Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1953, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1953, Blaðsíða 8
718 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Skagway var lagt af stað í fræ- söfnunarleiðangur til Efra Dewev vatns. Er sá staður í 1000 metra hæð vfir sjó. Forest Bates hafði fengið frí einn dag til þess að geta facið með okkur. Leiðin uppeftir var brött og heldur ógreiðfær. Þarna uppi vex aðallega fjallaþin- ur og höfðum við mikinn hug á að ná fræi af honum. Við mátt- um ekki seinni vera, því könglarn- ir voru að byrja að detta sundur. Við dvöidumst þarna í 5 daga og náðum í 9 sekki af könglum. Við tókum könglana aðallega af trjám, sem við gátum klifrað upp í eða sveigt niður. Mörg trjánna voru um 20 m há og um 40 cm í þver- mál. Viður fjallaþinsins er mjúk- ur og léttur, og til margra hluta nytsamlegur. Nokkur tré voru þarna af fjalla- þöll, og tókum við alla þá köngla af henni. sem við fundum. Við bjuggum í bjálkakofa þá daga, sem við dvöldumst uppi í fjöllunum. Kofinn var gluggalaus og með moldargólfi. Við urðum að höggva lim í flet handa okkur og þétta þakið, svo við yrðum ekki rennblautir á morgnana, þegar við vöknuðum. Kofagreyið var líka komið á sextugsaldur. Hann var byggður um aldamótin, begar unnið var að stíflu við vatnið fyr- ir vatnsveitu Skagway. Við lögðum af stað niður í bvggð þann 27. sept. og bárum með okk- ur alla þá köngla, sem við höfðum safnað. Þegar við vorum komnir niður undir Skagway kom Forrest á móti okkur. Vorum við skjálfandi í hnjáliðunum og allir úr lagi gengnir, því könglarnir sigu í nið- ur brattann. LANDKYNNING Næsta dag vorum við beðnir að koipa í gagnfræðaskólann hér og ségja frá Tslandi. Vorum við í skólanum í þrjár klukkustundir og vorum þá spurðir spjörunum úr, og vii'tust nemendur skólans hafa mikinn áhuga fyrir íslandi. Áð- ur en við yfirgáfum skólann- sung- um við íslenzka söngva hver með sínu nefi eins og gengur. Okkur var síðan boðið á dansleik í skól- anum og veittum við því athygli, að í Skagway er mikið af yndis- lega fallegum stúlkum. Næstu daga vorum við hér um- hverfis Skagway að safna könglum af contortafuru. Fyrst í stað klifr- uðum við upp í trén eftir könglun- um, og gekk söfnunin þá mjög seint, því aðeins voru fáir könglar á hverju tré. En einn daginn fund- um við íkornabú, þar sem dýrið geymir vetrarforðann, sem er aðal- lega könglar. Fengum við stundum heilan sekk af könglum úr einu búi. Allir könglar, sem við tók- um frá íkornunum voru óskemmd- ir. Oftast nær grefur íkorninn könglana niður svo þeir þorni ekki of mikið, því þá opnast þeir og fræið dettur úr, en á því lifir íkorn- inn. Við unnum fjórir við söfnun- ina um tíma, því Forrest Bates var í sumarleyfi og hjálpaði okkur við að safna könglunum. Contortafuran er harðger og fall- eg trjátegund. Hér við Skagway verður hún allt að 20 m há og 30 cm í þvermál. Jarðvegur umhverfis Skagway er mjög lítilfjörlegur, aðeins ör- þunnt mosa og moldarlag ofan á líparítklöppinni. Oft standa trén á berri klöppinni og teygja ræturn- ar niður í sprungur í berginu. Er við sáum, hve jarðvegur í Alaska er víða lélegur, undrar okkur ekki þó plöntur frá Alaska vaxi oft á tíðum hraðar á íslandi en í heimkynnum sínum. Þegar þetta er skrifað, er kom- inn 26. október. Fræsöfnuninni er lokið, enda er ekki lengur veður til þeírra starfa, hvínandi rok og rigning og snjórinn færist óðum nær byggð. Á morgun kveðjum við Skagway og allt hið skemmh- lega og frjálslega fólk, sem við höfum kynnzt þar. (Flestar myndanna eru teknar af U. S. Forrest Servic). BúskapuríReykjavík ÞEGAR Jarðabókin var gerð 1703, eða fyrir 250 árum, þá var kúaeign bæar- manna þessi: Reykjavik ............. 9 Landakot .............. 4 Götuhús ............... 3 Grjóti ................ 1 Melshús ............... 2 Suðurbær .............. 2 Stöðlakot ............. 2 Skálholtskot .......... 3 Hlíðarhús ............. 8 Ánanaust .............. 1 Arnarhóll ............. 4 Litli Arnarhóll ....... 1 Rauðará ............... 5 Örfirisey ............. 4 Sel ................... 4 Alls er þetta 51 kýr, en auk þess voru 2 naut í Reykjavík og 4 kálfar alls á fjórum býlum. Þá voru og á þessum bæum 61 ær, 27 sauðir veturgamlir og tvævetrir, 42 lömb og 25 hross. — í Reykjavík var nær helmingurinn af lömbunum og þriðjungurinn af ánum. Næst stærsta sauðfjárbúið var á Arn- arhóli, þar voru 27 kindur. Þá var fólksfjöldinn hér 150 manns. Frúin var að fara í kirkju og hafði farið í beztu föt sín, var með nýan hatt og í nýrri kápu. — Þú ert eins og allar aðrar konur, sagði maður hennar stríðnislega, ferð í kirkju til þess að sýna nýu fötin þín. — Það getur verið að aðrar konur geri þetta, svaraði hún, en ég geri það ekki þess vegna, heldur til þess að allir geti séð hvað þú ert góður við mig.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.