Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1953, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1953, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 743 þá og ég sótti þá í holuna. Þarna voru engir smápeningar líkir þeim, sem nú eru farnir að ganga, heldur heilir og hálfir peningar og rigsort- specie, ennfremur heilar og hálfar krónur. Ekki mun Þorsteinn hafa lýst peningunum, og ekki hef ég sjálfur lýst þeim, hvorki á Hof- stöðum né annars staðar. — Að þessari yfirheyrslu lokinni var Arnes sendur sýslumanni Borg- firðinga að nýu, og var yfirheyrður á Leirá 24. október. Og nú viður- kennir hann þjófnaðinn úr Braut- arholtskirkju hispurslaust og vafn- ingalaust og segir söguna um það eins og hún er sögð hér að framan. Annars bar alveg saman framburði hans í Reykjavík og á Leirá, og þann framburð staðfesti hann tví- vegis síðar fyrir rétti, og seinast á Alþingi. Varð hann aldrei tvísaga og í engu skeikaði honum nema fyrstu sögunni um peningastuld- inn. — Við fyrsta réttarhaldið í Reykjavík var hann spurður að því hvort hann hefði nokkuru sinni lagzt út á f jöll, eða lagt lag sitt við útilegumenn. Þessu neitaði hann algjörlega og kvaðst aldrei hafa legið úti, ekki einu sinni á meðan hann var í Akrafjalli, því að þá hefði hann sofið hverja nótt á bæ- um. Og ekkert kvaðst hann vita til útileguþjófa á fjöllum. Var hann síðan margþýfgaður um þetta, en neitaði alltaf harðlega. — Hann kvaðst aldrei hafa stolið neinu á Vestfjörðum, og seinasti þjófnaður sinn væri er hann tók peningana í Brautarholti. Þegar þess er nú gætt hvað Arnes játaði fúslega á sig sauða- þjófnað hvað eítir annað, þá hefði honum tæplega átt að blöskra að viðurkenna að hann hefði lagzt út á fjöll, ef svo heiði verið. En hann er heldur aldrei um það sakaður, hvorki í héraði né á Alþingi. Rétt- vísin mun hafá talið að hann segði það satt, að hanii hefði aldrei lagzt út og aldrei átt samneyti við úti- legumenn. í næsta kafla verður svo reynt A R N E S var dæmdur á þingi á Esjubergi 17. júní 1765 af Guð- mundi Runólfssyni og 8 meðdóm- endum. Voru það bændur af Kjal- arnesi, Jón Þorleifsson á Esjubergi, Þorlákur Gestsson á Skrauthólurn, Páll Jónsson í Mýrarholti, Árni Gestsson á Sjávarhólum, Magnús Bárðarson á Vallá, Þórhalli Árna- son í Sandvík, Vigfús Illugason hjáleigubóndi á Hofi og Einar nokkur Björnsson, sem ég veit ekki hvar átt hefur heima. Sækjandi í málinu var Þorlákur Gestsson eldri, hreppstjóri á Móum, en verj- andi Arnesar var Oddur Hjaltalín lögréttumaður. Verjandi benti á, að enginn þjófnaður hefði sannazt á Arnes, heldur lægi aðeins fyrir einfeldnis- leg játning hans, en það megi ekki sakfella hann á því. Það sé því ekki hægt að dæma hann fyrir annað en flakk, þau árin sem hann geti eigi sannað, að hann hafi verið í vist, o^ eru það árin, sem hann dvaldist í Ísaíjarðarsýslu, því að um veru sína í Strandasýslu hafi hann vitnisburði nokkurra bænda, sem hinn setti sýslumaður hafi staðfest. Dómurinn varð þó á þessa leið: „Jafnvel þótt ekkert af þeim stolnu hlutum, hvorki fé né pen- ingar, kunni fyrir þennan rétt að íramvísast né taxerast, samt er af Processsinum og Delinqventins stöðugu játun auðsjáanlegt, að þeir hlaupa sig til stórþjófnaðar, hvar fyrir undirskrifaðra sameiginlegur dómur er: Að Arnes Pálsson skal fyrir soddan sinn jataðan og með- að sýna fram á að sögurnar um úti- legu hans með Fjalla-Eyvindi hafa ekki við nein rök að styðjast. genginn stórþjófnað kagstrýkjast og brennimerkjast á ennið, samt erfiða í því íslenzka tugthúsi í járnum sína lífstíð“. Sýslumaðurinn spurði hvort nokkur gæti gefið upplýsingar um að Arnes ætti eitthvað er kóng- legri Majestæt kynni að tildæmast, hverju allir neituðu. — Dómur þessi kom fyrir Alþingi 6. júlí og segir svo í Alþingisbók- inni: „Upp á Delinqventsins Arnes- ar Pálssonar vegna, mætir eftir herra Amtmannsins Ordre sýslu- maðurinn Þorlákur Guðmundsson (faðir Jóns skálds á Bægisá) og uppástendur hið sama sem Delin- qventsins procurator í héraði, nefnilega: Að hann ei sé yfirbevísaður í þjófnaði utan eftir sinni eigin með- kenningu, sem ekki accorderi við Forordningu af 21. maí 1751. Og í annan stað með því hann með svo lostugri og ljúfri meðkenningu þessa þjófnaðar hefur sjálfkrafa sig fram gefið til þess sem á hann kynni lagt verða, og þar hjá fengið aðskiljanlega vitnisburði upp á hans skikkanlega hegðan frá þeim stöðum, sem hann siðan þjófnaður- inn skeði dvalið hefur, hvar með hann sýnt hafi afturhvarf og iðr- unarmerki fyrir sínar áður gerðar yfirsjónir, so óskar sýslumaðurinn Þorlákur að hans sök mætti til lin- unar og formildelse hans kónglegu Majestæt allra undirdánugast re- fererast.“ Lögmennirnir, Sveinn Sölváson og Björn Ivíarkússon, staðfestu her- Arnes var aldrei á fiöllum með Eyvindi og Höllu >

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.