Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1953, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1953, Blaðsíða 6
716 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Laxveiðin er sem stendur arðbærasti atvinnuvegur í Alaska. Verðmæti hennar er 6 sinnum meira en verðmæti allrar fiskframleiðslu íslendinga. Hinn 15. sept. lagði ég af stað til Skagway til þess að safna fræi til Lawing, en þar ætluðum við að af fjallaþin og contortafuru. hittast allir þrír og halda þaðan Frásögn Vilhjálms Sigtryggssonar rif, sem mynduðust í ánum og aðrar breytingar, sem urðu á far- vegi ánna. Síðustu vikurnar áður en laxveiðitíminn hófst var fylgst með laxagöngum unp árnar. Eg vann þarna til 31. ágúst. en þá fór ég að undirbúa mig undir væntanlega fræsöfnun. Ég hafði fengið boð frá R. R. Robinson í Anchorage. a N fræ væri á hvítgreni skammt frá A^chornge. Ferðin til Anchorage tók rúman dag. Var ferðazt með flugvélum aila leiðina, en komið var við í Juneau og nokkrum öðrum stöðum á leiðinni. Þegar til Anchorage kom bitti ég að máli R. R. Robinson og tók hann mér mjög vel. Bauð hann mér að búa í eldvarnarstöð skógstjórnar- innar, sem er skammt utan við borgina. Þar sagði hann að ég mundi hitta mann, er héti Terrv Fieldhouse, og mundi hann hjálpa mér eftir þörfum. Mjög lítið var um fræ í Anchor- age þetta sumar, og eini staðurinn þar sem hægt var að safna fræi var við Rabbit Creek, um 25 km frá borginni. Ég safnaði þarna fræi af hvítgreni, hvítbirki, sitka- reyni og sitkaerli. Á öðrum stað, sem var um 50 km í norðaustur af Anchorage náði ég í lítið eitt af svartgrenifræi. Einn daginn fórum við Terry upp í Matanuskadal, sem er lítið landbúnaðarhérað, og hið eina í Alaska. Þar eru ræktaðar ýmsar korntegundir, en helztu fram- leiðsluvörurnar eru kjöt og mjólk. í annað sinn var mér boðið í ferðalag til Glenallen. Sá staður er um 1000 m yfir sjó og fer frost þar aldrei úr jörðu. Ég undraðist mjög, hve trén gátu orðið stór á þessum stað, en þau urðu allt að 15—20 m há og auk þess beinvax- in. Þarna hyrjaði að snjóa fyrstu dagana í september og var snjór- inn orðinn nokkurra þuml. þykkur. SKAGWAY Það var bjart og fagurt veður, er við lentum á flugvellinum í Skagway. Er við stigum út úr flug- vélinni tók á móti okkur Forrest Bates og ritstjóri fréttablaðs Skag- way, og vildi hann fá að vita hverj- ir við værum og til hvers við værum komnir. Forrest Bates er tollþjónn hér í Skagway. Aðaláhugamál hans er ræktun barrviða á Islandi, og hef- ir hann þegar sýnt, hvern hug hann hefir á því, er hann í fyrra- vetur sendi nokkur pund af fræi fjallaþins og contortafuru til Skóg- ræktar ríkisins. Forrest hefir mjög gaman af tungumálum og lærði hann ótrúlega fljótt mikið í ís- lenzku. Heitasta ósk hans er að komast til íslands og kynnast landi og þjóð af eigin raun. Sagðist hann ætla að fá sér hjól og svefn- poka og hjóla um og taka myndir. Fyrsta daginn, sem við vorum í Skagway, ók Forrest okkur um bæ inn og nágrennið. Skagway var áður Indíánaborg og hét þá Skagna, eða staður norðanvind- anna, og er það réttnefni. Þegar hvítir menn komu þangað breyttu þeir nafninu í það sem nú er. íbúatala Skagway er nú talin 750, en Forrest sagðist halda, að hundarnir hefðu verið taldir með. Nærri hver fjölskylda hefir hund og sumar fleiri en einn, og er dekr- að við þá eins og smábörn. Vegakerfi Skagway og nágrenn- is er aðeins um 20 km á lengd. Eina ieiðin, sem hægt er að aka, er til Dyea, en þangað eru 9 km. Um

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.