Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1953, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1953, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 737 vægðar. Aumkaðist Sigvaldi yfir hann og sleppti honum. Þá hafði og Arnes komið um veturinn að Refstöðum í Laxárdal og fengið þar gistingu. Þá nefndist hann Þorsteinn og kvaðst vera úr Eyafirði og á leið til Vestf jarða að vitja arfs, en hefði villst af réttri leið. Hafði hann svo í þeirri ferð stolið sauðskinnum á öðrum bæ og floti á hinum þriðja. — ★ — Um þessar mundir struku þau á fjöll Eyvindur, Halla og Abraham og lögðust út á Arnarvatnsheiði. Þangað komu til þeirra Hjörtur Indriðason úr Árnesþingi og Tukt- hús-Gvendur strokuþjófur. Arnes kom og þangað er hann kom að norðan og slóst í hópinn. En ekki þótti þeim ráðlegt að vera þar svo nærri alfaravegi. Fluttust þau þá fyrst í Surtshelli og síðan upp í Þjófakrók, sem er á milli Baldjök- uls og Eiríksjökuls. Þóttu þá mikil hvörf á fé þar um slóðir. Þá var séra Snorri Björnsson á Húsafelli. Hann var mikill fyrir sér og talinn göldróttur. Hann fór á fund útlag- anna og hótaði að þeir skyldi allir teknir til fanga ef þeir hyrfi ekki þegar úr því héraði. Leizt þeim ráð að verða við því, og sagði Arnes svo frá síðar, að þau færi þá upp á Sand og ausfúr með Kráki á Sandi. Bar þá Eyvindur allan farangur sinn á 2 hestum. Fóru þau svo austur til Búrfjalla og Kerlingarfjalla og taldi Ey- vindur hvergi bústað hentugan nema á Hveravöllum. En fyrir því að hann hafði flúið þaðan áður, og Arnes latti þess mjög að vera svo nærri Kjalvegi, þá heldu þau aust- ur undir Hofsjökul og settust þar að um haustið, en um veturinn hlupu þeir í byggðir til aðdrátta þegar hjarn var. Það kvisaðist nú að útilegumenn væri undir Hofsjökli og kom sá kvittur fyrir Brynjóif sýslumann Sigurðsson í Árnessýslu. Sendi hann um haustið fjölda manna til þess að handsama útileguþjófana. Þeir komu að kofa þeirra Eyvind- ar, en þar var enginn maður. Sáu þeir þá hvar 4 eða 5 fjallabúar sóttu upp á jökulinn. Voru það Eyvindur og Halla og barn þeirra, Arnes og Abraham. Byggðamenn veittu þeim eftirför, en Eyvindur varði undanhaldið með því að leysa klakastykki upp úr jöklinum og slöngva þeim að byggðamönn- um. Var hann hæfinn með slöngu og lá þeim við meiðingum eða bana, og við það skildi með þeim. En byggðamenn eyðilögðu kofa fjallabúanna og allt sem þar var. Þegar svona var komið sagði Eyvindur þeim Arnesi og Abra- ham upp vistinni og sagði Arnes seinna, að hann héfði aldrei átt jafn bágt sem þá. Flæktist hann þá fyrst um fjöll, þar til hann kom í Ódáðahraun. Var hann þá að skyggnast þar um og rakst þá á kotbæ í hrauninu. Hurð stóð í hálfa gátt, svo að hann gekk inn. Hitti hann þar gjafvaxta stúlku, sem var að sjóða silung í potti. Kvaðst hann vera förumaður og beiddist gistingar. Voru þar í öðr- um kofa maður og kona við aldur og leyfðu þau gistinguna. Um kvöldið komu þrír ungir menn með stórar silungabyrðar. Voru þetta synir karls og kerlingar, en stúlk- an systir þeirra. Ekki vildi karl leyfa Arnesi vetrarvist, nema hann legði 20 sauði á borð með sér, því að svo mikið legði hann handa hverjum heimamanni. Arnes kvaðst ekki hafa sauðina nema að stela þeim, og kvað karl sig það engu skifta. Þarna kvaðst Arnes hafa verið fjögur misseri, en að lokum gert bóndadóttur ólétta og hefði hún þá ráðið sér að flýa. Hefði karlssynir elt sig, en hann loks komiztundanáhandahlaupum. Eftir það ráfaði hann víða um fjöll og lifði það sumar á rótum og grösum, en er haust var komið var hann matarlaus og sá ekkert á fjöllum og afréttum, er hann fengi náð, og það þó verst að hann var orðinn skólaus og gekk á ber- um fótum. Vissi hann nú ekki hvað til bragðs átti að taka. Maður hét Páll og bjó í Úthlíð í Biskupstungum, lítill vexti en manna knástur. Páll reið litlu fyrir veturnætur, eða um það leyti, norður á heiðar í hrossaleit með 2 hesta til reiðar og vel út búinn að nesti og öðru. Sá Arnes til ferða hans úr hraungjótu sinni og hugð- ist nú vinna á honum og ná plögg- um hans, enda helt hann að þetta væri unglingur. Hljóp Árnes nú í veg fyrir manninn, þótt hann ætti erfitt um hlaup, berfættur og hungraður. Páll sá til ferða hans og stöðvaði hest sinn, en þá dignaði hugur Arnesar, er hann sá mann- inn bíða. Sá Páll þá hver maðurinn var og hvernig hann var við kom- inn. Aumkaðist Páll yfir hann, leysti til ferðatösku sinnar og kast- aði niður nokkru af nesti, tvennum sokkum og nýum leðurskóm. Síðan reið hann leið sína án þess að yrða á Arnes. Varð Arnes þessu afar feginn, sem von var, og hvað sér hafa fengið allmikils góðverk það, er hann hafði farið að Páli með illum hug og með laghníf í ermi sinni. Eftir þetta fór Arnes norður fjöll og vestur. Hitti hann þá Hjört og gerðu þeir félag með sér. Abra- ham hitti þá einnig og slóst í hóp- inn. Fóru þeir á Strandir og bauð Arnes fjárgeymslu á Munaðarnesi, kvaðst hafa hrakizt með þessum frændum sínum úr Múlaþingi vegna harðinda. Bóndi þáði boð hans og voru þeir félagar með honum eða öðrum bændum, ýmist á Dröngum, Drangavík, Ófeigs- firði eða Ingólfsfirði og víðar, gættu fjár og reru til fiska, eða

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.