Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1953, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1953, Blaðsíða 19
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 729 en það voru þeir prestvígðir menn, er hann gæti fengið til að sanna með sér eiðinn, og skyldi hann eið- inn vinna prófastinum í Dalasýslu, séra Eiríki Vigfússyni fyrir 14. júní 1679. Um haustið vann svo séra Árni þennan eið ásamt 5 presta fanga- vottum. Höfðu að vísu fleiri prest- ar heitið honum að vera eiðvættis- menn, en vegna snjóa og óveðra gátu þeir í Borgarfirði og Stranda- sýslu ekki komið á réttum tíma. Þeir komu þó seinna og 4. janúar 1679 sönnuðu þeir eiðinn með hon- um fyrir prófasti. Þennan eið vefengdi Rögnvaldur og nokkrir heldri menn, er drógu taum hans, og fór málið svo til Alþingis þá um sumarið. Þangað fór og héraðsdómur, sem Bjarni Pétursson frá Staðarhóli, sýslumað ur Dalasýslq, hafði kveðið upp í öðru máli, er Rögnvaldur hafði höfðað gegn séra Árna út af ill- yrðum við Sigmund föður sinn. Prestastefnan dró taum séra Árna, en þingmen voru fremur á bandi Rögnvalds. En þetta fór bet- ur en á horfðist, því að þeir sætt- ust heilum sáttum á þinginu mág- arnir og skyldi hvorugur greiða neitt og báðir halda virðingu sinni óskertri. „Þóttust menn eigi vita jafnmikið stórmæli og hátt reist, fallið hafa svo slétt niður á báðar síður, og ætluðu þó margir svo í garð búið fyrir þeim mágum, að það mundi skárst afráðið“, segir Esphólin. — ★ — En nú er frá því að segja, að árið 1687 varð Rögnvaldur sýslu- maður í Strandasýslu, og sumarið 1690 kemur hann þaðan með galdramál til Alþingis. Hét hinn sakfelldi Klemens Bjarnason og átti heima í Steingrímsfirði. Tveir menn, Kolbeinn Jónsson og Jón Bjarnason, höfðu kært hann þá um veturinn fyrir fjöl- kyngi og heitingar. Er svo að sjá, sem Klemens þessi hafi verið illa kynntur, og að talið hafi verið að hann hefði haft galdra um hönd allt frá barnæsku, en enginn þor- að að ganga í berhögg við hann fyr, vegna þess að hann hafi hótað því að verða þess manns bani, sem stuðlaði að því að hann kæmist undir manna hendur. Rögnvaldur sýslumaður kallaði þá saman þriggja hreppa þing til þess að fá vitnisburði um hegðan Klemens: Sannaðist þar á hann með vottum, að hann hefði haft í frammi þessar heitingar, og eng- inn vildi leggja honum liðsyrði. Kærendurnir unnu eið að því að hann hefði farið með galdra, aðrir unnu eið að því að galdraorð hefði jafnan legið á honum, og 12 nefnd- arvottar unnu eið að því að þeir teldi hann fremur sekan en sak- lausan. Sýslumaður helt svo dómþing að Hrófbergi hinn 16. apríl og ját- aði Klemens þar á sig þann gald- ur, „að hann hefði lært tófuvers, og lesið það yfir kindum sínum“, auðvitað til þess að verja þær fyrir tófunni. Var hann svo sekur fund- inn um þetta og annað, er menn höfðu svarið á hann og dóminum vísað til úrskurðar Alþingis. Þegar málið kom fyrir Alþing, kvöddu lögmennirnir, Magnús Jónsson og Sigurður Björnsson, 12 menn í dóm. Varð það sameig- inlegt álit þeirra, að ekki yrði hróflað við eiðfestum galdraáburði þeirra Kolbeins Jónssonar og Jóns Bjarnasonar, né framburði eið- festra vitna. Og fyrir þetta ásamt heitingum og tófuversi töldu þeir Klemens „lögfallinn, sem þeir eft- ir guðs og landsins lögum sjái og skilji upp á lífið standa skuli“, en vísa þó málinu til lögmanns og lögréttunnar. Málið var svo tekið fyrir í lög- réttu hinn 9. júlí. Var Klemens þar fundið til saka auk eiðfestrar galdrakæru og eiðfalls: 1. hans vond kynning frá barn- dómi við galdra kennd, 2. hans meðkennd brúkun á tófu- versi yfir sínum fénaði, með þeirri vanbrúkan guðs heilaga nafns, 3. hans meðkenning um galdur oftlega sénan, 4. um guðsorða foröktun á um- liðnum vetri, 5. hans skaðvænlegu heitingar, bæði upp á hann svarnar og sannbevísar, að hann skyldi þess manns líf hafa, sem frek- ast fyrir því gengi, ef hann undir refsing kæmi. „Svo lögþingsmenn álykta þenn- an Klemens Bjarnason þann vandaræðamann, hvers vegna að margur maður er um sitt líf ugg- andi. Er því í Herrans nafni lög- manna og lögréttunnar samþykki- legur og fullkominn dómur, að oft- nefndur Klemens Bjarnason skuli á lífinu straffast og í eldi brenn- ast, sem svarinn og sannprófaður ódáðamaður, eftir forsvaranlegri tilhlutan valdsmannsins, Rögn- valdar Sigmundssonar, hver nefndum Klemens Bjarnasyni góð- an kennimann útvegi, sem honum guðlegar og kristilegar fortölur veiti til sáluhjálplegrar iðrunar og afturhvarfs frá sínu óguðlega háttalagi og trássugheitum. En um straffsins exekution og tíma skuli valdsmaðurinn atkvæða hr. amt- mannsins leita“. — ★ — Eins og sjá má á þessu er aðal galdrasök Klemens í því fólgin, að hann hefir haft í frammi sær- ingar til þess að vernda fénað sinn fyrir tófunni. Það var og full- komin sök, því að í fornum lögum var svo fyrir mælt, að „sá, sem fremur galdur, eða lætur aðra kveða galdraljóð sér og fénaði sín-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.