Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1953, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1953, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 749 með mesta móti. Félagið er nú að reisa sæluhús í Þórsmörk og er það kennt við Kristján Ó. Skagfjörð. Hefir grunnur þess þegar verið steyptur og er þetta 9. sæluhús félagsins og hið stærsta (25.) FÉLAGSLÍF Sambandsþing ungra Sjálfstæðis- manna var háð í Reykjavík. Magnús Jónsson frá Mel var endurkosinn for- maður þess (6.) Neytendasamtök Reykjavíkur skip- uðu þriggja manna gæðamatsnefnd, sem á að taka til meðferðar og rann- sóknar þau mál, er fjalla um vöru- gæði (7.) Fyrsta verk nefndarinnar var að rannsaka danskt þvottaefni og dæma það óhæft til notkunar (13.) Krabbameinsfélag var stofnað i Keflavík (18.) Ferðamálafélag íslands var stofnað og er tilgangur þess að greiða fyrir er- lendum ferðamönnum (21.) Verslunarmannafélag var stofnað á Suðurnesjum (24.) Verslunarmannafélagi Reykjavíkur var boðið að ganga í Alþýðusamband Islands, en aðalfundur hafnaði því (26.) GJAFIR L. F. Foght stórkaupmaður í Kaup- mannahöfn gaf Listasafni íslenzka rík- isins 33 málverk og svartlitamyndir og eina höggmynd, allt verk danskra listamanna (14.) Ónefndur sjómaður, sem komst af þegar togarinn „Skúli fógeti“ fórst fyrir nokkrum árum færði Slysa- varnafélagsins 5000 kr. gjöf. Kvenfélag Húsavíkur færði sjúkra- húsinu þar góða gjöf, smáborð við hvert sjúkrarúm (19.) Sjóvátryggingarfélag íslands gaf slysavarnasveitinni Fiskaklettur í Hafnarfirði 5000 krónur til minning- ar um sjómennina, sem fórust af vél- skipinu Eddu (27.) Fegrunarfélag Reykjavíkur hefir gefið bænum rismynd eftir Sigurjón Ólafsson myndhöggvara og heitir hún Fiskstöflun. Myndinni hefir verið kom- ið fyrir hjá Sjómannaskólanum (29.) MENN OG MÁLEFNI Þýzkur maður, Bodo Ulrich kvik- myndastjóri félagsins Roto, kom hing- að til að undirbúa töku fimm fræðslu- kvikmynda frá íslandi (2.) Axel Tulinius var skipaður bæar- fógeti í Neskaupstað (10.) Friðrik Sigurbjörnsson lögfr. fékk lögreglustjóraembættið 1 Bolunga- vík (10.) Nýr yfirmaður viðskiftadeildar bandaríska sendiráðsins, G. Alenzo Stanford, kom hingað. Hafði áður ver- ið í Finnlandi (12.) Ólafur Hallgrímsson stórkaupmaður varð ræðismaður íra hér á landi. Við- skifti við írland nema um 7 millj. kr. á þessu ári. Séra Bjarni Jónsson var settur biskup (13.) Guðmundur Gissurarson var ráðinn forstjóri hins nýa hjúkrunarheimilis í Hafnarfirði (13.) Franz Edward Studt, jarðeðlisfræð- ingur frá Nýa Sjálandi kom hingað til að kynnast því hvernig íslending- ar hagnýta jarðhitann (15.) Páll Ólafsson efnafræðingur hjá Síldarverksmiðjum ríkisins, hefir gert þá uppgötvun, að gula í saltfiski stafi af „calcium klorid“ í saltinu (18.) Guðjón Einarsson og Hermann Guð- mundsson fóru utan í boði sænska íþróttasambandsins að sitja 50 ára af- mæli þess (25.) Yfirkjörstjórn við bæarstjórnarkosn- ingarnar í Reykjavík í vetur var kos- in: Torfi Hjartarson tollstjóri, Hörður Þórðarson skrifstofustjóri og Ragnar Ólafsson hrl. (25.) Friðrik Ólafssyni skákmeistara var boðið að taka þátt í hinu árlega jóla- skákmóti í Hastings í Englandi, þar sem margir frægir skákmenn keppa (27.) Thor Thors sendiherra undirritaði fyrir íslands hönd alþjóðasamning SÞ um réttarstöðu kvenna, — jafnrétti um kosningar, kjörgengi og embætti (28.) Forseti íslands sæmdi riddarakrossi Fálkaorðunnar þá Jón Sigurðsson skip- stjóra á Gullfossi og Stefán Jónsson klæðskerameistara á Akurevri (29.) AFMÆLI Morgunblaðið átti 40 ára afmæli hinn 2. Þess var minnst með því að gefa út 44 blaðsíðu afmælisblað. Iðnaðarmannaíéiag Hafnarfjarðar Tungufoss, hið nýja skip Eimskipafé- lags íslands. Þetta er 8. skipið, sem félagið lætur smíða

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.