Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1953, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1953, Blaðsíða 12
746 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ÞETTÁ GERÐIST í NÓVEMBER FORSETAHJÓNIN fóru í opinbsra heimsókn til Kjósarsýslu. Hlýddu þau messu í Lágaíellskirkju, en sátu siðan mannfagnað i samkomu- húsinu Hlégarði i Mosfellssveit. Voru þangað komnir menn úr öll- um hreppum sýslunnar til þess að hylla hina tignu gesti. VEÐRÁTTA var mjög umhleypingasöm í þess- um mánuði og tvisvar sinnum geiði stórviðri, í fyrra skiítið aðfaranótt 16. og komst þá veðurhæð upp í 14 vindstig sunnan lands. í seinna skifti brast veðrið á hinn 25. og var þá verra norðan lands og vestan. Lítið snjóaði í mánuðinum og frost voru sjaldan, en þýðviðri oft. Var því snjó- laust í lágsveitum í lok mánaðarins. OFVIÐRI OG MANNTJÓN I ofviðrinu hinn 16. varð víða all- mikið tjón, þök tók af húsum og rúð- ur brotnuðu og fjölda mörg skip misstu veiðarfæri sín. Báðar háspennu- línurnar nýu frá Soginu biluðu þá, og varð að skammta rafmagn í Reykjavik. Vélskipið Edda frá Hafnarfirði lá þi fyrir festum skammt frá bryggju i Grundarfirði. Um nóttina kom svo nnkil stormkviða að skipinu hvolfdi og drukknuðu þar sex menn. Hinir skipverjar, 11 að tölu, komust í skips- bátinn og voru að hrekjast í honum það scm eftir var nætur. Létu þá þrír lifiö af kulda og vosbúð. Hinir kom- ust að Bár. Þeir sem létust þarna voru Sigurjón Guðmundsson 1. vél- stjóri, Sigurður Guðmundsson 2. vél- stjóri, Albcrt Egilsson, Einar Kr. Ólafsson, Guðbjartur Guðmundsson, Guðbrandur Pálsson, Jósep Guðmunds- son, Sigurjón Benediktsson og Stefán Guðnason liáselar. Átján börn urðu þá föðurlaus. Hafnfirðingar brugðust drengilega við og hófu fjársöfnun handa aðstandendum og söfnuðust 150 þús. kr. — Virðuleg minningar- athöfn um hina látnu fór fram í Hafn- arfjarðarkirkju hinn 26. í seinna ofviðrinu hinn 25. voru margir batar hætt komnrr fyrir norð- an og vestan, og fiestir urðu að yfir- gefa veiðarfæri sín vegna þess hvað yeðrið brast skyndilega á. Sumir náðu ekki landi fvrr en næsta morgun og þá með aðstoð annara skipa. Triliubátur frá Dalvik fórst með tveimur mönnum þar skammt fyrir utan. Mennirnir, sem fórust, hétu Ari Kristinsson og Jón Gunnlaugsson. Ari var kvæntur og átti fjögur börn. BJARGANIR Trillubátur af Barðaströnd með þremur mönnum var i fiskiróðri. Bilaði þá vé'in os hraktist báturinn í stormi og náttmyrkri upp undir björg. Björg- unarskipið Sæbjörg var þá statt á Breiðafirði og var beðið að leita. Fann hún bátinn í náttmyrkrinu og stór- viðrinu og var hann þá að því kom- inn að berast upp í klettana. Tókst að bjarga báti og mönnum (15.) Vélskipið Súlan lenti í miklum hrakningum í ofviðrinu 16. Fyrst bil- aði vél þess úti i rúmsjó, en Snæfell frá Akureyri bar þar að og dró bát- inn til Ólafsvíkur. Um nóttina slitnaði hann svo upp og rak til hafs. Eftir alllangan tíma fann Snæfell bátinn aftur og bjargaði honum til Ólafsvík- ur öðru sinni (18.) í ofviðrinu 25. bilaði vél í bátn- um Víkingi frá Húsavík. Annar vél- bátur þaðan, Grímur, ætlaði að draga hann til hafnar, en réði ekki við neitt vegna veðurofsans. Tókst þó að bjarga mönnunum yfir í Grím, en Víking rak undan veðri og sjó og hefir ekki spurzt til hans síðan. Þennan dag sleit upp 17.000 lesta olíuskip, sem var að losa olíu hjá Örfirisey hjá Reykjavík og var það rær komið upp í eyna./Togarinn Hval fell og hafnarbáturinn Magni komu skipinu þá til hjálpar og gátu bjarg- að þvi. Flugbjörgunarsveitin hefir stofnað bjargsigssveit og hafði hún æfingar í Almannagjá hinn 8. Kennarar voru Torfi Bryngeirsson, Jón Bryngeirsson og Jón Kjartansson frá Látrum. BIFREIÐASLYS Kona gekk á strætisvagn, sem var á ferð á götu í Reykjavík, féll í göt- una og meiddist nokkuð á höfði (1.) Tvö umferðarslys urðu í Reykja- vik sama daginn. Jeppabíll skrikaði á

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.