Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1953, Side 16

Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1953, Side 16
726 ' LESBÓK MORGUNBLAÐSINS báðar kinnar. Með ýmsum hætti kom það í ljós hjá mörgum öðr- um, að þeim var það jaínmikil alvara og honum, að afplána synd- ir sínar og ávinna sér verðleika í öðrum heimi. Einhvern tíma hefur verið fjöl- mennara og meira um að vera a vegunum til Taishan en morgun- inn þann, sem við útlendingar tveir slógumst í íör með pílagrím- um þangað. Umhverfið var hið sama, þótt pílagrímum hefði fækkað: Renn- sléttir akrar, skornir í jafnmarga reiti og eigendur eru til. Og enn eru þar að verki menn með barða- stóra stráhatta, naktir niður að mitti, brúnir af sól og erfiði langs sumars. Nokkrar kindur, með afar- mikla fituklepra á halanum, og beinaberar geitur, eru á beit með- fram ársprænu. Konur sitja við þvotta á árbakkanum. Klæðfá börn leika sér að steinum. Fyrsta spölinn upp brattan ligg- ur vegurinn meðfram gili. Er þar nokkur skógur, sem ekki hefur eyðst af því að engin mold var þar til akuryrkju. Þar eru alda- gamhr sedrusviðir og hafa merki- lega sögu að segja af pílagríms- ferðum í gamla daga, ef þeir mættu mæla. Þá gáíu keisarar út hátíðlega tilskipan, og beittu sér fyrir mik- illi þátttöku. Engir þjóðhöíðingjar hafa ferð- ast með meiri viðhöfn en keisarar Kínverja. Má geta nærri, að auk fjölmenns föruneytis hafi þúsundir pílgríma fylgt í kjölfarið. Píla- grímsíerðir keisara hafa ekki verið sjaldgæfar ef rétt er, sem sagnir herma, að til Taishan hafi farið 72 keisarar, áður en söguritun hófst,, rúmum sjö öldum f. Kr. En síðan hafa 19 keisarar skilið eftir sig margskonar minnismerki á fjallinu, og sáum við mörg þeirra. Koníúsíus hvatti þjoðina til aó halda við fornum trúarsiðum, þó að ekki væri hann mikill skurð- goðadýrkandi sjálfur. Sagnir um að hann haíi tilbeðið á Taishan, hafa orðið áhangendum hans hvatning til að gera hið sama. Eitt sinn er Konfúsíus gekk á Taishan varð á vegi hans kona, er grét með sárum trega. Meistarinn lætur lærisvein spyrja hvað því valdi. Konan svarar: „Tígrisdýr drápu hér tengdaföður minn og hafa nú drepið son minn.“ Konfús- íus lætur spyrja hana hví hún hafi ekki flutt úr þessum hræðilega stað. „Vegna þess,“ svaraði konan, „að hér er enginn harðstjóri“. Þá segir Meistarinn við lærisveina sína: „Minnist þess, að harðstjóri er maður óttalegri en óargadýr." GOÐHEIMAR Þá er gengið inn í aðra tilveru, þegar stigið er yfir þrep steinhliðs- ins mikla, hins „Fyrsta himin- hliðs“, eins og það er kallað. Er það fyrir neðri enda pílagríms- vegarins, gert til heiðurs Shun, keisara þess, er fyrir 4300 árum á að hafa gengið á „hinn veglega tind, til þess að íæra Himninum brenniíórn“, eins og komizt er að orði í fornum sögnum. Vegurinn upp fjallið er 18 km., með 6300 steinþrepum á bröttum köílum. Meðfram honum alla leið, og þó einatt alllangt til hlíðar, má heita að við hvert fótmál séu hof og helgir staðir, sem hinar íurðu- legustu sagnir eru tengdar við. Ég get aðeins fárra þeirra, til þess að gefa hugmynd um það: 1. Tvö Jamahoí stór, er nefnast „Hof hans djöfullegu hátignar Kjó Gvang“. Hof hans eru víða í Kína, en í þeim er eftirlíking í útskornum myndum og máluðum af kvölum fordæmdra í helvíti, samkvæmt kenningam búddism- ans. 2. Skammt fra því er annaó hof, stórt og hrörlegt. Pílagrímar fengu þar næturgistingu, en nú hafði því verið breytt í hermannaskála. 3. Þá er „Hof hinna þriggja keisara". 4. í „Lindarhofi“, 300 ára gam- alli byggingu, er meðal guðanna múmía (eða smurlingur) einsetu- manns, skinin bein í rauðum prestskrúða. 5. í Keisarahofi eru, meðal ann- ara goða, stjórnendur lofts, láðs og lagar. Þar sáum við þrumuguð mikinn og illúðlegan, með skæri í annari hendi en hamar í hinni, — kínverska útgáfu Þórs. 6. Hof regnguðsins, sem áður er getið. 7. Hof Lásíusar, höfundar dá- ismans. (Rit hans, Vegurinn, hef- ur verið þýtt á íslenzku). 8. Drotningarhof. — Kvenguðir eru í fleiri hofum, nokkurskonar frjóvsemisgyðjur, sem ófrjóvar kon ur leita til í nauðum sínum. Það hefur verið fullkomin skilnaðar- sök í Kína, ef kona fæddi eigi manni sínum son. 9. Hellir Luj forföðurs. Hann á að hafa fundið upp ódauðleika- lyf en falið það. Síðan eru liðin 1200 ár, og er lyfið líklega ófund- ið enn. 10. Hof herguðsins, Gvan Di. Hof hans eru um allt land og á Taishan ekki færri en sextán, — og hefur líklega ekki fækkað. Gvan Di var frægur hershöfðingi á þriðju öld e. Kr. Var hann settur í guða tölu 1594. 11. „Hof hins alsýna“. Til hans, verndara sjónarinnar, eiga margir erindi. Augnveikt fólk nuddar með iingrunum augu goðsins og síðan sín eigin augu, nokkrum sinnum. Goðið verður því hættu- legur smitberi skæðra augnsjúk- dóma. I fjölmörgum öðrum hofum eru guðir gæddir sérstökum lækninga- mætti, að því er talíó er, hver a

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.