Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1955, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1955, Blaðsíða 10
54 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS og tilbeiðslustaður þriggja héraða. En íbúatala þeirra hvers um sig nam nokkrum tugum milljóna. Var þeim síðan gert að greiða, um nokkurra ára bil, sérstakan skatt til framkvæmda á fjallinu. Tvö hundruð þúsundir manna unnu um langt skeið að byggingu hofa, hof- garða, gistihúsa og smíði guðalík- ana og alls konar helgimuna. Ríkis- erfinginn sjálfur, er síðar varð keisari alls Kínaveldis, (Jung Loh, 1403—1425) hafði yfirumsjón með verkinu. Breiður, hellulagður veg- ur var lagður gegnum fjalllendið, storknað ólguhaf sextíu km breitt, alla leið til Hanfljótsins (siglinga- leiðarinnar) og var nefnd keisara- braut. Sjást víða leifar af henni enn. Steinþrep voru höggvin og hlaðin svo skifti þúsundum, þar sem bratti er mestur upp fjallið. Þar með var friður rofinn og ein- angrun lokið á Vúdangshan. Hallir komnar í stað hella og hreysa, hundruð presta og hofþjóna í stað einsetumanna. Pílagrímar stefndu þangað í tugþúsunda tali á ári hverju. Hélzt það til skamms tíma. Komu þeir ekki aðeins úr héruð- unum þremur, heldur og frá fjar- lægustu stöðum hins víðlenda ríkis. För pílagrímsins AÐ var fyrsta morgun ársins 1923 að við Olaf Lie lögðum á síðasta áfangann upp fjallið, eftir fjögurra daga erfiða göngu. Snjóað hafði um nóttina, en við vorum það snemma á ferli að engin spor voru á veginum. Við vildum verða á undan samferðamönnum okkar, pílagrímunum, upp á f jallstindinn, til þess að geta fylgzt því betur með öllu, er fór þar fram. Veður var kyrrt og skírt. Tvær antilópur stóðu skammt frá vegin- um. Þær horfðu forvitnislega á okkur og sperrtu stór eyru. Síðan löbbuðu þær hinar rólegustu út með fjallshlíðinni. Þær skortir þó hvorki styggð né fráleik. Öðru hvoru litu þær við og horfðu á okkur. Þeim fannst víst engin ástæða til að óttast okkur. Svona skepnur höfðu þær séð oft áður. Síðasti spölurinn var erfiðastur, einstigi fullan kílómeter með klett- um á aðra hönd en þverhnýpi á hina. Mörg þúsund steinþrep ísuð og slitin. Já, var furða að þau voru slitin! Okkur varð hugsað til þeirra mörgu milljóna pílagríma, sem gengið höfðu þessa bröttu leið á liðnum öldum. — Maður skyldi ætla að þeir guðir, sem mennirnir hafa gert sér eftir eigin höfði, gerðu þeim veg sáluhjálparinnar ofurlítið auðfarnari en þetta. En það er nú síður en svo. Við fórum rakleitt inn í aðal- hofið og stóðum þar frammi við dyr, þegar fyrstu pílagrímarnir létu á sér bóla. Þeir fóru sér ekki jafn rólega og við. Það var engu líkara en æði hefði gripið þá. — Hundruðum saman hlupu þeir við fót í einfaldri röð upp einstigið. Stöku sinnum þrifu þeir í digra járnkeðju, sem fest var á knéháa steina meðfram ytri brún þrep- anna. Okkur var sagt að fyrir nokkrum dögum hefði einn píla- grímanna misst fótfestu á þessum glerhálu þrepum og sópað með sér út fyrir þverhnýpið sex mönnum, sem gengu næstir á eftir honum. Höfuðgoð fjallsins helga KKUR var enginn gaumur gef- inn. Pílagrímar streyma inn í hofið og horfa allir niður fyrir sig. Sviti bogar af andlitunum. Þeir varpa sér á grúfu á kalt og óhreint steingólf, við fætur Dsú-she, hins mikla höfuðgoðs á Vúdangshan, og „!to-tó“, þ, e. bcrja enninu þrisvar sinnum við gólfið. Þá fara þeir smám saman að rétta úr sér og líta upp til goðsins, fyrst á fæturnar og síðan ofar, eins og séu þeir í efa um hvort goðið sleppi þeim í þetta skifti en geri ekki út af við þá. Dsú-she er tímans barn og smíð sinna tilbiðjenda, eins og aðrir guð- ir á Vúdangshan. Það er heldur ekki gefið í skyn að neinn þeirra sé frá eilífð. Þó sagði æðstiprestur okkur að Dsú-she hefði fyrst verið uppi fyrir fimmtíu þúsund árum, endurholdgazt fimm sinnum en dá- ið síðast sem einsetumaður á Vú- dangshan, og hefði þá komizt í guða tölu. Hins vegar eru sögulegar heim- ildir fyrir því, að Dsú-she var upp- haflega herforingi, sem átti drjúg- an þátt í því að koma nýrri keisara- ætt til valda (Ming-ættinni, 1368). Sagnir herma að hermenn keisar- ans hafi tekið hann af lífi í mis- gáningi, en keisarinn viljað bæta fyrir það með því að koma honum í guða tölu. — Keisarar Kínaveldis voru það fremri einræðisherrum vorra tíma, að örlög guða og manna voru í þeirra hendi. Þeir útnefndu guði ekki síður en embættismenn. Fyrir vali urðu oft- ast löngu framliðnir menn. Stund- um voru þessar skipanir pólitískt herbragð. — Þannig skeði það fyrir rúmum fimmtíu árum, að valdalítill keisari reyndi að milda fráhverfa hugi fólksins með til- kynningu um að Konfúsíus skyldi tigna sem jafningja Himinsins, hins æðsta guðdóms. Það kænskubragð dugði þó ekki. Keisarinn varð að afsala sér völdum, — en Konfúsíus hélt tign sinni. Dýrt keypt guðsdýrkun OF eru afarmörg í Vúdangshan, bæði stór og smá. Vandaðast og fegurst þeirra allra, er hof höfuð- goðsins, Dsú-she. Hofið er allt úr kopar, (reyndar segja Kínverjar að það sé úr gulli), mjög vönduð smíði og svo traust að hvergi sást rifa á því, þó að nú sé það orðið um það bil fimm alda gamalt.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.