Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1953, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1953, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS t 739 ust og Arnes með þeim, er sagt að þau hafi öll verið dæmd í t.ugt- húsið í Reykjavík. Hafi þau þó sloppið Eyvindur og Halla, en Ar- nes var fluttur suður og var í tugt- húsinu um hríð og var hafður þar í miklum metum hjá hinum saka- mönnunum og jafnvel hjá yfir- mönnunum sjálfum. Arnes var dylgjufullur og dulur og hafði það í skopi að helsingjar flygi af landi burt á vetrum, en vildi þó ekki segja hvar þeir hefðist við. En hve- nær þeir Eyvindur hafi slitið félag sitt, eða hvernig það hafi atvikazt, kunnum vér ekkert frá að segja. Enn má geta þess að í Árbókum í ÞJÓÐSKJALASAFNI eru geymd málsskjöl með Alþingisdómi yfir Arnesj Pálssyni 1765. Eru í skjöl- um þessum dregnar fram allar ávirðingar hans, þær er réttvísin hafði fengið grafið upp, og má því telja þau tæmandi skrá um allar þær sakargiftir, er á hann voru bornar. En jafnframt er þar ævi- ferilsskýrsla Arnesar þann tíma er hann fór huldu höfði, en það var um 9 ára skeið. Þetta eru opinber- ar heimildir, og einu heimildirnar, sem nokkuð er á að treysta, þegar segja skal sögu Arnesar. — ★ — Hann var íæddur á Seltjarnar- nesi og ólst þar upp. Telur Hanncs dr. Þorsteinsson líklegast að hann hafi fæðst 1719, og því verið fimm árum yngri en Fjalla-Eyvindur, en engar kirkjubækur eru til frá þeim tíma og þar sem aldurs Ar- nesar er getjð annars staðar, þá er það allt á reiki og ekkert á það að treysta. í yíirheyrslu 1765 er hann Espholins stendur svo við árið 1775: „í þann tíma er hér var komið, lágu þjófar úti á fjöllum, Eyvindur er slapp frá Halldóri Jakobssyni og Halla kona hans, Abraham og Arnes, og lá Arnes lengi úti“. Um þessa frásögn er það að segja að „þegar hér var komið“, þ. e. 1775, hafði Arnes setið í 9 ár í tugt- húsinu í Reykjavík. Og með öllum þessum sögnum, sem hér hafa verið raktar, er það sameiginlegt að þær eru rangar í höfuðatriðum, því að Arnes Pálsson var aldrei á fjöllum með þeim Eyvindi og Höllu. Verð- ur að þessu vikið í næsta kafla þar sem saga Arnesar verður rakin svo sönn sem heimildir leyfa. talinn 37 ára eða fæddur 1728 og samkvæmt manntali Reykjavíkur 1784—1804 skakkar svo á aldri hans að stundum ætti hann að vera fæddur 1709, stundum 1719 og svo þar í milli. 1784 er hann talinn 65 ára, en 8 árum seinna er hann orð- inn 78 ára, og fimm árum eftir það er hann orðinn 88 ára. — Telur Hannes Þorsteinsson að hann muni sjálfur hafa hækkað aldur sinn vís- vitandi til þess að reyna að losna fyr úr tugthúsinu. Einkennilegt er það, að seinustu árin yngist hann samkvæmt manntalinu, talinn 93 ára 1803, en aðeins 90 ára árið eftir. Um ætterni hans er ekki vitað og engar sögur fara af honum fyr en hann er þrítugur. Þá kemst hann fyrst í kast við réttvísina og hinn 3. júlí það ár hefur Jón Oddsson Hjaltalín sýslumaður kveðið upp yfir honum svolátandi dóm: „Arnes Pálsson, sem hér fyrir réttinum hefur játað á sig stohð hafa trafi frá Þuríði Guðmunds- dóttur, vinnukonu Páls Jónssonar, hvert af réttinum álitið er 1,2 fjska virði, skal missa sína húð í íangelsi og betala ígjald og tvígjáld til Þuríðar, það er 36 fiska“. Síðan er þess getið að refsingin hafi verið á lögð. Árið eftir er Arnes vinnumaður í Bygggarði hjá Tómasi nokkrum Magnússyni og flyzt með honúm þá um vorið að Saltvík á Kjálar- nesi, og árið eftir, 1751, upp á Akra- nes, og mun Tómas hafa búið þar í Innra-Hólms hverfi. Árið 1755 er Arnes grunaður um sauðaþjófnað. Þingaði Arnór Jónssón sýsliimáð- ur Borgarfjarðarsýslu í því máli 4. nóvember. Þar játaði Arnes á sig, að hann hefði stolið þrevetrum hvítum sauð af Jóni SigúrðsSýhi í Garði. Var Arnes þá enh vinnu- maður hjá Tómasi og Gróu Eyleifs- dóttur konu hans og er svó að sjá sem konan hafi verið í vitorði méð honum. — ★ — Leið nú veturinn, en snemma um vorið hvarf Arnes. Vildi hann ekki eiga það á hættu að vera dæmdur til þrælkunar. Lét sýslumaður lýsa honum á Alþingi þetta sumar og var yfirvöldum skipað að grípa hann hvar sem hann fyndist. En það er af Arnesi að segja að hann lagði land undir fót og létti eigi fyr en hann kom að Skaga í Dýrafirði. Þar komst hann í skip- rúm á inntökuskipi og var eigandi þess Jón Jónsson fálkafangari sem þá átti heima á Melgraseyri við ísafjarðardjúp. Þarna var Arnes 9 eða 10 vikur og nefndist Jón Árna- son. Þaðan fór hann til Bjarná bónda Ólafssonar í Gervidal í Isa- firði og var hjá honum í 17 vikur, eða fram að jólaföstu. Þá gat Bjarni ekki haldið hann lengur vegna fátæktar. Fór Afnes |>á liórð- ur til Aðalvíkur og nefndist 'én'n Jón Árnason. Var hann þar á ílakki um sveitina fram á vetur. Saga Arnesar rneðan hann fór huldu höfði

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.