Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1953, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1953, Blaðsíða 16
750 " LESBÓK MORGUNBLAÐSINS átti 25 ára afmæli og var þess minnzt með hófi (14.) Félag islenzka stórkaupmanna minnt ist 25 ára aímælis síns (17.) LANDBtNAÐUR Rannsóknarstofan á Keldum hefir fundið upp nýtt bólusetningarefni, sem gefur góðar vonir um að takast megi að útrýma hinni hættulegu garna- veiki í sauðfé (3.) Samkvæmt Hagtiðindum hefir sauð- fjáreign landsmanna árið 1952 verið rúmlega 440.000 og nautgripir nær 43.000 (6.) LISTIR Leikfélag var stofnað meðal starfs- manna á Keflavíkurflugvelli (4.) Þjóðleikhúsið hafði frumsýningu á leiknum Valtýr á grænni treyu eftir Jón Björnsson rithöfund (5.) Félagið Germania gekkst fyrir kynningu þýzkrar listar, fékk hingað hljómlistarmenn og hafði sýningu á þýzkri myndlist (13.) Málverkasýning var í Listvinasaln- um og sýndu þar 10 ungir málar- ar (17.) Þorvaldur Skúlason opnaði mál- verkasýningu í Reykjavík (29.) ÍÞRÓTTIR Landskeppni í bridge, mjög tvísýn, var háð í Reykjavík. Sveit Harðar Þórðarsonar fór með sigur af hólmi. Næst varð sveit Siglfirðinga (18.) Fjársöfnun var hafin til nýrrar sund- laugar í vesturbænum í Reykjavík og söfnuðust kr. 150.000 (28.) BROTAMAL Belgiskur togari var tekinn að veið- um í landhelgi hjá Ingólfshöfða. Var farið með hann til Vestmanneya og þar var skipstjórinn dæmdur í 10.000 kr. sekt. (13.) Lögreglun í Reykjavik handsamaði mann, sem margsinnis hefir leikið sér að því undir áhrifum áfengis að brjóta brunaboða og gabba þannig slökkvi- liðið (21.) Herför var hafin gegn leynivínsölum í Reykjavík og hafði lögreglan upp á um 30 alls. Voru allir bilstjórar nema einn, en hann hafði smyglað áfengi í fbrum sínum (28.) VlDSKIPTAMAL Leyfður heiír verið ínnílutnmgur a 100 bílum frá ítaliu og Þýzka- landi (1.) Brazilía hefir leyft innflutning á 2000 lestum af íslenzkum saltfiski. Rikisstjórn lagði fyrir Alþingi frum- varp um afnám fjárhagsráðs. Vöruskiftajöfnuður varð óhagstæð- ur um 283 millj. króna fyrstu 10 mánuði ársins, þar af 53 millj. kr. í okt. (21.) ÝMISLEGT Tungufoss, nýasta skip Eimskipafé- lags íslands, kom til Reykjavíkur (8.) Eldur kom upp í veiðarfærageymslu i Njarðvík og er talið að kviknað hafi út frá olíukyndingu. Slökkvilið frá Keflavík og flugvellinum komu á vett- vang og kæfðu eldinn, en talsverðar skemmdir urðu á húsinu (10.) Óslóarborg hefir ákveðið að gefa Reykjavík jólatré (19.) Togarinn Óli Garða úr Haínarfirði var seldur til niðurrifs (19.) Flugvélin Gullfaxi flaug á 5 klst. 13 mín. milli Kaupmannahafnar og Reykjavíkur og er það nýtt hraða- met (21.) Svokölluð skólavika var haldin í Reykjavík til þess að efla samstarf kennara og heimila. Var foreldrum barna í öllum barnaskólunum boðið að koma að skoða skólana og kynn- ast kennslunni (24.) Sýning var haldin á handavinnu á Kleppi og þótti merkileg (25.) Heitt vatn hefir fundizt í landar- eign Siglufjarðarkaupstaðar. Er það 40 stiga heitt á yfirborði og búizt við að allmikið magn muni fást þarna með borunum (26.) '——' Mo! a r — Ég heyri sagt að þú hafir hitt frú Jóhönnu um daginn. Hvernig er hún? — Hún er ein af þessum konum, sem geta talað klukkustundunum saman um það, sem þær segja að hafi gert sig alveg orðlausar. — M — — Hér í tízkublaðinu stendur að stúlkurnar eigi að verða kvenlegri næsta ár. Ung stúlka: — Hvað eru þessir tízku- herrar að skifta sér af okkur, megum við ekki vera eins og við erum? — Ames Pálsson Frh. af bls. 745 ur í klettaskoru í Akrafjalli og lá þar nú óhreyft og engum til gagns. Eða þá um herhlaup vefaranna í Reykjavík. Þá er og líklegt að frá honum sjálfum sé runnin sú saga er Gísli segir, að seinustu árin hafi han haft nóga peninga, því að þá hafi hann hvað eftir annað skropp- ið suður í Garðahraun og sótt fé í pokann með Brautarholtspening- unum. Það gerði svo sem ekkert til þótt litarinn við Elliðaárnar hefði tekið þann poka af honum fyrir langa löngu og skilað peningunu n á Varmárþingi. Sagan gekk í fólk- ið og það hefur Arnesi verið nóg, því að þá fekk hann fáfróða menn til að öfunda sig. Arnes var íbygg- inn, segir í lýsingu á honum, og honum hefur sjálfsagt verið skemmt, er hann fekk samfanga sína til þess að gapa af undrun. Þeir hafa svo borið út sögur hans. En hitt er jafn trúlegt, er Gísli segir, að hann hafi ekki viljað bera þessar sögur í menntaða menn. — Gísli getur þess sem sé á einum stað, að Magnús Stephensen kon- ferentzráð hafi einu sinni boðið Arnesi 20 spesíur fyrir að segja sér ævisögu sína og draga ekkert und- an. En það hafi Arnes ekki viljað. Það er líklegt að Magnús hafi heyrt þær reyfarasögur, sem um Arnes gengu. Hann var fróðleiks- maður og hefur langað til að vita hvað satt væri í þessu. En Arnes hefur ekki treyst sér til að ljúga í hann eins og fangana á Arnarhóli og aðra auðtrúa menn, og hafði víst fátt merkilegt af sér að segja ann- að en það, sem hann hafði borið fyrir rétti. En grobbið í Arnesi og dylgjur hans um ævintýr sín í útlegðinni hafa borið miklu meiri árangur heldur en hann sjálfan hefur grun- að og að því hafa þeir Gísli Kon-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.