Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1953, Blaðsíða 21

Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1953, Blaðsíða 21
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 731 Menn höfðu einnig galdrastafi til þess að ver.ia fé s'itt fvrir dvr- bítnum. — Ifér má siá nokkra hfiTa. Ffri línunni fvl«ir bessi leiðbeinin?: „Ganpa þrisvar rétt oir brisvar ranrsæl's í krine um skepnuna". Neðri linunni fylffir bessi leiðbcining: „Tak fé þitt os lát í híis osr tak sauð. ei hann vnrsta otr ei Þann eMa. ofr blóðsra hann með knífi oa: rist þessa stafi ás->mt hinum". (Nokknr orð i Ieiðbeiningunum cru skrifuð með rúnaletri. — Úr graldrabók Oddgeirs Geirssonar). r* ->—- --------t* X. Um stefnu þessa er hið sarai að segia og margar aðrar særingar, að þar eru tvinnaðar saman svæsn- ar formælingar og heit bænarorð, ýmist kallað á hiálp Þórs og Óðins, eða guðlegrar þrenningar. Og að því lýtur sjálfsagt dómsatkvæð- ið um „vanbrúkun guðs heilags nafns". En það voru fleiri en fátækir og fávísir bændur, sem vildu allt til vinna að geta sigrast á dvrbítnum. Siálfum guðsmanninum Hallgrími Péturssvni. sem bá var nvlega lát- inn, varð bað einu sinni á að yrkja þessa ákvæðavísu um tófuna: Þú sem bítur bóndans fé, bnlvuð í þér aupun sé, stattu eins og stofn á tré stirð og dauð á jörðunni. Ekki var honum stefnt fvrir þetta, en almennings álitið vildi þó láta honum hefnast fvrir og sagði að hann hefði þá misst skáldskaDargáfuna um hríð. Það svnir aldarandann — og þó vildu allir refirna feiga. -*- Þá voru hér æðstir valdsmenn Christopher Heideman landfógeti og Christian Múller amtmaður. Kom Heideman hingað 1683 og hafði mikið vald. Segir Espholin að hann hafi þótt vitur maður og skörungur mikill. En um Christian Múller sagði Árni Magnússon „að bæði væri hann einfaldur og held- ur ókunnur lögum hér og allri lenzku". Það hafði verið venja að full- nægja þegar í stað líflátsdómum, sem Alþingi kvað upp, en um Klemens Bjarnason fór ekki svo. Arntmaður úrskurðaði að mál hans skyldi lagt undir konung og fól Rögnvaldi sýslumanni að fara með Klemens heim aftur og geyma til næsta Alþingis. Eru allmiklar líkur til að þetta hafi verið að ráðum Heidemans, því að honum hafi blöskrað galdramálin hér á íslandi. Hann sigldi þá um haustið en sumarið eftir kom hann með konungsbréf til Múllers amtmanns og var það birt á Alþingi. Bréfið er dagsett 5. maí þá um vorið og var á þessa leið: „Það tilkynnist þér, að vér höf- um mildilegast náðað Klemens Bjarnason, sem dæmdur var til Iff- láts fyrir galdra, af lögmönnum og meðdómendum. Þó skal hann út- lægur fara af landinu og aldrei eiga þar afturkvæmt að viðlagðri tilhlýðilegri refsingu. Eftir þessu ber þér undirgefnast að breyta og, ef þörf krefur, sjá svo um að hann verði sendur út með fyrstu skips- ferð er fellur". Þess er getið í annálum og einn- ig segir Eggert Ólafsson frá því í Ferðabók sinni, að á þessu sama þingi hafi verið lesin konungleg tilskipun „þess efnis, að þaðan í frá mætti engan galdramann taka af lífi eftir héraðs- eða Alþingis- dómi, heldur skyldi máli hans skotið til konungs". Er sagt að til- skipan þessi hafi verið gefin út sama dag og náðun Klemens Bjarnasonar, en ekki finnst hún í Alþingisbókum né Lovsamling for Island. En hér urðu þó tíma- mót, því að enginn galdramaður var brendur hér á landi ef tir þetta, og upp frá því tók gaidramálum mjög að fækka, segir Fitja- annáll. Þetta ár var biskupslaust á Hól- um, því að Jón biskup Vigfússon hafði andast sumarið áður. Bar Heideman fram á Alþingi þá ósk konungs, að þingið veldi þrjá pró- fasta, er því þætti bezt fallnir til þess að taka við biskupstign. Þeir skyldi síðan sigla til Kaupmanna- hafnar og þar yrði sá valinn úr, er hæfastur þætti. Alþingi nefndi þá til þrjá menn, og fyrstan séra Pál Björnsson í Selárdal, sem flest- um mönnum hafði á bál komið, en þótti að almanna áliti bezt fall- inn til þess að gegna þessu emb- ætti; hann skoraðist undan og bar því við að hann væri orðinn of gam -all (hann var þá sjötugur). Hinir tveir prófastarnir voru séra Björn Þorleifsson í Odda og séra Einar Þorsteinsson í Múla í Aðaldal (hann var 63 ára að aldri). Bisk- upsefni sigldu þá um sumarið, séra Einar með Húsavíkurskipi en séra Björn syðra. Með Hólmsskipi (Reykjavíkurskipi) fór Klemens Bjarnason og utan þá um haustið. Sumarið eftir komu þeir báðir heim aftur Björn og Einar. Hafði Einar fengið biskupsembættið á

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.