Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1955, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1955, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 37 Skógar i Þorskafirði fædd í Skáleyum á Breiðafirði, 1807, og af breiðfirzkum ættum að langfeðgatali, dóttir Einars Ólafs- sonar bónda í Skáleyum, Ólafsson- ar s. st., Oddssonar í Sviðnum, Jónssonar í Stagley. Kona Einars í Skáleyum, en móð- ir Þóru í Skógum, var Ástríður Guðmundsdóttir, Einarssonar, Björnssonar, er átti Ingibjörgu dóttur Bjarna Jónssonar á Kolla- búðum, (,,Kollabúða-Bjarna“). -— Bjarni var af Vindhælisætt í Skaga- firði, en fluttist vestur eftir stóru- bólu (um 1710) og keypti Skóga í Þorskafirði, er þá voru í eyði, eins og margar jarðir fleiri, eftir pest- ina. Bjarni bjó fyrst í Skógum, en síðar á Kollabúðum til æviloka, og er ávallt síðan kenndur við þann bæ. Halldór, sonur Bjarna tók þá við búi í Skógum, eftir föður sinn, og var hann afi Magnúsar föður Jochums í Skógum, er síðar varð maður Þóru, ömmu minnar. Björn, faðir Einars, áðurneínds, er átti Ingibjörgu Kollabúða-Bjarnadóttir, var sonur Páls á Hamarslandi, Ormssonar, Þorsteinssonar, Orms- sonar, Sigurðssonar, Narvasonar, ívarssonar ábóta á Helgafelli (1512). Móðir Ástríðar, mó^ur Þóru í Skógum, var Guðrún Eggertsdóttir Ólafssonar frá Hergilsey, er ýmist var nefndur „Eggert betri“ eða Eggert „Hergilseyarbóndi“. En EggerV endurreisti Hergilsey, byggði hana af nýu og setti þar upp stórbú og mikinn sjávarútveg eftir að Hergilsey hafði verið í eyði í nær því 9 aldir, eða frá því Börk- ur digri Þorsteinsson þorskabíts gerði Ingjald þaðan útlægan fyrir bjargir hans við Gísla Súrsson. Eggert hóf búskap í Hergilsey um 1750 og bjó þar stórbúi og gerð- ist umsvifamikill rausnarmaður sinnar samtíðar og héraðshöfðingi, eftir að hafa alizt upp í æsku við þá sárustu fátækt og umkomuleysi sem mest mátti vera. Eggert í Hergilsey var maður- stórættaður, þótt í fátækt fæddist ungur, í móðurætt kominn af Ólöfu ríku á Skarði og Birni hirðstjóra Þorleifssyni er Englendingar drápu í Rifi 1467. Eggert varð maður stór- auðugur þrátt fyrir örlæti sitt og greiðasemi; „átti Hergilsey og Flat- ey á Breiðafirði mesta eða alla auk fjölda smærri jarða.“ (Sögukaflar, bls. 16). Eggert dó í Hergilsey 1819, ní- ræður að aldri. Hann var þrí- kvæntur og afkomendur hans orðn- ir á annað hundrað er hann lézt. Hann bjó við sömu rausn til síð- asta dags. Um Eggert segir séra Matthías skáld, sonur Þóru í Skógum, (í Söguköflum, bls. 16): „Eggert tók Þóru móður mína nýfædda til fósturs. Var hún mjög elsk að honum og látin fylgja hon- um út og inn er máttur hans og ræna fóru að þverra. Hann andað- ist þegar hún var 12 vetra. Það var

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.