Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1953, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1953, Blaðsíða 19
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 753 Alþýðuskáldið að lokum getað fengið þá til þess að flytja sig á annan stað. Þá voru allir ánægðir. Særingamaður helt áliti sínu meðal þorpsbúa og við gátum rutt skógarþykknið. En þegar svo skógarþykknið var burtu og mönnum var óhætt að setjast þarna að, þá kom annað vandamál að skipuleggja hina nýu byggð, fá þangað vatnsveitu með heilnæmu vatni og leggja skolp- ræsi, svo að ekki sækti allt í sama horfið aftur. Þar hefur nú verið byggð borg, sem heitir Takalafiya, Iíf“. En þar er þó ekki um heilbrigt líf“. En það er þó ekki um heilbrigt líf að ræða fyr en flugunum hefur verið útrýmt á stærra svæði. Reynt hefur verið að gera nautgripi ó- næma fyrir svefnsýkinni með því að dæla í þá „antricyde“, en það dugir ekki nema snöggvast. En bú- stofni Svertingja stafar nú mest hætta af skógardýrum. Þau eru að vísu flest ónæm orðin fyrir svefn- sýkinni, en þau eru smitberar. Og um leið og fluga hefur stungið þau, þá er hún orðin hættuleg öðrum skepnum. Sumir hafa þess vegna stungið upp á því að útrýma skóg- ardýrunum, en þá ætla aðrir að verða vitlausir, svo sem veiðimenn og náttúrufræðingar. „En þegar á allt er litið,“ sagði dr. Nash, „þá ber fyrst og fremst að hugsa um hag mannanna". (Úr ferðasögu eftir frú Elsie May Bell Grosvenor). Töframaðurinn ávarpaði áhorfendur: — Herrar minir og frúr, nú ætla ég að ofbjóða yður með því að eta kol, steina og nagla og síðan ætla ég að gleypa sverð. Á eftir verður svo gengið með hatt á meðal yðar að safna nokkr- um aurum, svo að ég geti fengið eitt- hvað að borða. Þá gall einhver við: — Ha, heldurðu að þú sért svangur eftir að hafa látið allt þetta ofan í þig! Magnús í JANÚARMÁNUÐI árið 1920 dó á Stokkseyri aldraður maður, Magnús Teitsson að nafni. Hann var ættaður af Eyrum og mun hafa átt þar heima alla sína ævi. Aðal- atvinna hans framan af ævi voru sjóróðrar á vetrum og kaupavinna á sumrum. Stundum var hann líka háseti á þilskipum við Faxaflóa, er sá útvegur tók að færast í aukana. Magnús heitinn var vel verki far- inn og hinn hagasti, að hvaða verki sem hann gekk. Kunnastur er hann samt fyrir hinar smellnu vísur, er hann hafði jafnan á hraðbergi, því að hann var prýðilega hagmæltur og oft ótrúlega fljótur að koma saman vísu. Eitt sinn kom Magnús, ásamt fleirum inn í „Ingólfsbúð“ í mikl- um harðindum veturinn 1917—18, ásamt Hannesi á Sæbóli. Komu þá plötur úr bakaríinu inn í búðina með vínarbrauðum á, sem voru ekki nema þunn hismi. Hannes spyr, hví vínarbrauðin séu svona, Magnús svarar: Gerið skemmdi gaddurinn, glerharðindi vóru. Hörmung var það, Hannes minn, hvernig brauðin fóru. Stundum sagði Magnús líka frétt- ir í vísum, svo sem lát nágranna sinna. Vísur þessar urðu þá jafn- framt nokkurs konar eftirmæli eft- ir hinn látna, og þá ekki alltaf sem virðulegust. Hér eru nokkur sýnishorn: Elín á Mýrum, austarlega í Flóa, var efnuð merkiskona á sinni tíð. Eitt sinn, er Magnús var spurður Teitsson frétta, sagði hann lát hennar á þessa leið: Ella á Mýrum er nú dauð, önd og fjöri rúin. Heimurinn gleypir hennar auð, hún var efnum búin. Sumarið 1916 dó gömul kona á bænum Skipum austan Stokkseyr- ar. Daginn sem hún var jörðuð, voru Stokkseyringar að skipa upp salti; var það tekið úr bátum og látið upp í stóra vagna, er gengu á járnbrautarteinum eftir bryggj- unni. Sex menn drógu hvern vagn. Einn vagninn drógu, ásamt fleir- um, þeir Magnús Teitsson og hringjarinn við Stokkseyrarkirkju, er Gamalíel hét. Hann var val- menni, en langur og hlykkjóttur í vexti. Allt í einu kemur forsöngv- arinn hlaupandi ofan á bryggju- sporðinn, og kallar: „Gamalíel! Komdu að hringja við jarðarför- ina“! Gamalíel hljóp þá frá vagn- inum og Magnús kveður samstund- is á eftir honum: Einum færra í okkar hóp, ekki er lengi að muna, Gamalíel hokinn hljóp að hringja á kerlinguna. Þetta voru einu eftirmælin, sem þessi blessuð gamla kona fekk, að því er bezt er vitað. Að Gerðum á Stokkseyri bjuggu fyrrum efnuð hjón, er Páll og Þor- björg hétu. Þau voru vönduð í við- skiptum, en æðiforn í skapi, vörðu sitt og létu lítt troða sér um tær, til dæmis leyfðu þau ekki börnum nágranna sinna að leika sér nálægt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.