Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1955, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1955, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 33 Stórfiskaveiði hjá Sikiley Ein veiðistöðin við Messinasund. — Takið eftir háu siglunni á varð- bátnum og mann- inum efst í henni. Á veiðibátunum eru einnig háar siglur, sem varð- menn standa í. F'RÁ því í apríl og fram í ágúst stunda menn sverðfiskaveiðar í Messinasundi, milli Ítalíu og Sikil- eyar. Það eru sérstakir svartbik- aðir bátar, sem þessar veiðar stunda, og veiðisvæðinu er skipt milli þeirra þannig, að 20 veiði- stöðvar eru við mjósundið, Sikil- eyar megin. í hverri veiðistöð eru þrír bátar. Einn þeirra er nokkuð stór og liggur fyrir festum. Hann er kallaður „felcua“ og á honum er geisihátt siglutré og í toppi þess er alltaf maður á verði til þess að skyggnast að ferðum sverðfisk- anna. Hinir tveir bátarnir eru miklu minni og eru þeir kallaðir „ontri“. Þeir eru bundnir við stóra skipið þangað til menn hafa komið auga á tsverðfisk. SVERÐFISKVEIÐAR Messinasundið er þarna örmjótt, ekki nema um 6 km. Sunnan að því er Jóniska hafið, en að norðan Tyrrhenian-hafið. Flóð og fjara er ekki samtímis báðum megin við sundið, og þess vegna er þar ógur- legur straumur og hættulegar hringiður. Hefur því jafnan farið illt orð af sundi þessu og gengu Skólavörðustíg. Því má aðeins bæta við, að í fangaskrá hegningarhúss- ins stendur, að honum hafi verið sleppt úr varðhaldi kl. 12 á hádegi hinn 15. desember 1875, eftir að hafa verið inni 10 mánuði og 20 daga. Þess er ekki getið hvers vegna refsingartími hans hefur ver- ið styttur. En í hegningarhúsið kom Guðlaugur aldrei framar. Á. Ó. miklar tröllasögur um það í forn- öld. Ítalíu megin er klettur eða bjarg, sem heitir Scylla og í helli þar átti að eiga heima furðuskepna nokkur, er grandaði skipum. En Sikileyar megin var önnur óvætt- ur, sem menn kölluðu Charybdis, og var jafnvel hættulegri. En það er hin mikla hringiða eða hvirfil- straumur, sem þar er. Mig langaði til þess að horfa á sverðfiskveiðar og eg var svo hepp- inn að komast á veiðibát á einni stöðinni. Sex menn voru á bátn- um: Formaður, sem jafnframt er skutlari, fjórir ræðarar og einn varðmaður í siglu, sem leiðbeinir ræðurunum þegar eltingaleikur við sverðfisk er hafinn. Ég spurði mennina hvernig á því stæði að sverðfiskarnir færi hér um sundið. — Þeir eru eins og hverjir aðrir „túristar“, sagði einn. — Hvaða vitleysa, sagði annar. Þeir eru hér í alvarlegum erindum, þetta er fengitíminn hjá þeim, Hef- urðu ekki séð þá synda saman tvo og tvo? — Ef kvenfiskurinn er skutlaður, sagði formaður, þá fer karlfiskur- inn ekki burtu, og þess vegna fá

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.