Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1953, Page 20

Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1953, Page 20
730 LESBOK MORGUNBLAÐSINS um til heilla, til heilbrigðis eða langlíiis“, skuli engu fyrir týna nema líiinu. En líilátsdómur fyrir þessa sök virðist þó koma ur hörðustu átt, þegar litið er á aðra samþykkt þessa sama þings. Muller amtmað- ur haíði óskað þess að þingmenn gæíu skýrslu um hag landsins og varð sameiginlegt alit allra þing- manna, utan vébanda og innan, á þessa leið: „Að um allt þetta land haíi yíirgengið á næstliðnum vetri stor neyð og landplága upp á fjúk og frost, krapaveður og jarðbönn i langan tima, svo í sérhverju hér- aði haii margir menn til neyðst sinn kvikiénað að íella og niður- skera láta. Þar til íiskleysi við sjóinn í flestum veiðistöðvum öllu meir en íyriri'arandi ár, svo iólkið til sveitanna kann þar af lítið eða ekkert sér til bjargar innkaupa fyrir utan tros og fiskahöfuð, sök- um þess að þeir, sem við sjókant- inn búa, verða þann íisk, sem feng- ið hafa, til kaupmannanna inn að setja íyrir sína áliggjandi nauð- syn, svo sem er mjöl og veiðar- færi, járn og skipaviður, en þeir uppi a landinu hljóta daglega með að nægjast mjólk undan þeim all- fáu kúm og ám, sem líís á þessum hallærisvetri afkomust. Auk þessa heíir hér 1 landi ein stór sótt og óvenjulega þungur sjúkdómur á legið, sem sig daglega um sveit- irnar og við sjávarsíðuna útbreið- ir og mikinn manndauða orsakar, svo fólkið er enn daglega þar og þar niður að hrynja, auk þeirra vcsalinga, sem allviða eru í hungri og vesöld útsiokknaðir, svo heíði sa almattugi og nnskunnarsami guð ekki geiið svo gott grasar sem nú er í þessu landi, þa mætti segj- ast útgert um þess innbyggjara“. Á þessu má sjá, að fénaður hefur hrunið svo niður, að til landauðn- ar horfði. Sömu mennirnir, sem fullyrða þetta, hika þó ekki við að dæma mann til dauða fyrir það, að hann hefir reynt að bjarga fé sínu. — ★ — Ekki er nú vitað hvernig var þetta tófuvers, sem Klemens varð að falli. Má vera að margskonar særingar hafi verið til gegn tóf- um, en sjálfsagt hafa þær þá verið hver annari líkar. Til er gömul tófustefna, og getur vel verið að hún sé það tófuvers, er Klemens las yfir kindum sínum. Að minnsta kosti hefir það verið í sama dúr og þykir því rétt að birta stefn- una hér, svo að menn sjái hve alvarleg sakargiftin var: Hér hef ég stefnu hugað þér skolli, opnaðu eyru þín allt í hlustir. Sök þín er þessi að sauði mína þú bítur og illa útleikið hefur. Með ógna rási áfram gakktu, og svo þú verðir undan renna fæli ég þig sjálfur, fitonsandi. í öðru sinni ég þér stefni ill hólmgríður og örgust tófa, i annan samastað sem þér er hollur eða handbjargarlaus. Fvrirbýð ég þér, fólið argasta, fé mitt og sauði mína alla, scm forðuin banna réð frægur drottinn fagurt himnaríki fölskum djöflum. Einnig set ég þér allt í fornæmi • og í ófrelsi yfir að ganga, yfir og undir í áttir fjórar. Hrakinn vertu hvar sem þú kemur af sköpuðum veraldar skepnum öllum. Grös og steinar geri þér plágur og allt hvað þú etur að ólyfjan verði. í þriðja sinni ég þér stefni, illur refur og lymskufull tófa, að þú skund- ir burt úr landi mínu og cnga mína kind héðan af angrir. Særi ég þig, Rcbba-Rcbba dóttir, við grös og steina, jörð og aldini, einnig særi ég þig við aliar stjörnur, sól og tungl og himin og allt sem kraftar, að þú burt vikir úr landi mínu og öllum tak- mörkum. En viljir þú ei strax vikja á burtu, þú skuiu þig Æsir innan klóra, cður garnir úr þér slíta Þór og Óðinn og þrælar hans allir. Farðu á stað og ferlega spriktu, illur sé eldur . í endum báðum, eitursortinn yfir þig komi. Váfaðu á stað og vertu lengi, þú skalt brenna í brunanum vcrsta, á báðum augum blind skalt verða, liamur þinn drafni cn húð af þér losni, heili þinn hrærist en hjarta þitt springi, bein þín brotni, en bresti tennur. Ncma þú vikir strax á burtu, logi þú utan og logi þú innan, loga þú gjörvöll og lini þér aldrci, nema þú strax víkir úr mínu landi. Hvíli nú strax öll þin álög á öllum tófum, cr héðan af á land mitt koma og veröi svo kröftug sem dýrsta orð drottins, og á refum hrini alla mína liísdaga. Komi nú styrkur af sólu, stoð af stjörnum, hjálp af hirnni, friður og fögnuður af sjáifum guði og allri guðs þrenningu. Svo signi ég mig og beiðni mína guði föður. Verndi mig og bevari guðs son og heilagur andi sé með mér og mínum nótt og dag, í vöku og svefni, sess og sæti. í nafni föður, sonar og heilags anda“.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.