Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1953, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1953, Blaðsíða 10
744 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS aðsdóminn, en skutu honum þó til konungs náðar. Með konungsbréfi 11. apríl 1766 var dómurinn mildaður þannig, að Arnesi var hlíft við brennimerk- ingu, en að öðru leyti skyldi dóm- urinn standa. Kom Arnes svo í hegningarhúsið á Arnarhóli 2. júlí 1766 og var þar í 26 ár. — ★ — Af dómskjölum má sjá, að sakar- giftirnar gegn Arnesi eru þessar: Stuldur á hvítum sauð frá Jóni í Garði árið 1755, sauðaþjófnaður og annar þjófnaður meðan hann var í Móakoti 1757 og peningaþjófnaður í Brautarholti sama ár. Honum er ekki gefið að sök að hafa lagzt út í Akraf jall, né heldur að hann hafi lagt lag sitt við útilegumenn. Og í yfirhevrslunum var aldrei minnzt einu orði á þau Fjalla-Eyvind og Höllu. Virðist það þegar benda til þess að þá hafi enginn haldið að hann hafi lengi verið förunautur Fjalla-Eyvindar, eins og séra Jón Yngvaldsson segir. Arnes viðurkenndi að hann hefði verið vinnumaður hjá Eyvindi um þriggia ára skeið meðan hann bjó á Hrafnsfjarðarevri, en svo hafi Evvindur strokið og lagzt út 1761 (líklega um vorið). Enginn vefeng- ir þetta og virðist því mega álykta, að yfirvöldum hafi verið kunnugt um að þetta var rétt um Eyvind, að hann lagðist út 1761. Nú er talið, að Eyvindur hafi fyrst verið á Hveravöllum, eða haft þar bækistöð sína fyrsta útlegðar- veturinn. En „enga hæfu halda gamlir Skagfirðingar á því, að Ar- nes væri þar nokkuru sinni með Fjalla-Eyvindi“, segir Gísli Kon- ráðsson, þrátt fyrir það þótt hann vilji spyrða þá saman. Haustið eftir, 1762, flæma Árnes- ingar Eyvind og Höllu úr hreysi sínu undir Arnarfelli og brenna kofann. Gísli segir að þeir Arnes og Abraham hafi þá verið með þeim, en það fær ekki staðizt þeg- ar litið er á skýrslu Brynjólfs sýslu -manns, er segir að byggðamenn hafi aðeins fundið slóðir eftir tvo menn. Gísli segir einnig að þá hafi Eyvindur sagt Arnesi upp vistinni og hann komist norður í Ódáða- hraun og verið þar 4 misseri og síðan eitt misseri á fjöllum, þang- að til hann hitti Pál í Úthlíð. Og eftir þessu tímatali hefði það átt að vera árið 1765, sama árið sem Arnes er dæmdur á Alþingi, eftir að hafa setið heilt ár í varðhaldi. Er því tímatalið ámóta rétt þarna eins og útilegumannasagan úr Ódáðahrauni, og sagan um að Ar- nes hafi verið með þeim Höllu og Eyvindi undir Arnarfelli. — ★ — Önnur all hastarleg tímaskekkja er hjá Gísla í sögu Arnesar. Hann segir að þegar Arnes var hrakinn úr Akrafjalli 1757, hafi hann verið um sumarið í Hafnarskógi og á Skarðsheiði, og síðan legið tvö ár úti í Esjunni. Hefði hann þá átt að flæmast þaðan haustið 1759 og þá hitta Bergstein frá Bræðratungu á Botnsheiði. En það er fremur ólík- legt að Bergsteinn hafi verið þar á ferð, því að hann hefur þá ekki verið nema á 9. ári (ekki fæddur fyrir 1750, segir dr. Hannes Þor- steinsson). Gísli segir að Arnes hafi komið af flækingi sínum í Húnavatns- sýslu til Eyvindar og Höllu, sem þá voru nýlögst út á Arnarvatns- heiði. Eftir tímatali hans ætti það að hafa verið vorið 1760, eða ári áður en Eyvindur legst út. En það skiftir ekki svo miklu máli. Hitt er merkilegra, að Gísli hefur ekki hugmynd um, að Arnes var hjá Eyvindi á Hrafnsfjarðareyri þegar hann strauk á fjöll, og hafði verið hjá honum vinnumaður í þrjú ár. Ef hann hefði vitað þ$tð, mundi hann ekki hafa þurft að láta Arnes rekast af hendingu til hans á heið- um uppi. Auðveldara hefði verið að segja, að Arnes hefði gert félag við Evvind um að leggjast á fjöll, og þeir hefði strokið saman frá Hrafnsfjarðareyri. En sá orðróm- ur hefur aldrei lagzt á. Gísli hefur ekki heyrt hann, sýslumenhirnir, sem þá voru í Strandasýslu, Borg- arfjarðarsýslu og Gullbringu og Kjósarsýslu og lögmennirnir á Al- þingi hafa ekki heyrt hann. Annars mundi það hafa komið fram í rétt- arhöldunum yfir Arnesi. Vér verð- um því að telja að það sé satt, sem Arnes sagði, að hann hafi ekki vilj- að leggjast út með Eyvindi, en horfið þá norður í Skjaldabjarnar- vík og tekið upp sitt rétta nafn. En það er fleira, sem styður þessa skoðun. Þegar þau Eyvindur og Halla hröktust frá Arnarfelli, flýðu þau norður á Strandir, eins og fyr var getið, og náðust þar skömmu eftir páskana vorið 1763. Þá er Arnes þar fyrir. Um haustið aflar hann sér vitnisburðar 20 bú- enda í Árneshreppi og eru þar á meðal báðir bændurnir í Skjalda- biarnarvík, þeir Jón Pétursson og Hallvarður Hallsson, mennirnir, sem Arnes kvaðst fyrst hafa farið til er hann fór frá Hrafnsfjarðar- evri. Eftir því sem Hallvarði er lýst, mundi hann varla hafa farið að gefa Arnesi meðmæli, hefði hann grunað nokkuð um það, að hann hefði lagzt út með Eyvindi. En hann mátti vel vita um það. Arnes kvaðst hafa komið vorið 1761 í Skjaldabjarnarvík og hafa því liðið tæp tvö ár frá því að þeir Eyvindur skildu á Hrafnsfjarðar- eyri og þangað til Eyvindur var handtekinn á Dröngum, en rúrn tvö ár ætti Arnes að hafa verið í Árneshreppi þegar hann fór að safna undirskriftum á vitnisburð- inn. Nú eru það 20 búendur, sem

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.