Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1953, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1953, Blaðsíða 14
724 LESBÓK MOROUNBLAÐSINS ur var um langt skeið mest notuð samgönguleið í Kína, næst Jangtse- fljóti sjálfu. Kölluðu Kínverjar hann ,.Jun-ho", sem þýðir vöru- flutninga leið. Þó að járnbraut og bílvegir hafi tekið við hlutverki gömlu djúnk- anna, að mjög verulegu leyti, eru enn miklar siglingar um Keisara- skurð. Urðum við þess varir og þótti okkur fögur sjón, er hvít segl bar við græna akra. Liðnar aldir hafa ótaldar milljónir manna átt heima á skipaflota Keisara- skurðs. fæðst þar og alið aldur sinn kynslóð eftir kynslóð. Markó Póló lýsir skurðinum í hinni frægu ferðabók sinni á þessa leið: „Hann er bæði breiður og djúpur eins og fljót og siglir um hann mikill skipafloti." Við vorum fræddir um það, er við gengum á Taishan, að við ræt- ur fjallsins væri hof helgað þeim manni, er síðast hafði umsjón með greftri Keisaraskurðs. Hafði hann verið settur í guða tölu eftir að hafa legið fjórar aldir í gröf sinni. Svo mikils var hið mikla þarfa- verk metið. Til þessa hofs komu títt fjölmennar sendinefndir frá fjarlægum héruðum, til þess að færa fórnir og biðja um regn á þurrka tímum. Annan líklegri regngjafa þekktu þeir ekki. SLÉTTAN OG FLJÓTIÐ Ferðalög um takmarkalausa flat- C neskju þykja einatt tilbreytinga- lítil. En ekki á það við um Kína- ¦i sléttu ,og allra sízt hinar gömlu, þéttbýlu byggðir meðfram Keis- araskurði. Er stutt milli þorpa og bæja, mikil umferð á vegum og einhver hreyfing, hvert sem litið er. Fjöldi manna var að verki á sléttum ökrum, milli víggirtra þorpa. Þessir sömu akrar voru í fullri rækt þegar forfeður Norður- landabúa reikuðu um í frumskóg- um Evrópu, báru skinnklæði og hfðu af veiðiskap. Svo vel hefur kín verskum bændum tekizt að halda við frjósemi þeirra, í fjörutíu aldir, að enn gefa þeir af sér tvennar og þrennar uppskerur á ári. Ef til vill er það mesta afrek, sem til þessa hefur verið unnið í sögu landbúnaðarins. Versti óvinur bændanna hefur Gulafljót verið, ekki aðeins sem mikill farartálmi heldur og vegna flóða. Á mörg hundruð kílómetra kafla rennur það í stokk, breitt eins og f jörður en beizlað af manna höndum, með háum flóðgörðum. Járnbrautarbrúin, sem við fór- um á yfir fljótið, var byggð 1906. Var hún þá ein hinna mestu og dýrustu slíkra brúa í heimi, svo er hún löng. Mjög áberandi var, frá brúnni, hve miklu hærra fljót- ið er en sléttan beggja megin þess. Flóðgarðar eru hækkaðir ár frá ári í kapp við botn fljótsins, sem framburður leggst í. í stríðinu við Japani lét kínverska herstjórnin hleypa fljótinu úr farvegi sínum, og stöðvaði framsókn þeirra — í bili. Raunar kostaði það Kínverja sjálfa engu færri mannslíf en mannskæð orrusta. Engar skýrslur eru um það, hve margar tugþús- undir manna druknuðu. Mannslíf eru mörg í Kína og hvergi ódýr- ari. Gulafljót hefur oft áður breytt um farveg. Afleiðingar þess hafa verið svo geigvænlegar, að það hefur verið kallað „Sorgarfjót". MUSTERI OG GRÖFIN Konfúsíus ól aldur sinn í bæ, er Chufú heitir. Er hann skammt frá járnbrautinni, nokkru sunnar en f jallið helga, Taishan. Þar dó hann árið 479 f. Kr. og hefur að líkind- um orðið 72 ára gamall. Þó að okkur væri það engu minna kappsmál, að sjá gröf hans en að ganga á Taishan, láta lang- flestir pílagrímar sér nægja hið síðara. — Konfúsíus virða þeir en elska ekki. Það, sem fyrst vakti athygli okkar, er við gengum í átt til bæj- arins, Chufú, var hávaxinn skógur á allstóru svæði og stórhýsi eitt með grænu þaki. Skógar eru fyr- ir löngu eyddir á þessum slóðum, en okkur var sagt að þarna væri grafreitur Konfúsíusar og afkom- enda hans i 2400 ár. En stórhýsið var Konfúsíusar musteri. Við fórum fyrst til musterisins. Er það rauð múrbygging, eins og venja er til um Konfúsíusarhof, en þau eru í flestum stærri bæjum. Yfir anddyri er nafn musterisins skráð með þremur gullnum letur- myndum, sem lesast: „Da Djeng Dien" og tákna ,.Musteri fullkom- leikans". Hvað sem andlegri merkingu þess heitis líður, þá er víst um það, að húsið sjálft er ein hin full- komnasta og fburðarmesta bygg- ing í fornum stíl í Kína. Inni í musterinu er afarmikið líkneski af meistaranum sjálfum og er allt annað umgjörð þess. Hvert sem litið er, er myndskreyting, máluð, höggin í marmara og stein, skorin í tré og saumuð í silki. Margt er þar ómetanlega dýrmætra lista- verka og helgimuna úr postulíni og bronzi. Allt var þarna óhreint og ryk- fallið, alveg eins og í öðrum hof- um. Það leyndi sér þó ekki að hér höfðu auður og list lagst á eitt með að heiðra minningu mesta son- ar hinnar miklu þjóðar. Mikil rækt hefur verið lögð við að gæta alls, er minnt gat í Konfúsíus. Geymd eru í sérstakri byggingu gömul hljóðfæri. en hann unni mjög hljómlist. Úti í trjágarðinum er lindin, sem hann drakk af. Þar er sedrusviður, sem sagt er að hann hafi gróðursett. Raunar er

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.