Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1953, Qupperneq 4

Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1953, Qupperneq 4
714 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS kofanum á meðan við ynnum við fræsöfnunina. Að morgni hins 30. ágúst lögðum við af stað í bíl Bills. Vegur var ekki kominn alla leið svo við urð- um að ganga síðustu 3 kílómetr- ana. Það sem eftir var dagsins fór í að þrífa til og koma sér fvrir. Daginn eftir sneri Bill heimleiðis, en við bjuggum okkur út í söfn- unina. Byrjuðum við með því að safna svartgrenikönglum. Urðum við þá að fella trén til þess að ná könglunum, en eftirtekjan var lítil, aðeins nokkrir könglar á tré, og lá því fjöldi trjáa á jörðinni um kvöldið. Næstu fjóra dagana lögðum við aðaláherzluna á birkið. Trén voru að meðaltali 15 m há, en stöku tré um 25 m og allt að 50 cm í þvermál. Erfitt var að sjá frá jörðu, hvort fræ væri á trjánum, svo við tókum það ráð, að annar okkar klifraði upp í hátt tré og benti hinum á álitlegustu trén. Var mjög misjafnt, hve mikið fræ fékkst af tré, var það allt frá 100 g og upp í 5 kg. Einn daginn felldum við aðeins þrjú tré og fengum um 10 kg af fræi. Mestur tíminn fór í að tína rekl- ana af trjánum, en það var heldur kaldsamt verk, því flesta daga var þoka og rigning. Við dvöldum þarna til 5. septem- ber og söfnuðum 20 kg af birki- fræi, auk lítilsháttar svartgreni- fræs. Bill kom síðan til okkar og ók okkur niður á Kenai Lake Rang- er Station. HOMER Um þessar mundir bárust fregnir frá James Scott, skógarverði í Homer, að fræ væri á sitkagreni í Seldovia og þar í grend. Einnig fengum við boð frá R. R. Robinson í Anchorage, að hvítgreni bæri fræ við Rabbit Creek skammt frá Anchorage. Það varð þá að ráði. að Indriði færi til Anchorage en við Vilhjálmur til Hómer. Þriðju- daginn 8. sept. lögðum við af stað til Homer með áætlunarbíl. Ekki bar neitt nýtt fvrir augu fyrr en við vorum staddir um 15 km vest- an við Coopers Landing. Þar breyt- ir landið alveg um svip. í stað hárra fjalla og þröngra dala taka við lágar jökulöldur svo langt sem auffað evgir. Við sáum þess mjög ljós merki þarna, hve kærulevsi í meðförum elds getur valdið stórkostlegu tjóni. Árið 1947 kom upp eldur á þess- um slóðum. Á skömmum tíma magnaðist hann svo að ekkert varð við ráðið. Eldarnir loguðu allt sumarið og það var ekki fvrr en um haustið, að náttúran sjálf réði niðurlögum eldsins. Tjónið af þess- um eldsvoða verður ekki metið í peningum, en þarna brunnu um 400.000 ekrur lands. Það tók okkur rúma klukku- stund að aka þessa kolsvörtu helj- arslóð, en þótt ekki séu liðin meira en sex ár síðan þetta skeði hefir náttúran að mestu grætt sárin. Hvert sem litið var sáust hálfs meters háar birkiplöntur, sem dafna mjög vel í öskunni, síðan bætast barrplönturnar í hópinn, og að nokkrum áratugum liðnum verður kominn þarna blómlegur barrskógur á ný. Við komum til Homer kl. 8 um kvöldið. Scott var þá ekki heima, var hann staddur vestur á Alaska- skaga í eftirlitsferð. Kona hans tók á móti okkur eins og gömlum kunningjum og þurfti mikið að spyrja um Einar Sæmundsen, en hann dvaldist hjá þeim hjónum um tíma, er hann var við fræ- söfnun í Alaska haustið 1950. Morguninn eftir fórum við á- samt manni frá Scott um nágrenni Homer í leit að sitkagrenikönglum. Fyrst fórum við í fjórar sögunar- myllur til að leita upplýsinga, en enginn hafði orðið var við nýja köngla. FLOGIÐ YFIR Á ALASKASKAGA Þar sem ekkert fræfall var á sitkagreni umhverfis Homer, og Scott var ókominn, ákváðum við að safna birkifræi. Fræ var ekki eins mikið þarna og við Kenai- vatn, en samt fengum við 6 kg af birkifræi á þeim þremur dög- um, sem við biðum eftir að Scott kæmi heim. Þegar Scott kom úr eftirlitsferð- inni var ákveðið að fljúga í könn- unarferð yfir Kachemakfjörð. En veðurguðinn var okkur ekki hlið- hollur svo við urðum að bíða í tvo daga eftir flugveðri. Þegar fært varð lögðum við af stað yfir fjörðinn. Skriðjökull gengur ofan að firðinum, en hann minnkar ár frá ári eins og aðrir jöklar í Alaska. Gróðurinn fylgir svo fljótt eftir, að vart sér í auðan blett við endann á jöklinum. Þarna er þó smá lón og renna ótal kvísl- ar úr því til sjávar. Eru bakkar þeirra vaxnir þéttu elrikjarri, en er fjær dregur tekur við birki, víðir og ösp, en sitkagrenið er byrjað að leggja undir sig aurinn. í hlíðunum vex hávaxinn sitka- greniskógur, en ekki sáust neinir könglar á trjánum, og snerum við því frá við svo búið. Um kvöldið höfðum við sam- band við Indriða. Hann hafði þær fregnir að færa, að líkur væru fyr- ir snjókomu í fjöllunum umhverfis Skagway, þar sem ákjósanlegast væri að safna fræi af fjallaþin, og yrðum við því að hraða okkur þangað svo við misstum ekki af þinfræinu. Varð það að samkomu- lagi að við hittumst í Lawing næsta dag og færum þaðan til Skagwav allir saman. Það var mikið um dýrðir í Lawing næsta kvöld og frá mörgu að segja, þegar við hitt- umst allir að nýju.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.