Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1953, Page 9

Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1953, Page 9
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 719 t** ENDURHEIMTUM SKILNING Á ANDA OG KRAFTI FORNKVÆÐANNA! Á YFIRSTANDANDI efnishyggju- tíma er að vísu margt andlegt < viðurkennt kenningarlega. En úr- ræðin eru venjulega svo efnis- kennd, að þau missa marks. Stór- eflis skólabyggingar eiga að bæta úr menntunarskortinum, kirkju- byggingar að reisa við hið hrörn- anda trúarlíí, og aðalátakið í hand- ritamálinu á helzt að vera það að reisa stórhýsi fyrir hin gömlu skjöl, sem þó rúmast vel í einu vænú herbergi. — En þetta er að byrja á öfugum enda. Hús glæða ekki andlegan áhuga, en stöðugur áhugi reisir hús með hægu móti. Rétta aðferðin er því sú, að byrja á því að glæða áhugann á forn- menntunum sjálfum og svo þeim þjóðarverðmætum, sem þar við eru tengd. Og síðan mun sá áhugi reynast virkasta meðal til að ná handritunum gömlu og tryggja geymslu þeirra og úrvinnslu. Andstæðingum vorum í hand- ritamálinu hefur að einhverju leyti tekizt að fá menn til að hlusta á þá röksemdaíærslu sína, að ís- lendingar nú á dögum séu orðnir að nýrri þjóð, sem hafi eðlilega enn færri áhugamenn fyrir nor- rænum fornmenntum, en hinar margfalt fjölmennari frændþjóðir þeirra. Enda hefðu danskir mál- fræðingar og skáld reynzt drýgst- ir til að vekja athygli bæði ís- lendinga sjálfra og annarra á hin- um gömlu fræðum. Og ekki verði heldur séð að hinni íslenzku há- skóladeild í norrænum fræðum hafi tekizt neitt sérstaklega vel að glæða almennan ahuga fyrir fornmenntunum meðal þjóðarinn- ar. Sennilega er þetta þó allt ofsagt, að því er snertir það sem í óbundnu máli er ritað, ef dæma má eftir því hversu geysimikið hefur ver- ið gefið hér út og keypt af forn- ritum á síðustu árum. Aftur á móti sýnist svo sem íslenzk alþýða hafi nú gleymt að skilja og meta hinn, forna kveðskap. Hann hafi reynzt henni of þungur. Blær þessa skáldskapar geymdist þó að nokkru leyti fram á síðustu daga í hinu allmjög úrkynjaða en al- þýðlega formi rímnanna. En ef eitthvert hinna stærri skálda náði innblæstri frá sjálfum fornskáld- unum og tókst að yrkja undir hin- um þungu og sterku háttum þeirra, þá fór það. mest fyrir ofan garð hjá flestum. Almennt þykir mönn- um mest gaman að þeim kveðskap, sem er léttur, ljós og lipur, og menn firrtast fljótt ef þá rekur í vörðurnar vegna þess að málið þyki stirt eða efnið torskilið. Enda hefur þróunin verið sú síðustu hundrað árin, að skáldin reyndu að laga kveðskap sinn sem mest eftir blátt áfram töluðu alþýðumáli. Og þegar svo komu fram stórbrotnari skáld, sem litu niður á þessa stefnu og kölluðu hana lágkúrulega og hversdagslega — eins og t. d. Ein- ar Beð. og Stefán G. — þá voru menn vísir að verða fokreiðir við þá, kasta frá sér kvæðum þeirra og spyrja hvað slíkur tilgerðarhátt- ur ætti að þýða, ef hann þá væri ekki aðeins til þess að breiða yfir að mennirnir kynnu sjalfir alls ekki að yrkja. Síðar komust menn að raun um, að það mundi vera vissara að athuga allan þyngri kveð skap nánar, áður en honum væri veitt svo snarleg afgreiðsla. Nokkur nýrri skáld hafa gripið til fornyrða til að krydda með kvæði sín og þá einnig að reyna að yrkja sem líkast sjálfum íorn- skáldunum og nota þá bæði hætti þeirra, orðaval og Eddukenningar. En eins og áður er sagt heíur þetta yfirleitt ekki fallið í góða jörð, svo kröftugir og hrífandi sem marg ir þessir gömlu hættir eru. En eins og þessi íþrótt er ekki öðrum skáldum fær, en þeim sem eru beinlínis lærðir í hinu forna skáldamáli, þá er og skiljanlegt að nokkurn kunnugleika þurfi líka til að geta notið til fulls slíks kveð- skapar. En það eru einmitt þessi skilyrði, sem svo tilfinnanlega skortir á hjá fólki almennt, enda hafa menn lengi haft þann leiða sið, þegar þeir lásu fornsögurnar, að hiaupa yfir vísurnar. Sú afsök- un er þó íyrir hendi, að margar fornvísur hafa ekki geymst rétt- ar og eru fyrir það torskildari. Tvö ný fornskáld Það eru einkum tvö skáld, sem öðrum fremur hafa gert sér far um að yrkja á forna vísu. Þau eru Gísli Brynjúlfsson, háskóla- kennari (f. 1827 d. 1888) og Lárus Sigurjónsson cand. theol. (f. 1874, enn á lííi). Gísli var íslenzkur bókmennta- fræðingur og skáld, lengst af bú- settujr í Kaupmannahofn. Var þar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.