Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1953, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1953, Blaðsíða 1
43. tbl. XXVIII. árg. Sunnudagur 6. desember 1953 Alssoim MEÐ leikriti sínu „Fjalla-Ey- vindur“ hefir Jóhann Sigur- jónsson gert Arnes Pálsson frægan, svo að hvert manns- barn á landinu kannast við þennan mann, er nú hefir leg- ið undir gleymdu leiði í gamla kirkjugarðinum í Reykjavík í nær hálfa aðra öld. Gísli Konráðsson ritaði sögu þeirra útilegumannanna Fjalla-Eyvindar, Höllu, Arnes- ar, Abrahams og Hjartar og úr þeirri sögu mun Jóhann hafa tekið uppstöðuna í leikrit sitt. Þó kemur þar ekki jafn glöggt fram eins og hjá Gísla hinn ævintýralegi ferill Arn- esar, því að örlög þeirra Höllu og Eyvindar skyggja þar á. Hjá Gísla verður Arnes engu síður merkilegur mað- ur en Fjalla-Eyvindur. Þyk- ist Gísli geta rakið með meiri vissu sögu hans og þau ævin- týr, sem hann rataði í. En þó er auðfundið að á mörgu þessu er ósvikinn þjóðsagna- blær, og sést á því að ýmsar sögur hafa um Arnes gengið manna á. meðal og Gísli tínt flest til er hann festi hönd á. Þykir mér hlýða að rekja hér fyrst sögu Arnesar, eins og Gísli hefir sagt hana, og þó aðeins í ágripi, vegna þess að annars yrði hún of löng. En sagan er á þessa leið: FRÁSÖGN GÍSLA UM ÆVI ARNESAR Svo er sagt, að Arnes hafi þegar í æsku verið óþýður og grimmur í skapi og fégjarn mjög. Að útliti var hann lág- ur vexti og þrekinn, kringlu- leitur í andliti og þó kinn- beinahár, hökustuttur, snar- eygur og dökkeygur, svartur á háralit og völumæltur. Snar var hann og manna fóthvat- astur, svo að fáir hestar mundu hann á hlaupi taka. Þegar Arnes var um tví- Andrés Björnsson sem Arnes í „Fjalla-Evvindi“ tugt vantaði bónda nokk-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.