Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1953, Síða 22

Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1953, Síða 22
732 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Forseti oHsherjarþings Sþ. HÚN ER lítil og grönn og kven- leg í allri framkomu. Konur dást að því hvernig hún greiðir sér og hve smekklega hún er klædd. Karlmenn dást að henni fyrir það að hun kann sig vel, hvað hún er háttprúð en þó alvörugefin. En það má ekki dæmá frú Pandit eingöngu e'ftir útlitinu. Bros henn- ar getur skyndilega breyzt í þrumuveður. Hún er eins og eldi- brandur ef henni sárnar. Og þá er hún ekki myrk í máli og lætur sig þá engu skifta hver í hlut á. Frú Pandit er merkileg kona. Hún hefir aldrei komið í háskóla, en það er eins og doctorar verði smámenni í samanburði við hana. Og hún lætur ekki hlut sinn fyrir neinum. En þótt hún sé vígreif í stjórnmálum, þá er hún blíð og elskuleg sem móðir og amma. Hún á þrjár dætur. Þær eru allar giftar, en þær tilbiðja hana. Faðir hennar var lögfræðingur. Frú Pandit Hann hafði mikið dálæti á Bret- um og hann sendi Nehru bróður hennar til náms í Harrow. En hún var látin stunda nám hjá einka- kennurum í Englandi, Sviss og Ind- landi. Hún talar ensku reiprenn- andi, svo vart má heyra að hún sé annarar þjóðar. Og hún er jafn Hólum, en Björn biskupstign og von um þann biskupsstólinn, er fyr losnaði. Einar biskup hafði þær fréttir að færa, að sakamað- urinn Klemens Bjarnason hefði andast í Kaupmannahöfn þá um veturinn. Kvaðst biskup hafa verið við banabeð hans og veitt honum aílausn og heilagt sakramenti og hefði hann fengið kristilegt andlát. — ★ — Það er af Rögnvaldi sýslumanni að segja, að ekki kom hann með fleiri galdramál til Alþingis. Árið 1699 fékk hann sér lögsagnara, Jón Sigurðsson, og lét sýslumanns- embættið í Strandasýslu í hendur hans seinna á því ári. Rögnvaldi hafði farizt svo rögg- samlega rannsókn á máli Klemens í héraði, að Alþingi var ekki í neinum vafa um að maðurinn væri dauða sekur. Mundi hann eflaust hafa verið brendur þá á þinginu, ef Heidemanns hefði ekki notið við. Er mál þetta því merkilegt vegna þess að með því hættu galdra- brennurnar. Hafði þá 21 maður verið brendur á 30 ára tímabili. Að vísu komu galdramál enn til Alþingis um nokkurra ára skeið, en þeim var æ minni gauirtur gef- inn eftir þetta. Og árið 1719 var svo komið, að alþingismenn ávítuðu sýslumann nokkurn fyrir það, að vísa jafn fáfengilegu máli sem galdramáli til Alþingis. Á. Ó. vel að sér í Urdu, Hindustani og bókmálinu Hindi. Þegar hún var 21 árs giftist hún Ranjit Pandit. Hann var lögfræð- ingur eins og faðir hennar. En hann var andvígur Bretum og vildi fullt sjálfstæði Indlands. Hún fylgdi honum fast að málum. Vegna skoðana sinna var hann hnepptur í fangelsi, en þá tók hún upp baráttuna ásamt bróður sín- um af jafn brennandi áhuga og þeir. Þrisvar sinnum var hún sett í fangelsi fyrir það að taka þátt í hinni „óvirku upreisn“ Mahatma Ghandi. Hún kom úr fangelsinu hálfu einbeittari en áður. Hún hefir ekki erft þessa með- ferð á sér. Henni er ekki illa við Breta. „Ég viðurkenni alls ekki að deilumál þurfi að standa óend- anlega“, segir hún. Og þegar hún kom á fyrsta alþjóðaþing Samein- uðu þjóðanna í New York 1950, þá var Herbert McNeill einhver fyrsti maðurinn, sem hún hitti þar. Öll- um til mikillar undrunar faðmaði hún hann að sér og sagði: „Við erum vinir“. Og á sama hátt hefir hún komið fram við Mr. Eden. En hún fer alltaf sinna ferða, eða Indlands, eins og hún lítur á af- stöðu þess. Einu sinni hélt hún þrumandi ræðu gegn yfirdrottnun og nýlendupólitík. Þá glotti Vis- hinsky ánægjulega í skeggið. En það fláttskaparbros fór fljótlega af honum þegar hún hélt aðra þrumandi ræðu gegn heimsveldis- stefnu Rússa og kallaði þá „friðar- spilla“ í heiminum, blátt áfram og hiklaust. Frú Pandit hefir tekið þátt i störfum Sameinuðu þjóðanna frá upphafi. Hún sat fyrsta fundinn í San Francisco, að vísu sem áheyrn- arfulltrúi. Þar átti hún tal við marga og þar krafðisthúnfrelsistil handa Indlandi og nýlendum. En síðan hefir hún verið aðalfulltrúi Indlands á fimm þingum. Tvisvar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.