Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1953, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1953, Blaðsíða 8
742 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS JofuridlífBjarnason. Jón Einarsson. Ólafur Guðmundsson. Eiríkur Eyólfsson. Jón Pétursson. Jörundur Ásbjörnsson. Sveinn Alexíusson. Jón Bjarnason. Jón Alexíusson. Guðmundur Erlendsson. Arngrím- ur Árnason. Hallur Eyólfsson. Jón Halftfarðsson. Síðan eg sá Arnes Pálsson veit eg ei annað erf‘‘ofanskrifaðan vitnis- burð að staðfesta með mínu nafni Grímur Alexíusson. Hér hafa þá 20 búendur í Árnes- hreppi gefið honum góðan vitnis- blrfð og þar á meðal eru þeir Jón Pétursson og Hallvarður Hallsson, mennirnir ér hann kom fyrst til vestan af Hrafnsfjarðareyri. Það tókst nú svo óhönduglega til hjá Halldóri sýslumanni, að Ey- vindur og Halla sluppu bæði úr varðhaldi hjá honum um sumarið. Fyrir það var Halldór sviftur sýslu -mannsembætti um hríð, en Jón Jónsson á Broddanesi settur sýslu- maður í hans stað. En áður en það yrði hefur Arnes verið tekinn fast- ur. Sést það á Alþingisdómi, kveðn- um upp yfir Halldóri Jakobssyni 1765, en þar segir svo: -— Sýslumannsins Halldórs Jak- obssonar forsómunarsemi í því, að halda þá Delinqventa, sem í hans tiltrúuðu sýslu eru fundnir, sér- deilis Eyvind Jónsson og Höllu Jónsdóttur, í tilhlýðilegu fangelsi, hvar fyrir þau sömu annaðhvort fyrir sýslumannsins hjáhliðran eða tilstilli úr hans haldi aftur burtu strokin, er. nógsamlega með vitn- um bevísað.--------En so vidt sem Delinqventinn Arnes Pálsson snert -ir, þá hefur sýslumaðurinn bevís- að sig að hafa afhent þann sama arresteraðan til þess konstitueraða sýslumanns í Strandasýslu, Jóns Jónssonar, og er altso í þeim pósti fríkenndur fyrir víðari tiltale.- Arnes hefur verið tekinn fastur sumarið 1764, eða ári eftir að þau Eyvindur og Halla struku frá Hall- dóri sýslumanni. Ekki verður nú séð hvernig á því stóð að sýslu- maður hafði höndur í hári Arnesar. Ekki hefur það þó verið vegna þess, að Arnes hafi gert neitt af sér í sýslu hans, en einhvern veginn hef- ur það komizt upp, að hann var sá Arnes Pálsson, sem lýst var eftir á Alþingi 1756. Um sama leyti miss- ir Halldór sýsluvöld og því sendir hann Arnes til hins setta sýslu- manns, Jóns á Broddanesi, eins og segir í Alþingisdómnum hér að framan. En nú bregður undarlega við, því að í stað þess að fara með Arnes sem hættulegan fanga, skrifar Jón sýslumaður eftirfarandi upp á vott- orð það, sem Arnes hafði fengið hjá búendum í Árneshreppi: — Ofanskrifaður vitnisburður er í alla staði, það frekast mér vitan- legt er, sannferðugur. Hefur nefnd- ur Arnes Pálsson á næstliðnu vori (þ. e. vorið 1764) hér um mánaðar tíma gengið sem frí maður til allr- ar þjónustu hjá forrige sýslumann- inum Halldóri Jakobssyni. Datum Broddanesi 22. ágúst 1764 Jón Jónsson. Síðan sendir hann Arnes til Jóns Guðmundssonar í Skálholtsvík og biður nafna sinn að geyma hann þangað til hann verði sendur suður. Og áður en Arnes færi þaðan, fær hann eftirfarandi vottorð: Arnes Pálsson hver í minni vöktun verið hefur eftir bón og befaling sýslumannsins Jóns Jóns- sonar, um fyrrverandi 3 vikna tíma, hefur sér frómlega og meinlauslega hagað. Til merkis mitt nafn að Skálholtsvík þann 6. október 1764. Jón Guðmundsson. Og neðan við þetta vottorð koma svo eftirfarandi vottorð, sennilega gefin af búendum í Kollafirði eða Steingrímsfirði: — Ekki vissum við annað til Arnesar Pálssonar þann tíma sem hann hér inn fluttist, en hann hag- aði sér skikkanlega, bæði í orðum og verkum. Vitna undirskrifaðir Jón Sveinsson. Ólafur Þórðarson. Einar Þórðarson. Framanskrifuðu til staðfestu þann litla tíma við með har.n höndluðum var hann hinn þægasti. Ólafur Sveinsson. Sighvatur Ólafsson. — ★ — Nú er Arnes sendur suður til sýslumanns Borgfirðinga, Jóns Eggertssonar, í Höfn í Melasveit, en hann sendi hann áfram til Guð- mundar sýslumanns Runólfssonar á Setbergi. Guðmundur yfirheyrði hann í Reykjavík 20. október 1764 og sagði þá Arnes sögu sína eins og að fram- an greinir, nema hvað hann kann- aðist ekki við peningaþjófnaðinn í Brautarholskirkju. Þegar sýslu- maður spurði hann hvar hann hefði fengið peninga þá, er hann kom með að Hofstöðum, þá laug Arnes upp ævintýralegri sögu um það, og var hún á þessa leið: — Peningana fekk ég norður I Hælavík sumarið áður en ég kom að Hofstöðum. Þar kynntist ég manni, sem Þorsteinn hét og kvaðst vera ættaður úr Skaftafellssýslu. Hann var roskinn maður að aldri og einsýnn og hafði verið sigamað- ur nokkur sumur í Látrabjargi og síðan á Horni. Hann hrapaði til bana í bjarginu vorið eftir að við skildum. Hann gaf mér þessa pen- inga og kvaðst hafa fundið þá norð- ur á Almenningum hjá mosavöxn- um mannsbeinum. Kvaðst hann hafa hirt alla peningana og borið þá heim í hlíðina fyrir ofan bæinn í Hælavík og falið þá þar í holu. Hann sýndi mér felustaðinn um sumarið og handlékum við þá pen- ingana, en að skilnaði gaf hann mér

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.