Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1953, Page 15

Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1953, Page 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 725 „ ... okkur var sagt að þarna væri greftrunarstaður Konfusiusar og afkomenila hans í 2400 ár. en stórhýsið væri Konfúsíusarmusteri“. ekki annað eftir af trénu en rót- in. Upp af henni hefur vaxið, fyrir nokkrum öldum, annað tré og er enn í fullum blóma. Farið er eftir trjágöngum út í grafreitinn, en hann er um 240 hektarar. Garður allstór er í suð- urenda hans. Inni í garðinum er mikill fjöldi fagurlega högginna steina, sem eru hver og einn reist- ir til minningar um heimsókn keisara. Hafa slíkar heimsóknir verið þar tíðar síðan á fimmtu öld eftir Krist. í miðjum garði er haugur Kon- fúsíusar og stendur hjá honum minnisvarði „Hins aldna, háheilaga meistara“. Eru það einu orðin, sem höggin hafa verið á minnisvarð- ann. stjóri. Ber hann á lágri stöng gult flagg, með rauðum brydding- um, með ísaumuðu staðarnafni. Fyrir neðan heitið eru orð svo hljóðandi: „Shang shan shá hsi- ang“. Það merkir orðrétt: „Upp fjall brenna reykelsi". Lesa má því á flaggi hvers hóps hvaðan hann er. Hér og þar eru einstaklingar, er ekki virðast eiga samleið með öðrum. Alltaf eru menn að fara fram úr tveimur konum. Þær leiðast, hafa báðar smáa, reyrða fætui, önnur öldruð staulast áfram á jafnsléttu, hölt á báðum fótum og dauðuppgefin. Og þær hugsa sér að ganga 18 km. háa fjallshlíð með yfir sex þúsund steinþrepum! Það er óskiljanlegt. En hitt er skiljan- legt, að hér fylgir hugur máli. Það munu einkum vera efna- menn, sem láta bera sig í burðar- stólum erfiðasta kafla vegarins upp fjallið, — í von um að ná miklum árangri með sem minnstri fyrirhöfn, eins og mannlegt er. Burðarkarlar ganga hraðar en við, sem þó enga byrði berum, og hrópa: „Gie gvang! Gie gvang!“ Það þýðir: „Farið úr birtunni'“, eða eins og við mundum segja: „Víkið úr vegi!“ Einn mann sáum við skríða eins og snigil, mæla veginn með sínum eigin h'kama, tilbiðja krjúpandi í hverju spori. Annan mann sá fé- lagi minn með járngadd í munn- inum, en endar hans stóðu út urn FORNAR SLÓÐIR Bil styttast milli pílagríma hóp- anna, er nær dregur fjallinu. Þeir koma úr öllum áttum en mynda að lokum órofinn straum, líkt og smá- lækir renni í einn farveg. Fyrir hverjum hóp fer farar- Enn sigla djúnkar af fornri gerð um Kcisaraskurð, en hann er tífalt lengri en Súesskurður.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.