Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1955, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1955, Blaðsíða 6
50 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS í náð sinni og dýrð — en hégóm- inn hjóm, þótt mennirnir kunni að hafa miklað hann svo fyrir sér, að hann megi endast þeim til glötun- ar — hræsni og kúgun höfuðfjend- ur lífsins, en frjálsræði manneðlis og lífsástar helgiboðorð. í þessu er skáldið okkur í fyllst- um mæli „lausnari“. En þar sem mannlegt samfélag hlýtur að setja frelsi einstaklingseðlisins skorður að vissu marki, er fátt þióðfélag- inu þegnhollara né einstaklingnum heilsusamlegra en að hann bregði um stund á leik með lífsins skáldi. Mannlegt eðli, hugarfar, geðsv.eifl- ur, sorgir, fögnuður, ástríður, un- aðssemdir — þetta er um fram allt veröld okkar þjóðskálds. Og er ekki ágæti mikils skáldskapar m. a. fólgið í uppbótargildi hans fyrir hversdagslegan veruleikann. þar sem við gistum þau óskalönd, er okkur dreymdi um í jarðlífinu, njótum þess í skáldheimum, sem okkur brast djörfurig eða getu til í raunheimum, hljótum þar „hjartaskjól, þegar burt var sólin“? En flestum skáldum framar hefur Davíð Stefánsson numið tungutak tilfinninganna, mál hjartans, og honum tekizt þeir töfrar að láta stundina nema staðar — þá stund, sem ríkust var að lífsfyllingu, lífs- nautn — að veita andartakinu eilífðargildi með því að láta það kristallast í ljóðagimsteinum, sem bregða bliki sínu fram á lífsins veg, breiða „loga bjarta frá hjarta til hjarta....“. Fyrir þetta og allt það annað, sem okkur brestur tíma til að segja og orð til að tjá, vijjum við, vinir og aðdáendur Davíðs skálds Stef- ánssonar. votta honum einlægar þakkir okkar og virðingu og vitum, að við erum hér fulltrúar alþjóðar og mælum fyrir hennar munn. Mér er einnig að því sönn ánægja að mega flytja skáldinu kveðjur og árnaðaróskir frá Háskóla íslands, sem ég hef verið beðinn fyrir sér- staklega af háskólarektor. Um leið og við endurtökum þakkir, aðdáun og virðingu okkar og íslenzku þjóð- arinnar til handa Davíð skáldi Stefánssyni frá Fagraskógi, árnum y/'INIR Davíðs Stefánssonar hér í Revkjavík, sem efnt hafa til þessa fagnaðar í kvöld í tilefni af sextugs-afmæli skáldsins, hafa að líkindum haft samvizkubit af því að hafa rænt honum frá Norðlend- ingum á þessum hátíðisdegi. Því mun það, að þeim hafi fundizt til- hlýðilegt, að hér væru nærstaddir einhverjir að norðan. Varð ég fyrir þeirri vinsemd og þeim heiðri að vera boðinn hingað ásamt konu minni, og þakka ég það. Jafnframt var til þess mælzt, að ég flytti hér ræðu, þó ekki of langa. Og mál mitt skal verða stutt, og skilji þó enginn svo, að ég telji ekki Davíð drápunnar verðan. Davíð Stefánsson hefur aldrei farið dult með það, að hann væri að norðan. „Að norðan“ hefir hann nefnt eina af Ijóðabókum sínum, og í síðustu heildarútgáfu verka sinna nefnir hann ljóðasafnið allt „Að norðan“. Davíð er manna ólík- legastur til að afneita uppruna sín- um, og fyrir norðan liggja ræturn- ar, hans djúpu og sterku rætur. En tryggðin, þetta aðalsmerki heil- indanna og hins ósvikna málms, er einn ríkasti þátturinn í eðli Davíðs við honum allra heilla og blessun- ar og óskum honum langra og frjórra lífdaga og hyllum höfund þess fagnaðarerindis, að „guðsríki er þeirra, sem elska lífið mest.“ Stefánssonar, tryggðin við ætt og óðal, tryggðin við íslenzka sveit og íslenzka mold, tryggðin við ísland. Það hefir verið gæfa Davíðs og um leið gæfa þjóðarinnar — því að skáldin verða ekki skilin frá þjóð sinni og sízt af öllu á íslandi —, að á þeim rótleysistímum, sem gengið hafa og ganga enn yfir, hefir Davíð alltaf staðið föstum rótum í ís- lenzkri sveitarmold og þá um leið í þeirri þjóðmenningu, sem úr þeirri mold er runnin. „Enn finn ég ylinn streyma frá eldinum mínum heima“, segir hann á einum stað. Það er þessi ylur, þessi tryggða-ylur, sem laugar og vermir ýmis kvæði Davíðs, svo að óvíða í íslenzkum ljóðum er að finna varmari strauma. Það eru þessi tengsl við upprunann, sem eiga sinn þátt í að gera Davíð svo heilan og sannan í sínum beztu ljóðum, að list og veruleiki verða þar eitt. Nægir hér að benda á kvæði eins og Sigling inn Eyjafjörð eða kvæðin, þar sem hann minnist móður sinnar. Ég trúi ekki öðru en þau eigi eftir að verma niðja íslands, á meðan Þórarinn Björnsson, skólameistari: Glæsilegasti Ijóðsigurinn er sá9 er Davíð Stefánsson flaug á sínum „svörtu fjöðrum" beint inn í íslenzk hjörtu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.