Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1953, Blaðsíða 23

Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1953, Blaðsíða 23
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 757 fyrir eyarnar Jersey og Guernsey og var verðgildi þeirra Vi d., 1 d. og 2% d. En þetta ætlaði að ganga iila, því að skortur var á pappír, lími og prentlit. Frímerkin fyrir Jersey vooru prentuð í prentsmiðju blaðsins Jersey Evening Post, og frímerkin fyrir Guernsey voru prentuð hjá Guernsey Press. En nú kom það í ljós á Guernsey, að 1 d. frímerkin mundu ekki verða tilbúin í tælca tíð. Þá stungu Þjóð- verjar upp á því, að 2 d. frímerki skyldi klippt sundur í skáhorn og hvor hluti látinn gilda 1 d. Póst- húsið íellst á þetta og þessi ein- kennilegu frímerki voru í gildi frá 24. desember 1940 til 22. íebrúar 1941. Nýu frímerkin voru upphaflega mjög svipuð á báðum eyum, því að á þeim voru skjaldarmerki ey- anna. En 1943 var farið að prenta ný frímerki á Jersey með myndum þaðan af eynni. Þau frímerki voru prentuð í París, sem þá var á valdi Þjóðverja. Það gat ekki farið hjá því að frímerkjasafnarar fengi ágirnd á hinum nýu frímerkjum, og í setu- liði Þjóðverja voru margir, sem söfnuðu frímerkjum eða versluðu með þau. í hvert skifti sem nýtt frímerki kom á markaðinn, var því löng biðröð fyrir utan pósthúsið af mönnum, sem vildu verða fyrstir til að ná í þau, og stundum fór svo að allt upplagið seldist svo að prenta varð nýtt upplag. Það voru aðallega þýzkir hermenn, sem keyptu þessi frímerki í stórum stíl. Og vegna þess að alltaf var verið að skifta um hermenn í setu- liðinu, voru' álltaf nógir nýir menn til þess að kaúþa. En þegar 2Vi d. frímerkin komu þá gaf yfirforingi Þjóðverja út bann við því að nokkur einn mað- ur mætti kaupa fleiri frímerki en tíu í einu. — Eyaskeggjar komust hæglega í kring um þetta bann, því Ilér sést bréf með frímerki, sem klipt var sundur í skáhorn að þeir keyptu hver fyrir annan, og einstaka menn gátu þannig safn- að að sér stórum birgðum. Þýzku hermennirnir komust líka upp á það að ná sér í meira en þeim var ætlað. Þeir fengu börn á eynni til þess að kaupa frímerki fyrir sig og borguðu þeim vel fyrir. Nú eru hin sundurklipptu frí- merki komin í hátt verð, það er að segja ef þau eru föst á umslagi og póststimpillinn sýnir að þau hafi verið hálf þegar þau voru límd á bréfið. Það vildi nú svo til, að brezka póststjórnin hafði látið prenta sér- stök 2 d. frímerki hinn 6. maí 1940 til minningar um að 100 ár voru liðin síðan frímerki voru fyrst notuð. Sending af þessum frímerkj- um var nýkomin til eyanna þegar Þjóðverjar hertóku þær. Það er því langmest til af sundur klippt- um frímerkjum af þeirri gerð og nú er hægt að selja þau fyrir 1 sterlingspund. En það voru einnig til nokkur 2 d. frímerki af öðrum gerðum, svo sem frímerki með myndum þeirra Georgs V. og Georgs VI., og þau voru klippt í sundur og límd á bréf. En vegna þess að þau voru miklu færri en hin, er verðið á þeim miklu hærra nú, eða allt að 5 sterlingspund. Frímerkjasafnarar á eyunum skrifuðust mikið á meðan þessi frímerki vorif notuð, og sendu hver öðrum innlögð frímerkt bréf til sjálfra sín, til þess að fá frí- merkin stimpluð og nota þetta ein- staka tækifæri. Burðargjald undir opin bréf eða prentað mál var þá 1 d., og mikið af hinum sundur klipptu frímerkjum gekk þá í súg- inn á þennan hátt. Hinn 10. maí 1948 gaf brezka póststjórnin út minningarfrímerki um endurheimt eyanna. Eyaskeggj- ar höfðu búizt við því að prentuð mundu verða sérstök frímerki handa sér, en svo var ekki. Þessi frímerki voru seld um allt Bret- land og fást víst enn. Hin sérstöku frímerki eyanna, sem prentuð voru á stríðsárunum, eru því einu frí- merki þeirra, og hækka eflaust í verði eftir því sem tímar líða. Það má vera að frímerkjasafnarar hér hafi gaman af að vita eitthvað meira um þau, og er þeim þá það að segja, að fyrstu frímerkin, sem prentuð voru á Jersey, teiknaði major N. V. I. Rybot, en fyrstu írímerkin, sem prentuð voru á Guernsey teiknaði maður sá, sem E. W. Vaudin hét. Jersey-frímerk- in, sem prentuð voru í París, teikn- aði Edmund Blampied, en sá hét Henri Cortot, sem prentmótin gróf. Hefðarfrú kom akandi í bíl að grísk- um musterisrústum. Þar var margt ferðafólk fyrir og ljósmyndari kom til að taka mynd af því. Þá kallaði frúin í ofboði til hans: „Láttu ekki bílinn minn sjást á myndinni, því að þá held- ur maðurinn minn að ég hafi farið svona með þessa byggingu". ★ Bílar höfðu rekizt saman og lögreglu- þjónn var kominn til að taka skýrslu af bílstjórunum: — Svarið mér nú ærlega, hvor ykkar rakst fyr á hinn?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.