Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1953, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1953, Blaðsíða 2
736 LESBOK MORGUNBLAÐSINS urn tvo sauði af fjalli. Gengu þeir í Krýsivíkurfjöll- um og voru svo styggir að þeir náðust ekki. Hét bóndi þá að sá skyldi fá annan sauðinn, sem báð- um næði. Arnes fór þá eftir vetur- nætur að leita þeirra og elti sauð- ina lengi í fjöllunum. Að lokum gat hann flæmt þá norður á Mos- fellsheiði og náði þeim þar. Flutti hann þá svo heim og slátraði báð- um án vitundar bónda. Þetta frétt- ist og heimti bóndi af Arnesi gjald fyrir annan sauðinn, en Arnes svaraði illu einu. Þó sá hann sitt óvænna og næsta sumar fór hann að heiman og komst í kaupavinnu austur í Fljótshlíð. Féll þá sauða- málið niður. Síðan var Arnes í ýmsum stöðum í „yfirhylmings lausamennsku“ og græddust hon- um peningar. Á einhverju hausti er hann kom úr kaupavinnu, var hann grunað- ur um stuld á mókollóttri á og gat ekki hreinsað sig af því. Fór hann þá austur á land og helt sér uppi á smíðum og reri þess á milli eða gætti fjár fyrir menn, en hvergi staðfestist hann, og hvarf svo að enginn vissi hvað um hann hafði orðið. Á Alþingi' 1756 lét Arnór sýslu- maður í Borgarfjarðarsýslu lýsa Arnesi sem strokuþjóf. — ★ — Um þessar mundir var litunar- hús verksmiðjanna í Reykjavík inn við Elliðaár og var umsjónarmað- ur þess józkur maður, Hans Niel- sen að nafni. Nú er það einn morg- un, er hann kemur í litunarhúsið snemma, að hann sér þar sofandi mann og poka hjá honum. Nielsen greip pokann og hljóp með hann heim til sín, en sendi hraðboða nið- ur í Reykjavík að safna liði. Það var Arnes, er í litunarhúsinu svaf. Vaknaði hann við vondan draum er pokinn var á burtu og elti Niel- sen heim til hans og krafðist þess að fá poka sinn. En Nielsen hafði sett járnkarl þvert um dyr og neit- aði að afhenda pokann. Sá Arnes þá hvar mannfjöldi kemur frá Reykjavík og stefnir á bæinn. Voru þeir 30 saman og aðallega vefarar verksmiðjanna. (Þeir voru að vísu aldrei nándar nærri svo margir). Sá Arnes nú að brögð voru í tafli og varð reiður. Reif hann járn- karlinn úr dyrunum, snaraðist inn og hrifsaði pokann af Nielsen. Tók hann svo á rás suður holt og hæð- ir. Hinir eltu hann að Hofstöðum og þaðan suður í Garðahraun, en þar skildi með þeim og hvarf Ar- nes í hraunið. Daginn eftir var safnað enn fleiri mönnum og leit- að um allt hraunið, en ekki fannst Arnes. En það er af Arnesi að segja, að hann faldi poka sinn vandlega í hrauninu og flýtti sér á burt. Fór hann þaðan upp í Akrafjall og lagðist þar út. Urðu menn brátt varir við þjófnað og gripdeildir og urðu þess vísari, að útileguþjófur var kominn í fjallið. Var þá safnað saman bændum úr öllum næstu hreppum, og að ákveðinni stundu slógu þeir hring um fjallið. Arnes varð var við mannaferðina og þótti nú óvænkast ráð sitt. En það varð úrræði hans, að hann laumaðist í flokk leitarmanna og þóttist vera einn af þeim. Leitaði hann ákaflega með þeim lengi dags, en er kvöld var komið gafst honum tækifæri að laumast burtu og tók hann svo á rás þaðan. Leitarmenn fundu bæli hans í fjallinu og hirtu allt sem þar var, en ekki fundu þeir allt, því að svo sagði Arnes seinna frá sjálfur, að hann ætti 18 fjórð- unga af smjöri þar uppi í fjallinu og hefði drepið því niður í kletta- skoru. Þegar Arnes var nú hrakinn úr AkraíjaíU leitaðj hann fyrst upp í Hafnarskóg og hafðist þar við og á Skarðsheiði um sumarið. En þá treystist hann ekki að vera þar lengur. Fór hann þá suður á Kjal- arnes og lagðist í Esjuna. Sást hann þar oft fáklæddur, en hafði at- hvarf hjá Þorkeh bónda í Saltvík. Þarna lá hann úti í Esjunni nær tvö ár. Fundust þá peningar Arnes- ar hjá Þorkeli. Skipaði nú Guð- mundur sýslumaður Runólfsson að grípa þá báða Arnes og Þorkel. Var þá safnað liði og leitað í Esjunni. Fundu leitarmenn þar bæh Arnes- ar, en hann komst undan á handa- hlaupum. Síðan var Þorkell tek- inn. Viðurkenndi hann að Arnes hefði haft athvarf hjá sér lengi og að hann hefði varið 18 dölum fyr- ir hann til þess að kaupa fyrir mat og klæði af ýmsum. En ekki kvaðst hann hafa haft hugmynd um stuldi Arnesar né útilegu. Fyrir þetta var Þorkell dæmdur til kag- hýðingar, brennimerkingar og þrælkunar ævilangt á Brimar- hólmi. Dóminum var skotið til konungsnáðar og 1759 leysti kon- ungur hann frá þrælkun, en hann varð fyrir miklum útlátum. Arnes lét nú fyrir berast á Botns- heiði og var illa staddur, matar- laus klæðlítill og hungraður. Eitt sfrm fór þar maður um, Bergsteinn frá Bræðratungu í Biskupstungum. Ætlaði Arnes að ráðast á hann og ræna hann, en Bergsteinn varð fyrri til að bjóða honum mat og gaf honum auk þess sokka og skó. Eítir þetta fór Arnes norður yf- ir heiðar og komst norður í Húna- vatnssýslu. Segir það helzt af hon- um þar að hann ætlaði að brjótast inn í skemmu á Gilsstöðum í Vatnsdal, en bóndi kom að hon- um. Sá hét Sigvaldi og var ham- rammur. Tók hann gestinn og batt hann við staur, vegna þess að hann vildi ekki segja nafn sitt. Lét Sig- valdi hann standa þar alla nóttina. Daginn eftir var Arnesi svo gengið að hann sagði til sín og beiddist

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.