Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1953, Page 11

Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1953, Page 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 721 ast fyrir það að þau „yrki á oss óskiljanlegri tungu“! En þessi urðu nú örlög hins „gleymda skálds“ — hins há- menntaða fornfræðings Gísla Brynjúlfssonar. Og þessi hafa einn- ig orðið örlög hliðstæðings hans á skáldbrautinni, Lárusar Sigur- jónssonar, sem nú er kominn á 80. árið og því fyrir löngu gæti verið horfinn veg allrar veraldar. Enn hefur hann ekki getað komið á framfæri eða fengið þegna 1000 ára afmælisgjöfina, sem hann færði Alþingi 1930. Margur gaf þó minna en þríþættan ljóðleik orkt- an á goðamáli undir gullaldarhátt- um. — Minna skal þó á með viður- kenningu að þingið hefur á fjár- lögum hin síðari árin úthlutað Lárusi lífeyri, sem honum nægði á meðan hann gat annað nokkurri kennslu og vinnu við próf á vorum í skólum. En það getur hann nú ekki lengur. Og svo er eitt ótrúlegt ákvæði í lögum, sem mælir svo, að svipta skuli menn ellilaunum að sama skapi sem þeir njóti opin- berra viðurkenningarlauna eða styrks. Hafi það ekki verið ætlun ríkisvaldsins að svipta menn með vinstri hendinni viðurkenningu, sem það veitti með hinni hægri, verður það að nema þessa hugsun- arvillu burt úr tryggingarlögun- um. Því er með réttu haldið fram að hin dýpri tilætlun með baráttunni fyrir endurheimt gömlu handrit- anna sé í rauninni sú, að endur- vekja með þjóðinni áhuga fyrir fornmenntum sínum og endur- heimta lifandi skilning á þeim. Engir menn varðveita þennan skilning betur en einmitt þau skáld, sem bezt tekst að yrkja í hinum forna anda og stíl, og að sjálfsögðu engir hæfari til að miðla þessum skilningi — að fræði- mönnunum ekki undanteknum, sem oft eyða tíma í ófrjóar skýr- ingartilraunir á gömlum afbökun- um á texta og ljóðum. Hin ný- kveðnu „fornljóð“ ættu þessutan að hafa þann kost að vera laus við villur og afbakanir. En slíkt er þó aldrei tryggt ef biðið er með að gefa þau út þangað til eftir daga höfundarins. Einnig getur skakkur skilningur sprottið af því ef hið nýkveðna er eigi aðeins stæling hins forna, en skáldið hef- ur leyft sér ýmiskonar áður ó- venjulegt frjálsræði um orðaval, orðaraðir, kenningar o. fl. Sú byrjun, sem þegar er gerð til að endurheimta Gísla Brynjúlfs- son úr gleymskunnar djúpi, er mjög virðingarverð. En gefa þarf út a. m. k. gott úrval úr kvæðum hans, einkum fornkvæðin með skýringum. Sama er að segja um það sem óprentað er af kveðskap Lárusar Sigurjónssonar. Þar er margt, sem getur valdið óþægilegum heila- brotum ef biðið er þangað til höf- undurinn er fallinn frá. Háskólinn á strax að leggja til a. m. k. tvo unga menn til að búa Ijóð hans undir prentun. ----o---- Það hafði verið prófverkefni Eiríks Hr. Finnbogasonar á Há- skólanum, sem gaf grundvöllinn að hinni eftirtektarverðu ritgerð hans um Gísla Brynjúlfsson og út- gáfu dagbókar hans. Hvernig sem fornkveðskapur Lárusar kann að falla í smekk manna, einkum á meðan hann er lítt kunnur, þá fullyrði ég að hann sé verður þess að Háskólinn taki hann til athugunar á sama hátt og kveðskap Gísla. Það er ekki síðra verkefni fyrir unga fræðimenn að rannsaka ný skáldverk, þar sem upplýsinga má leita frá fyrstu hendi, heldur en að róta í fornum rústum. Ekkert styður þessutan betur skilning fræðimannsins á því sem dautt er og grafið, eins og það að kynnast einhverju líku, sem enn er við líði. Að sama skapi og ein þjóð missir lifandi samband við anda fortíðar sinnar, hættir hún að vera til. II. J. „Skítt með mevminguna46 FYRIR mörgum árum voru þeir Lloyd George og Churchill á ferðalagi um Norður-Afríku. Með þeim var Lady Megan dóttir Lloyd George og hefur hún sagt þessa sögu af ferðalaginu: Höfðingi nokkur bjó þeim mikla veizlu. Þar áttu menn að setiast flöt- um beinum á bera jörðina, umhverfis rjúkandi kjötkatla. — Mönnum voru hvorki fengnir matforkar né hnifar, heldur áttu menn að nota berar hend- urnar, krækja sér í kjötbita og naga. Lloyd George hafði gaman að allri nýbreytni og þetta átti við hann svo hann réðist þegar á kjötpottinn. — En Churchill sat þar gneypur og brúna- þungur og hafðist ekki að. Förunautar hans fóru að gefa honum auga, því að þeir voru hræddir um að hann mundi stórlega móðga höfðingjann, með því að forsmá veizlukostinn. • En allt í einu tók hann rögg á sig, bretti upp ermarnar, kafaði niður í pottinn eftir bita og sagði: „Áfram nú, Megan, og skítt með menninguna“. Vor mikla sól í GREIN með þessu nafni fell niður talan 1 á tveimur stöðum. Var sagt að sólin væri 300.000 sinnUm stærri en jörðin, en átti að vera 1.300.000 sinnum stærri. — Nú ber þessu að vísu ekki saman við það, sem sagt er um stærð sólar á öðrum stöðum. f stjörnufræði Ursins er t. d. talið að sólin sé 1.407.124 sinnum stærri en jörðin, en i sumum alfræðibókum er hún talin 1.295.029 sinnum stærri en jörðin. Þessi nýasta tala, 1.300.000, ætti þó að vera réttust.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.