Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1953, Síða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1953, Síða 17
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 727 sínu sviði. Það er einskonar sér- fræðingar, sem heita tilbiðjendum fullum bata við bólu, kynsjúk- dómum, berklaveiki, mislingum, blóðsótt, graftarkýlum, kláða og hverskonar kvillum, enda komi þóknun fyrir og sé eigi við nögl skorin. Hefur slíkt fyrirkomulag « verið arðvænlegra en að tileinka einum guði lækningamátt allan. 12. „Annað himinhlið“ er í miðjiltn hlíðum. 13. Konfúsíusarhlið er nokkru • fyrir ofan það. Þar eru höggin á stein þessi orð, en til eru söguleg- ar heimildir fyrir þeim: „Hér stóð Konfúsíus og heimurinn virtist honum lítill”. Fremsti lærisveinn hans, Mensius, segir í því sam- bandi þetta: „Konfúsíus stóð á Taishan og virtist þá heimur allur lítill. Líkt fer þeim er úthöfin sér, honum þykir lítið koma til annarra vatna. Og þeim, er fetað hefur í fótspor spekingsins, finnst fátt um orð annarra manna“. Hér skal lokið upptalningu hofa og helgra staða á Taishan. Á efstu fjallsbrún er „þriðja himinhlið“, og í sambandi við það miklar rauðar múrsteinsbyggingar. Þa tekur við hver hofgarðurinn og hver húsaþyrpingin af annari, uppi á fjallinu. Húsum er undantekn- ingalítið illa haldið við og eru mörg í rústum, en goð limlest. Hæsti fjallstindur er kallaður „Tengdafaðir", sem merkir öldung- ur. Kvað hann vera stoð himins og elztur allra fjalla. — Þess má geta, í því sambandi, að er amerískir jarðfræðingar könnuðu fyrir nokkrum árum jarðmyndun í Kína, komust þeir að þeirri merkilegu niðurstöðu, að Taishan mundi vera eitt hinna elztu fjalla í Asíu, eða frá því fyrir Kambríutímabil. Uppi þar er eldgamalt hof og er talið að þar sé fegurst útsýni í Kína. Hár veggur hefur verið hlað- inn á brún þverhnípisins, fyrir framan hofið. Svo mikil brögð voru að því, að pílagrímar vörpuðu sér þar út fyrir, ýmist í örvæntingu eða hrifningu, að gerður var þessi veggur og settir verðir meðfram honum. FJALLID OG ANDINN Höfuðhelgidómur er fjallið sjálft, Taishan. Það er tignað eins og guð væri. Hver tindur, hver mishæð og nálega hver einkenni- legur hlutur á fjallinu, var talinn vera bústaður misjafnlega góðra eða illra anda. Taishan er stórfeng- legasti og elzti hörgur í heimi. Píla- grímar taka með sér steina úr fjall- inu sem verndargripj, og setja þá í húsveggi heima hjá sér. Á þá eru höggnar fimm leturmyndir, er tákna: „Steinn frá Taishan heldur vörð“. Við kvöddum þennan mikla goðaheim með þeirri tilfinningu að hafa verið á fornmenjasafni frem- ur en helgum stað. Gamall heiðin- dómur á mikil ítök meðal ómennt- aðrar alþýðu, en skólaæska og menntamenn hallast ákveðið ýmist að ateisma og efnishyggju eða kristindómi. Nútíminn hefur rofið hin fornu tengsl við goðaheim Taifjalls að öðru leyti en því, að þar leitar sífækkandi hópur manna athvarfs, af því að þeir vita ekki betur. Okkur varð hugsað til orða Jesú, er hann talaði við samversku kon- una: „Trú þú mér kona, sú stund kemur, er þér hvorki munuð til- biðja Föðurinn á þessu fjalli né í Jerúsalem. Þér tilbiðjið það, sem þér þekkið ekki. Vér tilbiðjum það, sem vér þekkjum. En sú stund kemur, já, er þegar komin, er hin- ir sömu tilbiðjendur skulu tilbiðja Föðurinn í anda og sannleika". $arna hja í Móðir var að vega barnið sitt. — Nákvæmlega níu og hálft pund, alveg eins og það á að vera. Eldri sonur hennar, fimm ára, varð hugsandi og sagði svo: — En ef hann hefði verið of þungur, hefðirðu þá skorið stykki úr honum? Kennarinn ætlaði að leggia litla nemandanum sínum heil- ræði, og sagði að það væri heimskulegt að óska sér þess, sem maður hefði ekki. — Hvers annars getur maður óskað? spurði drengurinn. % Hann var góður og efnilegur drengur, en hann var ekki góður í málfræðinni og hann sagði t. d. Jeg hef skrifið. — Kennarinti reyndi að leiða honum fyrir sjón- ir hvað þetta væri vitlaust, en þegar það dugði ekki, skipaði kennarinn honum að skrifa hundrað sinnum á blað: Ég hef skrifað, til þess að það festist í honum. Blaðið lagði drengurinn á kennaraborðið og þennan miða með: — Ég hef skrifið hundrað sinnum Ég hef skrifað, eins og þú baðst mig um og nú er ég farinn heim. Þegar rafvirkinn kom heim að borða, sá hann að Einsi litli var með fingurtraf. — Hvað er að þér, sagði pabbi, hefirðu meitt þig? — Nei, ég náði í stóra randa- flugu, en hún var þá ekki ein- angruð. 34 Ókunnugur maður stöðvaði dreng á götu og sagði: Heyrðu karl minn, geturðu ekki sagt mér hvar pósthúsið er? Drengurinn rak upp stór augu og sagði: Hvernig stendur á því að þú veizt að ég heiti Karl? - Ég er huglesari, sagði ó- kunni maðurinn í gamni. — Nú fyrst þú ert huglesari, þá þarftu ekki að spyrja neinn um hvar pósthúsið er.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.