Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1953, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1953, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 723 „í miðjum garði er haugur Konfúsíusar og stendur hjá honum minnisvarði „Hins aldna, háheilaga meistara“.“ myndatökumaður og rithöfundur og ég. Ferðaðist ég með honum bæði sem félagi og túlkur, til ýmsra merkra staða í Kína. Að afloknu ferðalagi til Kínamúrs dvöldumst við nokkra daga í Pek- ing. Síðan 1897 hefur þessi járnbraut- arlest annast að verulegu leyti hina miklu flutninga milli Peking og hafnarborgarinnar, Tientsin. Peking er inni í landi, 180 km. frá sjó. Tientsin er við ármynni og er þar ágæt höfn. Nú rennur áin skammt frá Peking. Hefur hún því frá fornu fari verið aðalsam- gönguæð milli höfuðborgar og hafnarborgar. Flutningar hafa þó alltaf verið miklir á landi, þrátt fyrir afleita vegi. Tientsin varð með tímanum stærri en höfuðborgin sjálf, hafði meiri hernaðarlega þýðingu og varð snemma á öldum verzlunar- miðstöð norðurhéraðanna. Við höfðum þar skamma við- dvöl. Ferð okkar var, að þessu sinni, heitið til Landsins helga, Shandung. Ætlun okkar var að fara til Chufú, en þar er fæðingar- og legstaður Konfúsíusar, og ganga síðan á Taishan. KEISARASKURÐUR Lögð hefur verið járnbraut frá Tientsin og suður til Taishan. Fyrr á tímum og framundir aldamót, var siglt þá leið eftir Keisara- skurði. Liggur nú járnbrautin meðfram honum á köflum. Samgöngur hafa ávalt verið miklum erfiðleikum bundnar í Kína, einkum milli suður- og norðurhluta landsins. Aðalsam- gönguæðar voru frá ómunatíð fljótin, en þau renna öll frá vestri til austurs. Stórir djúnkar sigldu að vísu með ströndum fram, sunn- an frá Kanton og norður til Tient,- sin. En það nægði ekki. Brýn þörf var a góðum samgöngum við rísræktarhéruðin í Mið- og Suður- Kina, enda guldu þau keisaranum skatt, einkum í rís. Er skipaferðir stöðvuðust um stund með strönd- um fram, sökum ófriðar eða ó- veðra, vofði hungursneyð yfir höfuðborginni sjálfri og nyrztu héruðunum, þar sem engin rísrækt er. Með Keisaraskurði var ráðin bót a þessu, að verulegu leyti. Byrjað var á honum árið 486 f, Kr., en síðast var hann endurbættur mik- ið og lengdur á 13. öld, í stjórnar- tið Mongóla. Nú er þessa mikla mannvirkis sjaldan minnst og það líklega fá- um kunnugt hér, að til sé í Kína 2400 ára gamall skipaskurður, tí- falt lengri en Súezskurður (en hann er frá Miðjarðarhafi til Rauöahafs, 168 km.) Keisaraskurö-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.