Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1954, Síða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1954, Síða 7
‘ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 667 sem áður. Gekk í þessu þófi fram á sumarið 1890. Þá var þolinmæði Þórðar þrotin og segir Jón Borg- firðingur að hann hafi kært Sæfinn fyrir Halldóri Daníelssyni bæar- fógeta og heimtað hann borinn út, og að bæarfógeti hafi þá fengið nokkra menn til þess að rífa nið- ur ruslhauginn í klefa Sæfinns og flytja allt draslið niður í sjó. En ekki verður fundið í bókum bæar- fógeta að þetta hafi verið opinber réttargerð, enda segir „ísafold“ að Þórður hafi látið vinnumenn sína gera þetta. Er líklegt að bæarfógeti hafi gefið honum munnlegt leyfi til þess að hreinsa kytru Sæfinns af heilbrigðis ástæðum. En hvað sem um það er, þó fór þetta verk fram hinn 10. júlí 1890. Var þá gott veður og tóku menn snemma til starfa. Sæfinnur var þá ekki heima, hann var niðri í bæ að bera vatn. Þegar verkamenn komu inn, leizt þeim ekki á, því að „þar var hlaði mannhæðar hár og gildur faðmur á hvern veg, af allskonar rusli er nöfnum tjáir að nefna og sorpi, og lagði af megn- an óþef, er við var hreyft“. Menn byrjuðu á að ryðja út og svo var ruslinu ekið niður í fjöru jafnharð- an. En er menn höfðu verið að um stund, datt spesía, ein eða fleiri, út úr tusku. Fór menn þá að gruna að fleira mundi fólgið á hlaða þess- um en rusl eitt, og var höfð meiri aðgætni við eftir en áður, enda kom nú í ljós að silfur og gull var víðs vegar um bynginn. Segir svo frá því í „ísafold“: „Þar voru 300 krónur rúmar í gjaldgengu silfri og gulli, þ. e. krónum og enskum pundum, og ótalin fúlga af ógjaldgengum gömlum peningum: spesíum, ríkis- dölum, ríkisortum, mörkum, skild- ingum o. s. frv. Peningabreytingin fyrir 15 árum hefir farið fyrir ofan garð og neðan hjá Sæfinni eins og aðrir söguviðburðir heimsins. Pen- ingarnir voru vafðir innan í bréf, hver peningur út af fyrir sig, bréf- unum stundum potað niður í frá- lausa þumalgarma, og þumlunum eða bréfunum aftur potað hingað og þangað innan um allt skranið og sorpið. Auk peninganna og nokkurra hattræfla og tómra flaska, var ekki nokkur hlutur sá í öllu hinu mikla safni, er metinn mundi tvíeyrings virði. Mörg hundruð skóbætur, mörg hundruð flöskubrot, skeljabrot svo þúsund- um skifti, mörg hundruð þumal- smokkar hálfir og þaðan af minni, mörg hundruð ónýtar pjötlur — það voru álitlegustu munirnir í safni Sæfinns, að fráskildum pen- ingunum, hattgörmunum og tómu flöskunum.---------í stórborgum heimsins hfir fjöldi manna ein- göngu á því, sem Sæfinnur hefir haft í hjáverkum, að leita í sorpi og alls konar úrtíningi á götum og torgum og fénýta sér það sem verð- ur. Þar er fjárnýtingarhagsýnin svo mikil og tilfæringarnar til þess svo margbreyttar og fulkomnar að undrun sætir. Þar hefði mátt fá talsvert fé fyrir gripasafn Sæfinns, eftir að silfrið og gullið var tínt úr. Hver veit nema Sæfinnur hefði getað eignazt þar, ekki 300 krónur, heldur 3000, eða jafnvel 30.000 krónur“. Jón Borgfirðingur segir: „Að telja upp allar þær tegundir sem þar voru saman komnar, yrði bæði langt mál og óvinnandi. Hattarnir voru þó taldir og voru 28 að tölu, fornir mjög, myglaðir og ekki hald- góðir. Seint að kveldi var verki þessu lokið og þóttust verkamenn þreyttir að pæla upp hauginn. í fjörunni fundust allmargar krónur, er borizt höfðu út úr dyngjunni um morguninn, áður en eftirtekt var á því höfð“. Þess má geta að mörg ár eftir þetta voru strákar að finna pen- inga í f jörunni, einmitt á þeim stað, er rusli Sæfinns hafði verið fleygt, og var talið að þeir peningar mundu vera úr safni hans. Sæfinnur kom heim þegar hann hafði lokið vatnsburðinum um dag- inn og þótti þar köld aðkoma. Margur mundi í hans sporum hafa rokið upp með ofsa út af því að verið var að kasta á glæ öllu því sem hann hafði verið að viða að sér í 20 ár. En Sæfinnur þagði. Hann horfði nokkra stund á her- virkið og gekk svo þegjandi frá. Er sagt að þá hafi hann í leiðinni komið við í Fischersbúð og verið raunamæddur og haft orð á því, að einkennilegt réttlæti ríkti hér í landi, að eignir manna skyldi ekki vera friðhelgar. Meira sagði hann ekki, en fór niður í fjöru og fór að tína saman það er hann náði í af drasli sínu og bar það upp í afkima þar skammt. frá. Halldór Daníelssoon bæarfógeti átti þá heima í Glasgow og var farið með alla peningana til hans og tók hann þá til geymslu. En Þórður Guðmundsson léði Sæfinni aftur afkima nokkurn í norðurhorni vörugeymsluhússins. Þar hafðist hann við síðan og helt áfram upp- teknum hætti að bera heim til sín allskonar rusl. En þótt Sæfinnur segði fátt, var þetta annað stóra áfallið, er hann varð fyrir í lífinu. Áður hafði hann tahð sig ríkan, en nú fannst honum hann vera orðinn öreigi. Heimur- inn var verri en hann hafði haldið. Menn, sem hann hafði aldrei sagt eitt stygðaryrði við né gert á hluta þeirra, höfðu ráðist inn í helgidóm hans, allsnægtarbúrið, og hagað sér eins og verstu ræningjar, sópað öllu burt og fleygt því í sjóinn. Hann talaði ekki um þetta við neinn, því að geðprýðin var hin sama og endranær. En það brast eitthvað í sál hans — héðan af gat hann ekki tekið eins vel á móti stúlkunni sinni og hann hafði ætlað.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.