Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1955, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1955, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 47 inda, eru hins vegar harla ólíkar, enda er Davíð óneitanlega ívið mildari í skapi en Egill, sem taldi það hið mesta tilhlökkunarefni að mega „höggva mann ok annan“. Andúð Davíðs á vígaferlum er alkunn og ekki veit ég til, að hann hafi í Ijóði vegið að nokkrum samferðamanni né reist honum níð- stöng með kveðskap sínum. Enda hefur hann sloppið við þau örlög Egils að þurfa að yrkja lofkvæði um Eirík blóðöx sér til höfuð- lausnar. Davíð hefur getað sint geðfelld- ari efnum og kveðið um ástir og æfintýri með þeim hætti, að fá skáld eru ungmeyjum og elskend- um hugstæðari en hann. Hann hefur orkt um ýms dagleg störf svo, að hann hefur hafið þau til æðri vegs í vitund þjóðarinnar um leið og hann hefur gert list sína almenningi auðskildari og hjart- fólgnari. Jafnvel blessuðum mjólkurkún- um hefur hann ekki gleymt, og minnir okkur á, „að brennandi þorsta slekkur eitt mjólkurmál“, og er þó ekki laust við, að menn gruni, að honum hafi stundum þótt mjólkin heldur bragðdaufur og kraftlítill drykkur, því að í sömu andrá segir hann, að „úr moldinni vaxa grösin græn og ung — sum geta orðið að mjólk, önnur að vín- um“. En þó Davíð hafi kveðið vel um mannlegt líf, gleði þess og sorgir, daglegt erfiði og fjarlæg æfintýr þá hefur hann á þessari efnishyggj- unnar öld ekki einungis orkt um veraldlega hluti. Hann hefur sann- arlega ekki glevmt hinum „mikla, eilífa anda, sem í öllu og alls staðar býr“. Sú gáfa, sem þessi andi hefur gefið honum, er svo mikil og Davíð hefur beitt henni þannig þjóðinni til gagns og gleði og aukins skiln- ings á sjálfri sér, að ekki aðeins hefur enst, svo sem við vitum, til að varpa ljóma yfir nafn hans í hugum núlifandi íslendinga, held- ur trúum við því, að svo verði langt fram í aldir og Davíð Stefáns- son verði ætíð talinn meðal fremstu ljóðskálda íslands. Það er sannfæring okkar, að Davíð hafi með verkum sínum unnið sér dvöl á ódáinsakri með öðrum höfuð- skáldum íslendinga, þeim skáld- um, svo ólík sem þau eru, allt frá Agli Skallagrímssyni til Einars Benediktssonar, að ógleymdum I „Guðsríki er þeirra, sem elska lífið mest.“ Þetta fagnaðarerindi heiðurs- gests okkar og þjóðskálds — og heiðursskálds og þjóðargests — hefur flestu öðru fremur leitað á mig að undanförnu, þegar ég hef hugsað til þessarar hátíðarstundar, og við þá áleitni hefur mér þótt gott að búa. Og þegar við höfum í gær, á sextugsafmæli skáldsins, enn átt þess kost að sjá góðkunn- ingja okkar gamlan og síungan, Jón Jónsson — hrösulan, en hrein- an og beinan, brotlegan að athöfn- um, en óspilltan að eðli — hafna fyrir innan Gullna hliðið, þá breið- ir aftur glampa á götu okkar þessi lífsins leiðarvísan frá Fagraskógi til feginsheima. í fáu auðnaðist þó þeim minnsta bróður, Jóni Jóns- syni, að tjá ástir sínar til lífsins. En hann gerði það, á sína vísu, með þeim eina sanna hætti: að vera trúr eðli sínu og uppruna, sjálfum sér samkvæmur. „Er það ljóður á nokkrum manni að lúta lögmáli Hallgrími Péturssyni og Jónasi Hallgrímssyni, er ætíð hafa gætt þess að láta íþrótt sína vera vammi firða. Veit ég, að Davíð muni á sínum tíma una sér vel í þeirra hópi, en þó vonum við, að hann eigi enn langa og farsæla vist framundan í okkar hverfula, til- breytingarsama jarðlífi, sem hefur þó a. m. k. það sér til ágætis að veita skáldunum fjölbreyttari yrk- isefni en þau geta verið örugg um handan við Gullna hliðið eftir þeim fregnum, sem enn hafa þaðan borizt. náttúrunnar?“ spyr hann Lykla- Pétur, en postulinn svarar: „Held- urðu, að það sé að þjóna guði, Jón Jónsson?“ Lögmál náttúrunnar virtist býsna fjarskylt lögmáli guðs, eins og það hafði löngum verið boðað þjóðinni samkvæmt orðinu, lífsafneitun þessa heims vegurinn til lífsins annars heims, frelsisskerðing leiðin til frelsunar. Hvernig fékk slíkur öfugsnúning- ur staðizt? Leynt í hugarfylgsnum þjóðarinnar höfðu orðið árekstrar og farið fram barátta milli boð- aðra trúarsetninga og eigin rétt- lætisvitundar — milli kenningar- innar um miskunnarlausa, algjöra útskúfun og trúarinnar á náðina. á mátt fórnarlundar og fyrirbæn- ar — milli óhagganlegs strangleika lögmálsins og kærleika „þjóðtrúar- innar“. Það er sú trú, sem fær veitt Jóni Jónssyni uppreisn og eilífa sáluhjálp, brotið útskúfunarboð- skapinn, „lögmál himnanna“, eins og það var skráð og skilið í postul- legum bókum. Ofar kirkjulegum kenningum, klerklegum boðum og Stcingrímur J. Þorsteinsson, prófejsor, iViinni Fagraskógarskálds

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.