelur annars staðar. Aðr- ir segja að tilberamæður reyti hý af herðakambi á nýrúinni kind, sem ekkja á og vefji þar í rifið, svo þetta er að öllu útliti sem ullar- vindill, og lætur það liggja á brjóst- um sér. Eftir þennan umbúnað fer hún þrisvar tH altaris, og dreypir í hvert sinn víni því, er hún berg- ir, á tilberaefnið, með því að spýta því út úr sér í barm sér og í kjaft tilberanum, sem sumir segja að sé aðeins á öðrum enda tilberans, en flestir á báðum endum. Hið fyrsta sinn, er konan dreypir á tilberann, liggur hann grafkyr, en í annað sinn hreyfist hann, og hið þriðja sinn, er hún dreypir á hann, verður hann fullmagnaður og svo fjör- mikill, að hann ætlar að spretta fram úr barmi hennar. Má þá kon- an gjalda varhuga við, að tilberinn sjáist ekki. Þegar tilberinn er orðinn full- magnaður á þann hátt, sem nú var sagt, þolir konan hann ekki leng- ur á brjósti sér. Vekur hún sér þá blóð innan lærs (eða á lífinu) og gerir þar sepa á og lætur hann sjúga sig þar fastan. Þar lifir hann og nærist á blóði konunnar ávalt, er hann er heima, og á því þekkjast tilberamæður, að þær eru haltar og hafa blóðrauða vörtu, líka spena, innan lærs. Þegar tilberamóðir á barn og mjólk er í brjóstum henn- ar, ásækir hann hana sjálfa. Ligg- ur þá líf hennar við ef hann nær að sjúga brjóst hennar, því þá sýg- ur hann hana til dauðs. Tilberar hafa verið hafðir til þess að láta þá sjúga kýr annara manna, en sumir segja einnig ær út um haga. Koma þeir svo á málum á búrgluggann hjá mömmu sinni, á meðan hún skekur strokk sinn. En þær hafa svo um búið, að strokk- urinn standi rétt undir búrglugg- anum. Þegar tilberinn kemur á býrgluggann, kallar hann inn og segir: „Fullur beli, mamma", eða „af strokkvör, mamma“. Tekur þá konan lokið af strokknum og segir: „Ældu, sonur sæll“, eða „gubbaðu í strokkinn, stráki“, og enn aðrir hafa svo: „Láttu lossa, sonur“. Ælir hann þá öllu, er hann hefir sogið, ofan í strokk mömmu sinnar, svo nóg kemur smjör í strokk hennar. Er það útlits sem annað smjör, en geri maður kross- mark yfir því, eða risti í það kross, eða mynd þá, er smjörhnútur heit- ir (smjörhnútur er fimmhyrnd stjarna), springur það allt í smá- mola og verður eins og draflakyrn- ingur, svo ekki sést eftir af því nema agnir einar, eða það hjaðnar niður sem froða. Þykir því var- legra ef manni er boðið óhrjálegt smjör að borða, eða í gjöld, að gera annaðhvort þetta mark á það, því tilberasmjör þolir hvorki kross- mark né smjörhnút. Sú hegning er sagt að hafi verið lögð við, ef konur urðu uppvísar að því að hafa tilbera, að þær voru brendar með tilberanum á sér, eða þeim var drekkt. Svo þótti það at- hæfi illt og óguðlegt. En ekki þóttu órækar sannanir fyrir því, nema tilberinn væri eltur upp undir þær, og voru pilsin þá annað hvort bundin að þeim, eða saumað fyrir neðan tilberann og hvorutveggja svo fyrirkomið á þann hátt. (Úr þjóðsögum Jóns Árnasonar). TILBERALEIT Ekki er kunnugt hvenær trúin á tilbera kom upp, en hún hefir lif- að æði lengi í landinu og var enn í fullu gengi fyrir einni öld. í Landsbókasafni er handrit þar sem sagt er frá tilberaleit. Hefir Har. Ó. Briem skrifað það um 1860 eftir frásögn Halldórs Jónssonar á Yxnafelh, er sjálfur var með í leit- inni. Frásögn sú er á þessa leið: — Þegar Jón Tómasson bjó á Björk og kona hans Guðrún Jóns- dóttir, en á móti honum sá mað- ur, er Kristján hét, dótturmaður hans, Ólafsson Þorlákssonar á Stekkjarflötum, þá var Jón Jakobs- son á Espihóli enn sýslumaður. Voru þá nokkur brögð að því, að leignasmjör væri svikin. Voru því sumar konur grunaðar, að þær hefði tilbera. Var Guðrún Jónsdótt- ir í Björk grunuð og fleiri. Bauð þá sýslumaður að láta skoða allar þær konur, er leigur hefði komið frá grunsamlegar. Voru í þeirri leit Halldór Jónsson frá Yxnafelli, Jón bóndi að Samkomugerði og Guðríður Ólafsdóttir, kona Ólafs Björnssonar í Melgerði. Þau þrjú leituðu eftir sýslu- mannsboði á ýmsum konum. Þegar farið var að gera leit þessa, strauk Þuríður Jónsdóttir, kona á Helgastöðum, út í dali og kom eigi aftur. Leitin gekk fram og var leitað að Guðrúnar á Björk, og fannst ekki. Sagt er þó að blár blettur hafi sést á undirlífi Guð- rúnar, sem ör væri. Kveðið hefir Árni skáld á Sáms- stöðum brag um þessa leit.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.