Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1955, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1955, Blaðsíða 4
32 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 2x27 vandarhöggum. En þessar refsingar geta ekki stöðvað hann á þeim óheillavégi, sem hann var á, og enn kemst hann undir manna hendur og fær dóm. Fjórði dómur INN 12. nóvember 1874 er Guð- laugur enn kærður, og nú fyrir innbrot og tilraun um þiófnað. — Voru málavextir þessir: Um miðjan október hafði hann verið seint á ferli á götum bæar- ins. en þá var talið að menn væri seint á ferli ef klukkan var farin að ganga ellefu. Mvrkur grúfði þá yfir allt, því að ekki voru götu- ljósin. búðum hafði verið lokað og ljós slökkt víðast hvar í íbúðarhús- um. Þá kom Guðlaugi allt í einu til hugar að brjótast inn í eitt af vörugeymsluhúsum W. Fischers kaupmanns við Aðalstræti o? stela þaðrn. Og hann iét ekki sitia við umhugsunim eina. — Umhverfis verslunarhúsin var hár skíðearður. Hann kleif nú vfir skíðearð benna, braut rúðu að vestanverðu á aust- asta gevmsluhúsinu. Síðan náði hann sér í tunnu. til að standa á, og af henni komst, hann inn um gluggann og inn í húsið. En ekki hefur hann farið varlega, bví að menn urðu begar varir við ferðir hans. Var svo komið að honum inni í húsinu áður en honum tókst að stela neinu. Fyrir þessar sakir var honum stefnt, en nú.fór sem fyrri, þegar hann var yfirheyrður, að hann ját- aði á sig fleiri yfirsjónir. Hann sagði frá því, að veturinn áður hefði hann stolið tveimur fiskum úr salti frá Jóni Ólafssyni, hús- bónda sínum. En Jón kom að hon- um og tók af honum fiskana og kærði hann ekki. Þá sagði hann frá því, að þá um haustið hefði hann stolið höggpróu og nokkrum látúnshringum frá Óla Finsen póstmeistara. Fundust þess- ir munir hjá honum og var þeim skilað til póstmeistarans. Dómur í þessu máli var kveðinn uop í aukarétti Reykjavíkur hinn 8. desember 1874. Þar segir svo: „Þessi brot ákærða, sem áður hef- ur verið dæmdur þrisvar og straff- aður fyrir þjófnað, ber að heim- færa undir 234. gr. hegningarlag- anna, sbr. 45. og 47. gr. sömu lafga, og virðist hegning sú, sem hann fyrirfram hefur til unnið, þegar á annan bóginn er litið til þess, að ákærði er mjög þjófgefinn, en á hinn bóginn tekið til greina, að hann er ungur og þýfið er ekki mikils virði, en ákærði fús að með- ganga — hæfilega metin 16 mán- aða betrunarhúsvinna. Svo ber honum og að greiða allan af máli þessu löglega leiðandi kostnað.“ Guðlaugur gerði sig ánægðan með þennan dóm, og svo er hann fluttur sem fvrsti fangi í hið nýa hegnironrhús o? kemur bangað hrón 26. ianúar 1875, kl. 12 á há- d°ei. Þarna skvldi hann nú sitja í *16 mánuði. f fangaskrá hegningar- hússins er hann kallaður vinnu- maður, ógiftur og barnlaus. — f atbugasemdadálki stendur þetta: ,.Með bví að hlutaðeigandi prestur og læknir ekki þekktu neitt til um framferði eða heilbrigðisástand sakamannsíns, verður þess hér ein- ungis get.ið. sem hann siálfur í þessu tilfelli ber. Sakamaðurinn getur bess. að hann ávallt hafi ver- ið heilsugóður og aldrei legið neina stórlegu, nema árið áður en hann fermdist hafi hann legið í tauga- veikinni". Sóknarprestur var þá Hallgrímur Sveinsson, síðar bisk- up. Hafði hann tekið við embætt- inu 1871, og hefur ekki þekkt neitt til Guðlaugs. Jón Hjaltalín var héraðslæknir, en þar sem Guð- laugur hafði aldrei þurft að leita læknis, hefur Hjaltalín verið ókunnugt um heilsufar hans. í seinasta dóminum er Guðlaug- ur talinn „mjög þjófgefinn", en þjófur hefur hann þó ekki verið. Ljós vottur þess er það, hve óhönd- uglega honum tekst til í hvert sinn Hann anar áfram og oftast nær er komið að honum og þýfið tekið af honum. Þetta, ásamt ýmsu öðru, ber vott um að stelsýkin hafi að- eins sótt á hann undir áhrifum áfengis. Ýmislegt ber og vott um að hann hafi verið talinn mein- leysismaður, og mönnum hafi ver- ið gjarnara að vorkenna honum, en taka hart á yfirsjónum hans. í dómunum skín það alltaf í gegn, að dómendur vilja hlífast við, bæði Árni Thorsteinsson sem dæmdi hann þrisvar sinnum, og Lárus Sveinbjörnsson, sem dæmdi hann síðast. Þeir finna honum það báðir til málsbóta að hann sé ungur að aldri, og hafi fúslega meðgengið allt. Og þetta, hvað Guðlaugur er fús á að játa yfirsiónir sínar, ber ekki vott um að hann hafi verið harðsvíraður þiófur. Virðist það og vera undir tilviljan komið hvað hann hrifsar í hvert skifti. Þó er eins og hann hafi slægst eftir að stela því er matarkyns var, og gæti það bent til þess að þröngt hafi verið í búi hjá móður hans. Það ber og vott um að hann hafi ekki verið illa kynntur, að menn bregðast við á svipaðan hátt, þegar hann stelur frá þeim. Halldór Kr. Friðriksson yfirkennari vill ekki kæra hann og heimtar engar bætur fyrir missi sinn. Páll Melsted vill ekki heldur kæra hann, og sama máli gegnir um Robb kaupmann, þótt Guðlaugur væri staðinn að stuldi inni í stofu hjá honum. Jón Ólafsson húsbóndi hans lætur sér og nægja að taka af honum fisk- ana, sem hann stal. Virðist þetta allt benda til þess að menn hafi vorkennt Guðlaugi og vitað að hon- um var þetta hnupl ekki sjálfrátt. Lýkur svo hér að segja frá fyrsta fanganum í hegningarhúsinu við

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.