Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1953, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1953, Blaðsíða 6
740 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Þá var séra Snorri Björnsson prestur að Stað og var það seinasta árið hans þar, áður en hann fekk Húsafell í Borgarfirði. Hann fekk nú Arnes til þess að fara fyrir sig um veturinn með bréf suður til Borgarfjarðar, sennilega vegna þess að hann bjóst við að flytjast þangað með vorinu. Sýnir þetta að jafn mætur og mannglöggur maður eins og séra Snorri var, hefur borið traust til Arnesar, og ber það vqtt þess að hann hafi komið sér vrel í sókn séra Snorra. Fór Arnes nú með bréfið „suður yfir Hvítá“, eins og hann komst að orði. Síðan fór hann vestur aftur og kvraðst bá hafa verið 14 eða 15 vikur hjá bóndanum í Hælavík, sem Stefán heiti og sig minni að sé Þórarins- son (hann var Benediktsson). Um Jónsmessuleytið vorið 1757 fer hann svo aftur suður til Borgar- fjarðar og er ekki kunnugt hvað honum hefur gengið til þess, eða hvort hann hefur átt nokkurt er- indi þangað. En geta má þess að mikill bjargræðisskortur var þá og hrundi fólk víða niður úr hungri. Má vera að Arnesi hafi ekki þótt björgulegt þar vestra. Lagði hann nú land undir fót og létti ekki fyr en hann kom að Más- stöðum í Akraneshreppi. Þar var kunningjafólk hans og dvaldist hann hjá því á laun í 5 eða 6 vikur. Þaðan fór hann að Móakoti. Þar bjó kona, er Guðrún Benedikts- dóttir hét með syni sínum, Helga að nafni. Hafði Arnes nú athvarf þarna um hríð, en þorði ekki að vera heima þar á daginn, heldur var þá í felum í Akrafjalli. Þegar hann var spurður um það fyrir rétti á hverju hann hefði lifað þann tíma, sem hann var þar, svaraði hann, að það hefði aðallega verið blautur fiskur, sem Móakotsfólkið hefði gefið sér, en líka hefði þeir Helgi stolið 8 íullorðnum sauðum í Akrafjalli. Einnig kvaðst hann hafa farið um nótt í hús á Innra- Hólmi og náð þar mjöli í skjóðu og ennfremur fimm hörðum fisk- um niður við sjóinn. Hann var spurður hvort hann hefði verið vopnaður, en hann kvaðst ekki hafa haft annað en broddstaf og lítt nýta handöxi, sem þeir Helgi hefði notað til þess að brytja niður skrokkana af sauðunum. — Menn urðu fljótt varir við fjár- hvörf í fjallinu og beindist grunur að þeim Móakotsmæðginum. Voru þau gripin og er til framburður þeirra fyrir aukalögþingi í Reykja- vík 19. september 1757. Þau sögðu að Arnes hefði hafzt við í Illu- skorugili í Akrafjalli, en komið til sín fyrir víst 9 sinnum og ætíð fær- andi hendi. Tvisvar kvaðst Helgi hafa farið í fjallið með honum til að ná í sauðina og svo hefði þau öll hjálpast að því að flytja slátrið og kjötið heim að Móakoti. Þetta hefði verið 2—4 vetra sauðir. — Arnes neitaði því alltaf statt og stöðugt fyrir rétti að hann hefði legið úti í Akrafjalli. Hann kvaðst hafa sofið á bæum hverja nótt. Og ekki kvaðst hann vita hvar Illu- skorugil væri.----- — ★ — Ekki var Arnes heima er þau Móakotsfeðgin voru gripin. En nú leizt honum ekki á að vera þarna lengur. Helt hann þá inn með Hval- firði og var á ýmsum bæum tíma og tíma, svo sem Botni, Hvítanesi, Skorhaga, Brekku og Sjávarhóla- koti. Lengst var hann á Brekku á Kjalarnesi og var þá korpið langt fram á haust. — Meðan hann var þarna var það eitt kvöld að hann gekk fram að Brautarholti. Þar bjó þá Þorvaldur lögréttumaður Ein- arsson hinn ríki. Þar logaði ljós í stofu og sá Arnes að gestir voru komnir. Gekk hann þá að kirkj- unni og fann að hún var opin og gekk þar inn. í kirkjunni átti Þor- varður geymt peningaskrín sitt. Var það læst, en svo óvarlega var frá gengið, að lykillinn stóð í skránni. Hirti þá Arnes þarna 50 peninga, aðallega krónur og spesí- ur. En þar var mikið meira, tveir pokar fullir af peningum, nokkrir lausir peningar í skríninu, silfur- skeiðar og staup. Það skildi Arnes eftir. Læsti hann svo skríninu aftur og lokaði kirkjuhurð eins og hann hafði komið að henni. Einhvern tíma seinna varð Þorvarður þess var, að honum höfðu horfið pen- ingar úr skríninu, en hann gerði enga rekistefnu út af því, og komst þetta ekki upp fyr en Arnes játaði á sig þjófnaðinn nokkrum árum seinna. Ekki vildi Arnes láta bóndann á Brekku vita neitt um þennan stuld og gerðist nú stutt í veru hans þar eftir það. Var nú komið fram í lok októbermánaðar. Þá bjó á Hofstöðum í Garða- hreppi á Álftanesi Þorkell, sonur Tómasar Magnússonar fyrverandi húsbónda Arnesar. Til hans leitaði Arnes nú og bað hann að leyna sér. Hefur eflaust verið vinátta með þeim áður. Kvaðst Arnes hafa fé fyrir sig að leggja og fekk honum 10 eða 12 peninga til að kaupa fyrir mat og klæðnað. Voru það aðallega sléttir dalir en þó nokkrar heilar spesíur. Síðan var Arnes þarna hjá þeim hjónum fram á vetur og fór aldrei út fyrir húsdyr. Þaðan fór hann alfarinn að næt- urlagi og gekk beint af augum að Elliðaánum og kom að litunarhús- inu. Sagði hann sjálfur svo frá því: — Ég fór inn um opinn glugga á farvarahúsinu og lagði mig þar í rúmflet. Skammt þar eftir kom bóndinn Hans Nielsen og náði þeim poka, er ég hafði meðferðis og hafði lagt í gluggatótt farvarahússins, svo ég náði honum aldrei aftur þó peninga fram byði. Þaðan fór ég strax aftur að Hofstöðum og sagði

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.