Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1953, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1953, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 745 þar skrifa undir, eins og áður er sagt, og verður að ætla að hann hafi dvalizt eitthvað hjá þeim öll- um. Annars hefði undirskrift þeirra verið markleysa. En á því má aftur sjá, að ekki hefur Arnes þurft að vera lengi í hverjum stað til þess að hann hafi sagt satt um dvalar- tíma sinn í Strandasýslu. Sé gert ráð fyrir því að hann hafi komið til Skjaldabjarnarvíkur í öndverð- um júní 1761 þá eru liðnir frá því 30 mánuðir þegar vitnisburðar- skjalið er undirskrifað í Reykjar- firði. Hann hefur því ekki þurft að dveljast nema 6 vikur í hverjum stað að meðaltali. Og það getur tæplega talizt langur vistartími, enda þótt þá væri hart í ári og bændur væri lítt færir um að halda vinnufólk. En þess má hér geta, að Arnes var smiður góður, honum var sýnt um skepnuhirðingu og hann var vanur sjómennsku, hey- skap og öllum algengum sveitar- störfum. Þeir hæfileikar hans gátu vel orðið til þess, að hann hefði stutta vist í hverjum stað og gengi margra á milli. Er líklegt að það sé einmitt skýringin á því hvers vegna svo margir búendur gefa honum vitnisburð. f vörn Odds Hjaltalíns lögréttu- manns er það ekki dregið í efa að Arnes hafi verið í Strandasýslu, eins lengi og hann sagði. því að þar segir: „Um veru sína í Stranda- sýslu hefur hann vitnisburði nokk- urra bænda, sem hinn setti sýslu- maður hefur staðfest" Aftur á móti segir Hjaltalín að bað verði ekki sannað að hann hafi verið í vist þau árin, sem hann dvaldist í ísafjarðarsýslu, og er það ofur skiljanlegt, því að ekki gat hann fengið vottorð frá Eyvindi, sem þá lá á fjöllum. Ber hér því allt að sama brunni um það, að Arnes hafi aldrei verið með Fjalla-Eyvindi á útileguárum hans og allt, sem um það hefur verið sagt og ritað, sé ekki annað en þjóðsögur og munn- mæli. En hvernig stendur þá á því að sögnin um útilegu Arnesar með Fjalla-Eyvindi hefur orðið svo rót- gróin og lífseig? Búast má við, að þar hafi nokkru ráðið um sú vitneskja, að Arnes var hjá Eyvindi á Hrafnsfjarðar- eyri um þriggja ára skeið. Þetta hefur ruglazt í meðvitund manna þannig, að Arnes hafi fvrst komið til Evvindar eftir að hann lagðist út, og það hefur þótt sögulegra og skemmtilegra til frásagnar, þeim er kunnu að færa í stílinn. Einnig má vera að hér hafi það ýtt undir, að Arnes var tekinn á Ströndum skömmu eftir að Eyvindur og Halla voru gripin þar, og að það fvlgdist að á Alþingi, að Halldór Jakobsson sýslumaður fekk refs- ingu fvrir að sleppa þeim Höllu og Eyvindi úr gæzlu, en var dæmdur vítalaus af meðferð Arnesar. Ann- að og meira hefði eigi þurft til þess að almenningur teldi það svo sem alveg sjálfsagt að þau þrjú heíði verið saman. En auk þessa má telja líklegt að Arnes sjálfur hafi manna mest og rækilegast komið því orði á sig að hann hafi legið á fjöllum með Ey- vindi. — ★ — Það hlýtur að vekja athygli, þeg- ar lesnar eru sögurnar af Arnesi, hve oft hann er sjálfur borinn fyrir þeim. Hann á t. d. að hafa sagt Guðmundi Núpssvni á Bessastöð- um, að aldrei hafi hann átt jafn bógt eins og þegar Eyvindur sagði honum u.pp vistinni á fjöllunum. Og séra Arnóri Jónssyni í Vatns- firði á hann að hafa sagt, að aldrei hafi hann komizt í jafn krappan eins og þegar hann var umkringd- ur í Akrafjalli. Guðmundur Núps- son hafði einnig eftir honum sjálf- um söguna um vist hans í Ódáða- hrauni, og Guðmundur var sagður fróður maður og réttorður. Þá er og höfð eftir Arnesi sagan um það er séra Snorri flæmdi útilegumenn- ina burt úr Þjófakrók, að þeir hefði þá fyrst farið norður á Sand, og að Arnes hafi ráðið því að þau settust ekki að á Hveravöllum, heldur fóru austur undir Arnarfellsjökul og hlupu svo þaðan í byggðir til að- dráttá um veturinn þegar hjarn var. Enn eru hafðar eftir honum frásagnirnar um það er hann hitti þá Bergstein í Bræðratungu og Pál í Úthlíð. Allar þessar sögur eru uppspuni einn, en þar með er ekki loku skot- ið fyrir það, að þær sé hafðar eftir Arnesi sjálfum. Það eru einmitt miklar líkur til þess að hann hafi gert það sér til gamans á seinni ár- um að segja slíkar sögur af sér. — Telur dr. Hannes Þorsteinsson mjög sennilegt að hann hafi sett saman slíkar sögur til þess að gera ævi sína sem sögulegasta. Það ætti því að vera honum sjálfum að kenna, að þjóðin hefur í rúma öld verið sannfærð um það, að hann hafi verið útilegumaður, og félagi Fjalla-Eyvindar. Eitt dæmi um dylgjur Arnesar er það, að séra Jón Hjaltalín hafi eitt sinn átt tal við hann um illar heimtur, og hafi Arnes þá sagt að útilegumenn yllu óskaplegum fjár- hvörfum, og aldrei misstu byggða- menn jafn margt fé af völdum þeirra heldur en eftir harða vetur, því að þá gjörfelldu útilegumenn allt fé sitt og yrði því að bæta sér það upp með því að stela meira í skarðið. — ★ — Arnes hefur sjálfsagt haft gaman að því að segja sögur er hann hafði samið sjálfur, samanber sögu hans um helsingjana og söguna um smjörið, sem hann hafði drepið nið- Frh. á bls. 750

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.