Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1953, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1953, Side 2
712 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Við skógamörkin á miðjum Kenaiskaga. Myndin er tekin í 600 metra hæð yfir sjó. Skaflar í ijöllunum eru litlir jöklar. VINNAN HEFST Kenai Lake Ranger Station stendur við Kenaivatn um 40 km frá Seward. Nuverandi skógar- vörður er Wyne Sward. Er starf hans í því fólgið, að hafa gát á skógareldum (annast slökkvistörf), auk þess sem hann hefir umsjón með lagningu og viðhaldi veiði- mannastíga. Eldsupptök eru tiðust, þegar veiðitímir.n byrjar, um 4. júní. Het- ur skógstjórnin þá bíla í eftirlits- ferðum á vegum úti. Eru þeir út- búnir með talslöðvum svo að fljótlega cr hægt að kalla fleiri bíla á vettvang, ef elds verður vart. En sem betur íór kom eng- inn eldur upp í umdæmi Wyne Sward í sumar, en það nær yfir austur hluta Kenaiskagans. Er við höfðum unnið í þrjár vikur á stöðinni byrjuðum við vinnu við lagfæringu veiðimanna- stíga. — Verkstjóri okkar var William Parchin, kallaður Bill, 73. ára gömul kempa. Hefir hann dvalizt í 43 ár í Alaska og lagt stund á sitt af hverju, svo sem námagröft, skógarhögg eða verið fylgdarmaður íerðamanna, en síð- ustu 7 árin hefir hann unnið hjá skógstjórninni. Fyrstu 10 dagana ruddum við veginn hjá Lower Russian Lake, en þar hafði íallið snjóflóð, og tekið með sér hálfs annars km breiða skógarspildu og hrúgað trjánum saman i stóra hauga. Það var seinlegt verk að ryðja braut í gegn, því trjábolirnir lágu hver um annan þveran, og voru hinir stærstu þeirra allt að 60 cm í þvcrmál. Þarna lágu verðmæti i'yrir milljónir króna, sem engum gátu komið að gagni, því staður- inn var svo langt frá mannabyggð- um að ókleift var að flytja viðinu þangað. Næsti áíangi var Upper Russian Lake, en þar dvöldumst við í 20 daga. Á þeim tíma ruddum við stíginn frá Lower Russian Lake að Copper Lake, en það er um 35 km vegalengd. Við Lower Russian Lake vex eingöngu hvítgreni og birki, en milli Upper Russian Lake og Copp- er Lake ber mest á sitkagreni og fjallaþöll. Þessar tegundir vaxa allt upp í 400—500 m hæð, en þar fyrir ofan tekur við skriðult elrikjarr (Alnus sinuata), sem vex allt upp í 1500 m hæð. TILHÖGUN VINNUNNAR Vinnutíma var þannig háttað, að byrjað var kl. 8 að morgni og unnið til kl. 12, þá var borðaður hádegisverður og síðan unnið frá 1 til 5 í einni lotu. Hádegisverðinn höfðum við með okkur, því oft þurfti að ganga 7 km á vinnustað. Við kunnum illa við þetta fyrir- komulag í fyrstu, en vöndumst því fljótt. Vinnutími verður mun drýgri með þessu móti heldur en þegar hann er sífellt slitinn sund- ur með kaffidrykkju. Vinnutíminn var einnig frábrugðinn því, sem við vorum vanir að því leyti, að unnið var 10 daga samfleytt, en síðan var 4 daga frí. Húsnæði fengum við ókeypis, og mest allt sumarið bjuggum við í bjálkakofum hingað og þangað eftir því hvar við unnum í það og það skiftið. Þegar vinnunni var lokið á þess- um slóðum var haldið til Silunga- vatns, sem er 15 km norður af Coopers Landing. Veiðimanna- stígurinn þar var illa farinn og þurfti mikið að gera við hann, aðallega við að brúa ár og læki. Voru sumar brýrnar allt að 10 metrar á lengd. Árið 1880 urðu feikilegir skógar- eldar á þessum slóðum. Brann þá allur skógur á vestanverðum Kenaiskaganum. Aðeins 20 árum seinna varð annar stórbruni á þessum sama stað, en nú er landið að mestu gróið á ný. Nýgræðingur- inn er aðallega hvítgreni og svart- greni. Hæstu svartgrenitrén þarna voru 15—20 m há, en þau höfðu sloppið við seinni skógareldinn. Blæöspin þekur allar hæðir. Hún

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.