Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1955, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1955, Blaðsíða 2
30 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS það vegna þess hvað það væri ó- mannúðlegt. Sendi það frumvarpið frá sér með beiðni til konungs um að það yrði ekki gert að lögum. Þessi afstaða Alþingis var að engu höfð, og var frumvarpið óbreytt gefið út 5. janúar 1874 sem tilskip- un um stjórn hegningarhússins. Með tilskipun 28. febrúar s. á. var svo ákveðið að frá 15. ágúst skyldi öll hegningarvinna, sem menn væri dæmdir til hér á landi samkvæmt hinum nýu hegningar- lögum, úttekin í hegningarhúsinu í Reykjavík. Enn voru og gefnar út reglur 22. júní 1874 um meðferð fanga og mataræði, og var allt þetta samið eftir dönskum lögum og til- skipunum. Seint á þessu ári flyzt fangavörð- urinn, Sigurður Jónsson, í húsið með fjölskyldu sína. En fyrsti fang- inn kemur ekki þangað fyr en 26. janúar 1875, og eru því liðin rétt 80 ár á miðvikudaginn kemur frá þeim atburði. Er því ekki úr vegi að athuga hvað þessi maður, er svo að segja vígði hegningarhúsið, hafði til saka unnið. Fyrstu afbrotin AÐUR þessi hét Guðlaugur Sig- urðsson og var fæddur í Reykja -vík 8. júlí 1852. Árið 1872 er hann tahnn til heimilis í Grjóta hjá móð- ur sinni, Sigrúnu Guðlaugsdóttur, sem var ekkja. Hann er þá tvítug- ur að aldri. Þar er einnig bróðir hans Sigurður, tveimur árum eldri. Þá átti margt fólk heima í Grjóta. Voru þar talin sjö heimili og tveir lausamenn, samtals 31 maður. Svo virðist sem Guðlaugur hafi um þessar mundir lagzt í óreglu, og kemst hann undir manna hendur þá um sumarið. Hinn 3. ágúst er dómur felldur yfir honum í aukarétti Reykjavík- ur í máh, sem réttvísin hafði höfð- að gegn honum fyrir þjófnað og gripdeildir. Er þess þar getið, að hann hafi aldrei sætt ákæru fyr. Nú er hann borinn ýmsum sakar- giftum og hefur meðgengið allt. Fyrsta afbrot hans er talið það, að haustið áður hafi hann hnuplað hnakk og tveimur kössum og falið undir bát niðri í fjöru. En ekki var felustaðurinn öruggari en svo, að menn fundu þetta og var þýfið tekið af honum. Virðist svo sem ekki hafi verið gert meira úr því að sinni, en það er nú rifjað upp, þegar aðrar sakir bætast við. Þá var honum gefið að sök að hafa farið inn í hús Robb kaup- manns, sem var opið, og gengið rakleitt inn í stofu og stolið þar áttavita og sálmabók. Hvort tveggja mun þó hafa verið tekið af honum aftur og þjófnaðurinn ekki verið kærður. En svo var það í júmmánuði þá um sumarið, að Guðlaugur kom inn í einhverja búð hér í bænum og sá poka liggja þar á gólfinu, og fekk þegar ágirnd á honum. Poka þennan átti sveitarmaður nokkur, sem nefndur er E. Einarsson. Var í pokanum „lítilræði af afhöggn- um hæklum af nautgrip, brenni- vínsflaska, hnífur og brýni“. Guð- laugur þreif pokann og hljóp út með hann, en þetta komst fljótt upp og var málið kært. Guðlaugur var tekinn og fannst hjá honum pok- inn með hæklunum og hnífnum, en brýninu hafði hann glatað og brennivínið hafði hann drukkið. Fyrir þessar sakir var hann dæmdur til að sæta „5 daga fang- elsi við vatn og brauð í fangahúsi Reykjavíkur kaupstaðar“. Er látið skína í að þessi dómur sé hafður vægur, vegna þess að hinn ákærði sé mjög ungur að aldri og hafi ekki sætt neinni ákæru fyr. Annar dómur IJINN 7. apríl 1873 er Guðlaugur ** dæmdur öðru sinni, og eru sak- argiftir nú meiri og alvarlegri en fyrr, og allt hefur Guðlaugur með- gengið. Þess er þá fyrst að geta, að rúm- um mánuði eftir að hann hafði ver- ið dæmdur, laumaðist hann „inn í ólokað hús P. Ólafssonar og faldi sig þar í heyi“. Þessi P. Ólafsson mun sennilega vera Pétur hattari, sem átti heima í Aðalstræti 6. Pétur var heima þegar Guðlaugur laum- aðist inn í húsið, en gekk út skömmu síðar. Þá fór Guðlaugur á stúfana og náði þar í skrúfur og ýmislegt fleira smávegis, sem hann stakk í vasa sinn. Svo náði hann þar einnig í „hér um bil 4 pund af smjöri, viðlíka af kaffi og 10 pund af riklingi.“ Var hanp kominn með þetta fram að útidyrum þegar Pét- ur bar að. Sá Guðlaugur þá sitt óvænna, skildi þetta allt eftir og hljóp út fram hjá Pétri. Varð Pét- ur var við manninn, en þekkti hann ekki vegna myrkurs. Rakst hann svo á smjörið, kaffið og rildinginn í anddyrinu og bar það allt inn aftur. Þá um haustið hafði Guðlaugur hnuplað tvennum sokkum, sem voru hengdir til þerris hjá húsi frú Herdísar Benediktsen í Austur- stræti 10. Og rétt fyrir jólin hafði hann stolið deshúsi og bókarslitri í veitingahúsi Einars Zoéga. Var des- húsið virt á 2 rdl. og hefur því verið vandað. Nokkru eftir hátíðar hafði Guð- laugur svo farið inn í ólæst íbúðar- hús Halldórs Kr. Friðrikssonar skólakennara í Kirkjustræti, og stolið þar gulri olíukápu og tveim- ur kútum með slatta af mjöli og byggi, og ennfremur skál með mjólk. Var þetta allt geymt í inn- gönguskúr hjá húsinu. Segir í dómnum að þetta hafi „fundizt aft- ur hjá honum, og er aftur skilað að öllu leyti, að fráteknu mjöli, byggi og mjólk, fyrir hvað endur- gjalds hefur ekki verið krafizt.“ í marzmánuði 1873 hafði Guð-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.