Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1953, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1953, Blaðsíða 14
748 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 2. Húsfrú Stefanía Jónsdóttir frá Elliða. 2. Húsfrú Guðrún Magnúsdóttir frá Litlu Brekku í Geiradal. 4. Jón Baldur Gíslason bókbindari, Reykjavík. 11. Metusalem Stefánsson fyrrv. bún- aðarmálastjóri, Reykjavík. 14. Frú Guðrún Blöndahl, Reykjavík 14. Þorkell Guðmundsson frú Þúfum, ísaf. 16. Sólmundur Kristjánsson trésmið- ur, Reykjavík. 17. Ólafur Pálsson, húsgagnasmiður, Reykjavík. 17. Aðalsteinn Magnússon skipstjóri, Akureyri. 18. Árni Jónsson trésmíðameistari, Reykjavík. 18. Fr. Martha Stephensen kennslu- kona, Reykjavík. 21. Sverrir Möller bílstjóri, Reykjavik. 22. Jóhannes Kr. Jóhannesson tré- smíðameistari, Reykjavík. 24. Gísli Helgason Hrappstöðum, Vopnafirði. 27. Björn Ólafs skipstjóri, Reykjavík. 28. Eggert Levy bóndi Ósum, Hún. SLYS OG ÓHÖPP Togarinn Egill Skallagrímsson fékk tundurdufl í vörpu sína út af ísafjarð- ardjúpi, en menn urðu ekki varir við það fyrr en það var komið upp á þil- far ásamt fiskinum. Skipið fór til fsa- fjarðar til þess að láta eyðileggja dufl- ið. Það var enskt og reyndist að mestu óvirkt (2.) Kjartan Örvar vélstjóri hjá Elliða- árstöðinni, féll á hálku á götu og fót- brotnaði (11.) Maður fótbrotnaði við vinnu sína í Slippnum (13.) Kona í Reykjavík brendist mikið og illa er eldur komst í pott þar sem hún var að steikja kleinur (14.) Lítil æfingaflugvél varð að nauð- lenda á Mosfellssveitarveginum. Henni hvolfdi, en flugmanninn sakaði ekki (15.) Amerísk flugvél úr björgunarsveit flugliðsins fórst fyrir vestan Reykja- nes með fimm mönnum (17.) Flug- vélarinnar var leitað af mörgum flug- vélum fram undir mánaðamót. Trölla- foss fann brak úr henni og vísaði á það, en skipið, sem átti að hirða það missti það úr böndum svo það sökk. Timburstafli hrundi í vörugeymslu- húsi Eimskipafélagsins, varð maður fyrir og fótbrotnaði (22.) Margir erlendir togarar fengu stór áföll hér við land i þessum mánuði. Stærsta áfallið hlaut þýzki togarinn Herman Bösch. Brotsjór kom á hann ó Halamiðum, laskaði skipið en 6 menn slösuðust. Komst togarinn með þá til Patreksfjarðar og þar voru 5 settir í sjúkrahús (29.) FRAMKVÆMDIR Hafin er stækkun Landspítalans og er gert ráð fyrir að þar fjölgi sjúkra- rúmum um 155 (1.) Austur Landeyingar hafa reist sér félagsheimili og hafa unnið að því í þegnskaparvinnu (7.) í sumar var bjargað um 400 lestum af hrjájárni á Dynskógafiöru. Um helmingur þess er nú seldur til út- landa (8.) Eimskipafélag íslands ráðgerir að hafa 2—3 skip sín í föstum ferðum til meginlandsins á næsta ári (10.) Ríkisstjórn íslands lét reisa minn- isvarða á gröf Sveinbjarnar Svein- björnssonar tónskálds í gamla kirkju- garðinum í Reykjavík (15.) Kjölur var lagður að dráttarbáti fyr- ir Reykjavíkurhöfn hjá Stálsmiðjunni. Markar þetta atvik tímamót í skipa- smíðum íslendinga, því að þetta er fyrsta stálskipið, sem hér er smíð- að (22.) * Iðnaðarmálastofnun íslands tók til starfa í nýa iðnskólahúsinu (25.) Um 1000 manns ferðuðust í sumar á vegum Ferðafélag íslands og er það Skagfjörðs- skáli í Þórsmörk, eins og hann á að verða Minnisvarði Sveinbj. Sveinbjörnssonar Halldór Kristinssson héraðslæknir í Siglufirði var að koma frá því að vitja um slasaðan mann í þýzkum tog- ara. Þegar hann kom upp á bryggju var þar hált svo hann féll og slasaðist svo að hann varð að fara í sjúkra- hús. - mit'jua

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.