Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1955, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1955, Blaðsíða 12
40 *■ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ist henni hún sjá á eftir ungu kon- unni skrautbúnu, þar sem hún gengur hægt frá henni og hverfur ofan af eynni. Eftir þetta þrætti Þóra ekki þar fyrir, að víst væri til huldufólk; en ekki trúði hún því þá, að við Þorskaf jörð yrði hennar heimkynni og þar hátt í hhð og langt inni í landi í íaðmi fjallanna, sem þó síð- ar kom á daginn. ♦ ♦♦ NÚ víkur frásögn vorri frá úteyum Breiðafjarðar og til upplandsins. Hefst þar með síðari þáttur sög- unnar. Þóra giftist sex árum síðar Joc- hum Magnússyni, bónda að Skóg- um í Þorskafirði. Sagt er, að þar héti áður Uppsahr, sem nú heita Skógar, enda stendur byggðin þar hærra yfir sjó, en nokkur annar bær á þeim slóðum. Skógar mega fremur heita harð- býlisjörð, einkum er þar vorhart, en* beitiland mikið og sumargott og gagnsamt fyrir búfénað. Fá- dæma erfitt var þar áður fyrr um alla verslun og aðdrætti og svo var um flesta bæi aðra þar í innsveit- inni. Skógahjón voru því fátæk, eins og flestir aðrir á þeim slóðum, en björguðust þó vonum framar, þótt efnin væru ekki stór. — ♦ — SUMIR af sonum Þóru, og aðrir nánustu ættingjar, þóttust þess vísir vera, að í hóli einum í heima- landi, innan og framan við túnið í Skógum, sem Kvíarhóll eða Stekkjarhóll heitir, hafi búið huldukona. Hóllinn er nokkuð hár, en þó ekki mjög auðkennilegur úr umhverfinu, og í honum er klettur á einn veg, er veit mót vestri, en hóllinn annars tyrfður og töluvert grasi gróinn. Þar undir hólnum, hjá klettinum, eru fornar tóftir, eftir stekk eða kvíar, og þær líklega sett- ar þar, vegna þess, að kletturinn sparar vegg á einn veginn, og gefur auk þess aðhald við innrekstur. Huldukona þessi, er haldin var búa í nefndum hóli, var hjálpar- hella Þóru, ætíð er hún átti sem örðugast, og voru þær vinkonur miklar. Haldið var að Þóra heim- sækti hana stundum, en enginn vissi frekar um þeirra skifti. ♦ ♦♦ ÞÁ var það eitt vor, að mikil harð- indi voru um héruð, og kaupskip engin komin, eða „sigling“, eins og svo var kallað. Og enda þótt mat- björg væri af skornum skammti, og sums staðar sama og engin, þótti þó mörgum tóbaksleysið tilfinnan- legast. Þóra í Skógum notaði neftóbak, eitthvað ofurlítið, — það var siður kvenna á þeirri öld, og þeirra eini munaður — að undanteknum ár- legum barneignum, sem þá var tal- in kurteisi almennilegra kvenna, en ekki útsláttarsemi eða uppátekt, heldur atvinna. Amma var því ó- ánægð, þegar ekkert var í dósun- um. Nú var hún búin að vera nokk- uð lengi tóbakslaus. - ♦ - MAÐUR er nefndur Ari. Hann var ættaður úr Rauðseyum á Breiða- firði. Hann var eitthvað í ætt við þau Skógahjón, Þóru og Jochum, annað eða bæði, en þó ekki náið. Nú átti hann heima í næstu sveit, en ekki í eyum. Það var þessi Ari, er síðar fór í selalagnir með Matt- híasi, syni Þóru, er þá var enn ungur og ekki orðinn þjóðskáld og þaðan af síður prestur. Þeir fundu fljótlega selinn, sá var lifandi og rotaði Ari hann rækilega. Um þann atburð orktu þeir báðir einu og sömu vísuna. Byrjaði Matthías, en botnaði Ari. Má ekki á milli sjá. Sýnir vísan, að andlega skyldir eru þeir: „Veifaði hnellinn hvössum dör, hreyfa-drellir missti fjör, sveif að velli köld með kjör, kleif eru svell á feigðar-skör“. Nú var þessi Ari að koma norðan úr Kúvíkum í Strandasýslu. Þang- að hafði hann farið til að reyna að fá sér eitthvað úr kaupstað fyrir hvítasunnuna. Hann var ríðandi og teymdi trússahest. Leið hans lá skammt frá Skógatúni. Ari hafði hugsað að koma þar hvergi nærri bæ, og helzt að hitta engan, því á norðurleið hafði hann farið þar fram hjá, eins og víðar, án þess að gera vart við sig, til að komast hjá kvabbi og kaupum fyrir fjölda manna, því alla vanhagaði um eitt- hvað. Nú var hann á heimleið, kom- inn yfir erfiðan og langan heiðar- veg, og vildi nú hraða för sinni sem mest hann mátti, út hjá Skógabæ, og gera þar ekkert vart við sig. En þegar hann nálgast Skógatún, sæk- ir á hann máttleysi og ósigrandi svefn, svo hann getur ekki haldið sér uppi á hestinum. Beygir hann því út af veginum og áir fyrir innan túnið, skammt frá túngarðinum, við huldukonuhólinn, þar voru grastoddar grænir handa hestun- um að bíta, hungruðum og þreytt- um af heiðinni. Ari tekur ofan baggana og beizlin fram úr hestun- um. Hann er sjálfur svangur og hyggst að bragða sér bita af nesti sínu, nær í malpoka sinn og sezt undir hólinn. En um leið og hann opnar pokann verður hann svo máttfarinn og syfjaður, að hann má sig hvergi hræra, leggur frá sér malinn, lokar augunum og hallast upp að hólnum. Liggur nú í móki og máttleysi um stund. Finnst hon- um þá einhver koma og lúta ofan að sér, getur ekki opnað augun, en heyrir glöggt að sagt er með mjúkri og þýðlegri konurödd: „Ari minn,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.