Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1953, Side 5

Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1953, Side 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 715 Frásögn Indriða Indriðasonar Ég kom til flugvallarins í Juneau laust eítir hádegi þann 30. apríl. Þar var staddur maður, sem tók á móti mér og fylgdi mér til dr. R. F. Taylors, sem er forstöðumað- ur tilraunastofnunar skógstjórnar Bandaríkjanna i Alaska. Dr. Taylor mun vera mörgum lesendum kunn- ur eftir komu sína hingað síðast- liðið haust, en hjá honum átti ég að vinna í sumar. Dr. Taylor sagði mér, að ég ætti að vinna við til- raunastöðina í Hollis, sem er 44 mílur vestur af Ketchikan. Juneau er höíuðborg Alaska, og búa þar um 9 þús. manna. Flestir vinna á landstjórnarskrifstofunum eða hjá skógstjórninni, en einnig er töluverður hópur manna, sem stundar laxveiðar á sumrum. Ég dvaldi í Juneau í nokkra daga, og fékk einn daginn tæki- færi til þess að sjá Mendelhall skriðjökulinn, sem er einn af fallegustu skriðjöklum í Alaska. Jökullinn hefir minnkað mikið seinustu 50 árin og hafa þá kom- ið í ljós stórir hólar og hæðir af möl og leir, sem hann hefir verið að velta á undan sér. Þann 4. maí var lagt af stað suður á bóginn á skipi tilrauna- stofnunarinnar áleiðis til Ketchi- kan. Við komum þangað eftir þriggja daga ferð, en komið var við í tveimur bæjum á leiðinm. Var siglt allan tímann á milli eyja og skei'ja, en hver hólmi er víði vaxinn niður i íjöruborð. Ketchikan er önnur stærsta borg Alaska með 10000 ibúa. Kallast hún oít liöiuðborg laxveiðinnar, en þaðan er gerður út stór floti til laxveiða. Hún er líka mikil ferða- mannaborg. Á hverju sumri er höfð laxveiðikeppni, sem stendur í tvo daga. Þáttttökugjaldið er 10 doil- arar, en veitt eru mjög góð verð- laun fyrir 25 þyngstu laxana. Fyrstu verðlaunin í ár voru bíll af nýjustu gerð og önnur verð- launin voru 16 feta bátur með 25 hestafla utanborðsmótor. Eítir eins dags dvöl í Ketchikan var haldið til Hollis. Hollis er á cyju, sem kallast Prince of Wales eyja, en eyjan er inni i botninum á firði, sem kallast Tólf mílna arm- ur. Á gulltímunum bjuggu í Holl- is mörg þúsund manns, en nú er ekkert eltir af bænum nema húsa- tóftirnar. Prince of Wales eyja er mjög fjöllótt og vogskorin með mörgum stórum vötnum og ám. Helztu trjátegundirnar eru sitkagreni, marþöll og sedrus, einnig er tals- vert af fjallaþöll, fjallaþin, sitka- elri og rauðelri. Þá er líka margt berjarunna, t. d. laxaber og stik- ilsber. Dýralíf er mjög fjölskrúð- ugt. Allar ár eru fullar af laxi og silungi, fuglar eru margir, en af spendýrum ber mest á bjarndýr- um, dádýrum, mörðum, úlfum og * minkum. Fyrsta verkefni okkar þarna var að reisa hús fyrir skógarvörðinn, því hann hefir hugsað sér að gera Hollis að bækistöð sinni á næstu sumrum. Eftir að húsabyggingunni var lokið hófst aðalviðíengseíni sum- arsins, sem. var viðarmælingar. Voru þær í því fólgnar að finna, hve mörg tré væru að meðaltali á hverri ekru lands, einnig hve mörg tré væru af hverri tegund og hversu mikill viður fengist af ekr- unni, þegar trén væru felld. Þess- ar mælingar voru aðeins gerðar á litlum reit á hverjum stað, og voru síðan reiknuð út meðaltöl fyrir alla reitina. Þarna voru einnig ] margir grisjunarreitir til athugana á því hvaða grisjun hentaði bezt á hverjum stað. Jafnframt þeim verkefnum, sem áður hefir verið getið voru dag- lega gerðar veðurathuganir, hæð vatnsborðsins í nokkrum ám var mæld með sjálfritandi mælitækj- um, og mæld voru inn á kort ný Mendenhall skriðjökullinn sígur fram á láglendið 8 km fyrir norðan Juneau. Greniskógurinn fylgir samdrætti jökulsins eftir og hneppir jókuiána i stokk. iðiibnl

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.