Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1953, Blaðsíða 24

Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1953, Blaðsíða 24
734 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 1---? FRÁ HÍ'SAVÍK. — Einn af viðkunnanlegustu bæum þessa lands er Húsavík við Skjálfanda. Veldur þar meira um einkennilegt landslag og náttúrufegurð, heldur en skrauthýsi og skipulag byggðarinnar. Bærinn stendur í kvos á háum sjávarbakka og eru hálsar bæði að sunnan og norðan, en grónar brekkur að austan og yfir þær gnæfir Húsavíkur- fjall, liátt og svipmikið. Norðan að vikinni gengur hinn svonefndi Höfði, en fram af honum sker, sem Baka nefnist. Þar hefur nú hinn mikli hafnargarður verið gerður og innan við hann. í krikanum, er komin ágæt höfn, en áður var höfnin þar svo að segja fyrir opnu hafi, og háði það vexti og viðgangi útgerðarinnar. Húsvíkingar hafa unnið mikið að ræktun bæarlandsins og eru þar stór og viðfeðm tún, sem setja sinn fagra svip á staðinn. í miðju þorpinu gnæfir kirkjan, ein hin tígulegasta kirkja hér á landi, smíðuð eftir teikningu Rögnvalds heitins Ólafssonar húsameistara. Húsvíkingar hafa fengið rafmagn frá Laxárvirkjun, og nú eru þeir að hugsa um að koma upp hitaveitu hjá sér og sækja heita vatnið að Hveravöllum í Reykjahverfi. Og þá nýbreytni eru þeir að hugsa um í sambandi við hitaveituna, að nota hið heita vatn, scm afgangs verður, til saltvinnslu. Hér á myndinni sér yfir miðbik kaupstaðarins, út yfir höfnina og flóann, vestur til Víknafjalla, sem há og hrikaleg ber við háloft handan fjarðarins. — Ljósm.: G. R. 'Ó. KRUMMINN ÁGENGI í Hrafnseyrarsókn var sá óhræsis- karl er Hrólfur hét. Hann þýddist hvorki kirkjur né kennimenn og var hvarvetna illa þokkaður. Á Álftamýri hafði verið alinn hrafn, en er hann varð fullþroska, flaug hann á aðra bæi, skemmdi þvott, var mjög nærgöngull og stal því hann náði og fór með það, og í allt hjó hann, er honum þótti breytilegt. Krummi korp á bæ þann, hvar Hrólfur átti heima og settist á bæardyrakarminn, og vildi svo til, að karlinn gekk í sama vetfangi út úr bæardyrunum og stóð þar við. Hann hafði lambhúshettu, mórauða, upp- brotna á höfðinu. Krumma þótti hett- an fáséð, stökk af veggnum með vængjabaði, greip til hennar og barði Hrólf í höfuðið, náði af honum hett- unni og flaug með hana. En karli varð bylt við og hrökk til baka í bæinn, gekk til rúms og lagðist þar niður. — Kom þar í hann hræðsla mikil og óró- semi. Elnaði hún svo mjög, að hann lét sækja prest sinn og birti honum þenn- an atburð. — Prestur vissi ekkert um Álftamýrarhrafninn, þótti þetta kynja- legt, en hugsaði að nota það Hrólfi til viðvörunar og sagði, að þarna sæi hann sjálfur, að þetta væri illur andi að sitja um hann, og langaði sem fyrst að ná í sál og líkama eftir illt og iðrunarlaust líferni. Hrólfur bað prest að biðja fyrir sér og lofaði bót betrun, og við það skildu þeir. Varð Hrólfur allur annar og betri maður (Fr. E.) ER ÉG NOKKUÐ FYRIR YKKUR? Maður hét Vigfús og átti heima suð- ur í Garði. Hann var ráðinn í kaupa- vinnu upp í Borgarfjörð, og ætlaði að fara á báti alla leið, valdi hagstætt veður, hvíldi sig á leiðinni og lagði sig til svefns í bátnum. Svo bar það við, að menn voru í fiskiróðri vestur á Sviði, og sáu mannlausan bát á reki. Fóru þeir því að forvitnast um bát þenna og reru að honum, en þá reis maður upp í bátnum og spurði, hvort hann væri nokkuð fyrir þeim, og ef svo væri, skyldi hann færa sig til, lagði síðan út árar og reri snertu- spöl frá þeim og lagðist svo fyrir aft- ur. Þetta var Vigfús. (Sögn ísleifs Gíslasonar). ALDUR REYKJAVÍKUR Jón prófastur á Stafafelli færði rök að þvi (Tím. XVIII) að Ingólfur Arnar- son mundi hafa komið alfarinn til íslands 871, en tekið sér bústað í Reykjavík 874. Á þessa skoðun hefir og dr. Finnur Jónsson fallizt. Eftir því á Reykjavík 1080 ára afmæli á sumri komanda.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.