Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1953, Blaðsíða 24

Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1953, Blaðsíða 24
710 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS FRÁ PÁLI VÍDALÍN Páll son Jóns Þorlákssonar, er kall- aður var síðan Vídalín, var snemm- endis efnilegur til náms og vitsmuna, en þroskaðist lítt, og kvað þetta er prestur einn var viðstaddur: Átján er ég vetra, • ýtist vöxtur lítið; lof sé guði ljúfum, sem lífinu mínu hlífir; ei fékk oddaknýir afl né dígulskafla. Þjóbminjasafn fær gjöf Þá jók prestur við: Vitið er verði betra, varla hafa það allir. (Esph.) BANVÆNT LOFT Við heyrðum frá því sagt, að 3 eða 4 menn hefði dáið skyndilega suður á Vatnsleysuströnd veturinn 1753—54, beggja megin hátíða. Hefðu þeir verið nálaegt kotbæ, sem Landakot heitir. Jörð er hér öll brunnin með fjölda af sprungum og gjótum, og hugðum við að eiturgufur mundi leggja þar upp úr jörðu og hefði þær reynzt að þessu sinni kraftmeiri en endranær, af því að allflest uppgönguaugun hefðu verið lokuð af ís og snjó. Veturinn eftir dóu enn fleiri og sömuleiðis næsta vetur þar á eftir, unz alls voru dánir 19 menn. Fólkið þar í kring var svo skelft við atburði þessa, að nærri lét, að það flýði byggðarlagið. Er það þó allfjöl- mennt, því þaðan er venjulega gott út- ræði og sjávarafli. Menn þeir, er lét- ust, voru allir fullkomlega heilbrigðir og á gangi, er þeir dóu. Varð það með þeim hætti, að þeir ráku skyndilega upp hátt hljóð og dóu samstundis. — Menn trúðu því að þetta væri refsi- dómur, sem guð hefði leyft einhverj- um illum anda að framkvæma. Að lok- um létu menn þó skipast við fortölur og biðu í sveitinni eitt ár enn til reynslu, en voru þó skelfdir og óttuð- ust daglega bráðan dauða. En þann vetur dó enginn og einkis manndauða með þessum hætti hefur orðið vart þar síðan. Eigi eru heldur neinar sagnir af nokkrum slíkum manndauða þar áður fyr. Öll þessi bráðu dauðsföll hafði að höndum borið styztu og dimmustu daga ársins, um vetrarsólhvörf, en þó Dr. phil. Ilans Schlesch, apótekari i Kaupmannahöfn, hefur nýlega gefið Þjóðminjasafninu nokkra íslenzka gripi, sem sýndir eru á þessum myndum. Gripina eignaðist dr. Schlesch er hann var apótekari hér á landi, bæði á ísafirði og Seyðisfirði. Merkastur grip- anna er stóllinn, smíðaður 1824, frá Fossgerði á Jökuldal. Lárinn er einnig merkilegur gripur, sömuleiðis ættaður af Austurlandi. IJtskorni askurinn er eftir Stefán Eiriksson. Þjóðminja- vörður var á ferð í Kaupmannahöfn nýlega, og afhenti dr. Schlesch honum þá gripina með þeim ummælum, að sér þætti rétt, að þeir hyrfu aftur heim til tslands og fengju samastað í Þjóðminjasafninu. ætíð að degi til. Flestir þeirra er dóu höfðu verið skyldir, aðallega fjórir bræður og börn þeirra. Tveir bræðra þessara voru einu sinni saman á gangi. Þá varð allt í einu annar þeirra bráð- kvaddur, en hinn kenndi sér einkis meins. (Eggert Ólafsson). DRAUMUR ESPHOLINS Það var eina nótt að Jón sýslumann Espholin dreymdi draum þann, er hann sagði fáum kunnmönnum sínum og þó fyrst konu sinni. Þóttist hann staddur norður á Möðruvöllum og ganga inn í stofu, og sýndist hún öll dökkvu tjölduð sem harmað væri nokkuð, en amtmaður sat við skrif- borð sitt alldapurlegur og hengdi niður höfuðið. Espholin þóttist vita að hann væri sjúkur og hryggur og spyr, hvað stúri herra amtmanninn? Þótti honum amtmaður svara því: Þakka þú guði, það gengur betur fyrir þér! — Vaknaði Espholin við það og lét hann sér ei óvart koma, þó afgang amt- manns bæri brátt að, enda fór svo. RÁÐ VIÐ SKALLA Þetta eýu gömul ráð til að lækna skalla: Kattartað, sinnep og edik sam- anblandað lætur hár vaxa á sköllóttu höfði. — Músartað, grágæsarfeiti og flugur brenndar til ösku, þessu öllu saman blandað við hunang. — Hafurs- blóð, borið á hárlaust höfuð, lætur hár- ið vaxa.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.