Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1953, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1953, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 717 borga sig að heíja námagröít. Trjátegundir eru margar hér. Mest ber á sitkagreni og marþöll á láglendi, en innan um er mikið af contortafuru, sem vex allt upp í 800 metra hæð. Þá tekur við íjallaþöll og fjallaþinur, sem vaxa allt upp í 1100 metra hæð. Veðráttu svipar til þess, sem er á Hallormsstað. Meðalárshiti er um 5° C, en meðalúrkoma um 675 mm á ári. Skagway er fræg fyrir hina mörgu blómagarða, sem eru mjög fallegir. Húsin eru flest einlyft timburhús og gangstéttir eru allar gerðar úr timbri. Næsta vor heíir borgarstjórnin áætlað að láta mal- bika götur borgarinnar, og hlakka Skagwaybúar mjög til þess. Næsti draumur þeirra er að íá akfæran veg til næstu borgar, Haines, en þá eru þeir komnir í samband við Alaskaþjóðveginn, en hann hggur um Canada suður í ríkin. FRÆSÖFNUN VIÐ EFRA DEWEY VATN Daginn eftir að við komum til Timburstokkar úr skógunum nálægt Hollis. Berið saman mennina og stokkana, þá má gera sér grein fyrir stærð stokkanna. 1900 var mikið gullnám við Dyea, og reis þá á skömmum tima upp borg með 10.000 íbúum. Er gullið þraut dreifðust íbúar borgarinnar í allar áttir, en stórvaxnar aspir vaxa í rústum hennar. Skagway er mikill ferðamanna- bær og fara þar um þúsundir ferða- manna á ári hverju, sem koma með skipum sunnan úr ríkjum. Liggur leið flestra til White Horse í Canada, en þangað ganga járn- brautarlestir frá Skagway. Flestir íbúar Skagway vinna við járn- brautina eða höfnina. í Alaska eru aðeins tvær járn- brautarlínur og liggur hin á milli Seward og Fairbanks og er það eina járnbrautin, sem ríkisstjórn Bandaríkjanna á, allar aðrar járn- brautir í Bandaríkjunum eru í einkaeign. Skagway liggur í botni fjarðar, sem heitir Lynn Canal. Há fjöll eru á báðar hliðar, sum þeirra eru allt að 2100 m á hæð. Talið er að fjöllin hér innst í firómum séu mjög auðug að málm- grýti. Þegar skip sigla inn fjörð- inn snúast áttavitarnir eins og vindmyllur, og einnig er mjög erfitt að ná í útvarpsstöðvar hér. Ennþá hefir þó ekki fundizt svo mikið af málmi, að menn telji Skagway séð ur lofti

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.