Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1955, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1955, Blaðsíða 2
46 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Bjarni Benediktsson, ráðherra: Hann heldur uppi hróðri nútímans gagnvart fortíð sjálfra okkar Bjarni Benediktsson rádherra og Davíð Stefánsson rGILL SKALLAGRÍMSSON ^ hinn fyrsti af stórskáldum ís- lands, sagði skáldgáfu sína vera „íþrótt vammi firða“. Þessari íþrótt beitti hann til að kveða burt sorg og hugarangur, þegar raunir heimsins voru að því komnar að yfirþyrma hann. Með svipuðum hætti má segja, að skáld- skapurinn hafi verið íslenzku þjóð- inni raunaléttir á löngum öldum einangrunar og niðurlægingar. Vegna ytri aðstæðna var það og þá svo, að helztu tilbrigðin frá dag- legu striti voru þau, að menn iðk- uðu orðsins list, og þá einkum Ijóðagerð. Að þeirri íþrótt beindist megin andans kraftur þjóðarinnar. Því miður er íslenzkri ljóðlist svo varið, að fáir aðrir en sjálfir við getum notið hennar, enda verða þýðingar á verkum, þar sem orðin sjálf, rím þeirra og hrynjandi ráða jafn miklu, býsna bragðdauf- ar. Samanburður við skáld annarra þjóða í þessum efnum verður því erfiður, en nær er mér að halda, að leitun sé á þeim íslending, er efist um, að beztu Ijóðskáld okk- ar skari fram úr skáldum annarra þjóða. Á síðustu áratugum hafa við- fangsefni þjóðarinnar orðið víð- tækari en fyrr. Öllum góðum ís- lendingum er það gleðiefni, að í þeim höfum við með margvíslegu móti sýnt, að við stöndum annarra þjóða mönnum fyllilega á sporði. Hins vegar hefur því heyrzt fleygt, að sjálfri ljóðlistinni, sem var höfuðviðfangsefni margra helztu andans manna okkar um langan aldur, væri nú ekki sinnt sem áður. Samanburður á milli skálda á ólíkum tímum er erfiður og sann- arlega ekki á mínu færi, enda hef- ur reynslan sýnt, að eftirtíminn lítur oft töluvert öðrum augum en samtíðin á þessi sem önnur mann- anna verk. Þó hygg ég, að enginn ágreiningur geti verið um, að með- an að uppi eru skáld á borð við Davíð Steíánsson, þá eigi íslend- ingar ekki aðeins frambærileg skáld, heldur stórskáld, sem eru örugg sönnun þess, að ljóðlistin á enn ágæta iðkendur hér á landi. Þeir, sem aðrar listgreinar stunda, eiga raunar hægara með að bera hróður okkar út um heim, og hefur þó hið ljóðræna leikrit Gullna hlið- ið farið í þeim efnum fram úr flest- um öðrum íslenzkum listaverkum. En Davíð er ekki fyrst og fremst fulltrúi íslands út á við. Mikils- verðast er, að hann heldur uppi hróðri nútímans gagnvart fortíð sjálfra okkar. Hann synir, að enn kunna íslendingar að beita þeirri íþrótt, er Egill Skallagrímsson hóf til vegs á landi hér. Yrkisefnin eru að vísu ólík hjá þeim Agli og Davíð. Útþráin og löngunin til glæstra æfintýra er þó báðum í blóð borin og Davíð hefði getað tekið undir fögnuð Egils, er hann kvað: „Þat mælti mín móðir, at mér skyldi kaupa, fley ok fagrar árar“, og hann hefði eflaust fengizt til þess í huganum „að standa uppi í stafni ok stýra dýrum knerri“. Hugmyndirnar um það, hvar leitað skuli hafnar og hverra er-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.