Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1953, Blaðsíða 23

Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1953, Blaðsíða 23
LESBOK MORGUNELAÐSINS 733 hefir hún verið sendiherra Ind- lands, fyrst í Moskva og síðan í Washington. Og í fyrra fór hún til Kína sem formaður menningar- málanefndar, sem Indland sendi þangað. Þegar heim kom lauk hún loísorði á hinar auknu ræktunar- framkvæmdir í Kína, en harmaði það mjög hvernig kommúnista- stjórnin hefði svift þjóðina öllu frelsi. Og ekki tók hún hið minnsta mark á þeim fullyrðingum komm- únista að Bandaríkin hefði rekið sýklahernað í Kóreu. Allir spá því að henni muni fara forsetaembætti allsherjar- þingsins vel úr hendi. Hún er á- kveðin, en réttlát. Hún fylgist vel með öllu og nýtur virðingar full- trúanna. (Worlds Digest). * I iðrum jarðar NÝLEGA er lokið leiðangri, sem gerð- ur var út til þess að rannsaka hina miklu hella hjá Pierre Saint Martin í P’yreneafjöllum og fljótið mikla og myrka, sem rennur þar djúpt í jörð. Áður hafa verið gerðir nokkrir leið- angrar þangað, en alltaf orðið eitthVert slys, þangað til nú að allir mennirnir komu aftur heilu og höldnu. Aðalmennirnir í þessum leiðangri voru þrír, Robert Levi, foringi leiðang- uisins, Norbet Casteret hellafræðingur og Lapineaux, sá sem hellana fann. Komust þeir 728 metra niður í jörðina og uppgötvuðu fjóra stóra hella, sem menn höfðu ekki haft hugmynd um áður að væri til. Var einn þeirra svo stór, að Casteret segir að hann muni vera stærsti hellir í heimi og áreiðan- lega sá er dýpst liggur. — Var hann skirður Verna-hellir í höfuð á félagi nokkru i Lyons, sem lagt hefur til flesta menn við rannsókn þessara hella. Er hann talinn eitt af undrum náttúrunnar. 1 honum er hvolfþak og veggir og gólf slétt, en á gólfinu eru þó heljarbjörg, eða drangar, sem gnæfa upp í myrkrið. Um þenna helli rennur liið mikla neðanjarðar fljót, þögult, myrkt og djúpt. Loftið í heilinum er KONUNGSSKUGGSJÁ úr húi galdramanns ÁRNI MAGNÚSSON setti öll þau handrit, er hann komst yfir af Konungsskuggsjá, undir eitt númer og er það nú 243 íol. í saíni hans. En hann aðgreindi þau með bók- stöíunum a—r og bætti síðan við s, sem er afrit hans sjálfs. Handritið, sem dr. Finnur Jóns- son notaði aðallega til að fylla skörðin í norsku skinnbókinni, þegar hann gaf Konungsskuggsjá út, var handritið 243 e í Árnasafni. Hefur handrit þetta geymst vel, nema hvað tvö blöð vantar nú í það. Allt er það skrifað með einni hendi, og er nú 85 blöð. Árni Magnússon hefur skrifað á handritið: „Frá Páli Torfasyni“. — Páll var sýslumaður í ísafjarðar- sýslu (d. 1720), sonur séra Torfa Snæbjarnarsonar á Kirkjubóli í Langadal. Torfi andaðist 1668. — Á einum stað í handritinu stendur skrifað utanmáls, að Torfi hafi fengið bókina til eignar frá erf- ingjum Þórðar Guðbrandssonar á Munaðarnesi hinn 4. marz 1664. Og Árni Magnússon hefur enn skrifað á bókina: „Snæbjörn Pálsson sagði mér á Alþingi 1702 að ég mætti bíhalda því“. Er þar eflaust átt við Snæbjörn son Páls Torfasonar. En Þórður Guðbrandsson, sá sem bókin er frá komin upphaílega, er enginn annar en Þórður sá, er Þor- leilur Kortsson brenndi fyrir galdra í Trékyllisvík 20. sept. 1654, og sagt er frá í seinustu Lesbók. Þess er að vísu hvergi getið í máls- skjölunum hvar hann hafi átt heima, en Margrét dóttir hans átti heima á Munaðarnesi, og þar býr einnig Grímur Þórðarson 1669. — Margrét var ekki laus við sín galdramál fyr en síðsumars 1662, en eftir það átti hún heima í ísa- fjarðarsýslu, svo að séra Torfi hef- ur getað fengið handritið hjá henni. Vera má að Þórður Guðbrands- son hafi sjálfur afritað Konungs- skuggsjá, en hvað sem um það er þá ber það vott um að hann hafi verið fræðimaður, að hann skyldi eiga Konungsskuggsjá. — Og hafi hann svo safnað öðrum fróðleik einnig, þá er ekki furða þótt hann hafi verið talinn „mestur galdra- maður í Strandasýslu“. hreint, en hitinn er ekki nema 4 stig á celsius, en vatnið í ánni er einu stigi kaldara. Þarna niðri í þessu regindjúpi og kulda fundu þeir tvö skorkvikindi, gem þeir kalla „aphenops“, og þriðja kvikindið, sem á latínu nefnist „cento- pedia“; var það snjóthvítt og nær gagnsætt. Annars fundust þarna engin merki um lif. Þar sem þeir komu að seinasta hell- inum, fell áin niður í hann í 20 metra háum fossi, en hvarf svo niður í gjá í hinum enda hellisins. Nú er byrjað að grafa jarðgöng við rætur fjallsins Trou de Vent, því að menn ætla að þaðan sé skemmst að komast inn að neðanjarðar móðunni. Eru þarna sprungur miklar og síendur sífclldur blástur upp um þær, en niðri í jörðinni þykjast menn heyra vatna- nið. Þeim félögum varð ckki neitt meint af veru sinni þarna niðri í jörðinni. Um nætur sváfu þeir í upphituðum tjöldum. Enga áfenga drykki höfðu þeir með sér, en lifðu mikið á sykri og feitmeti, af því að það er bezti hita- gjafinn. Kvikmynd var tekin þarna niðri og til lýsingar notuðu þeir „acetylen“-blys og magnesiumljós. (Hinn 19. júlí í sumar birti Lesbók myndir úr þessum hellum).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.