Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1955, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1955, Blaðsíða 11
LESBÖK MORGUNBLAÐ SINS f 55 Jafn einkennilegt umhverfi og er í hofaborginni á Vúdangshan, gleymist manni ekki. Mér er dag- urinn sem við dvöldum þar jafn minnisstæður og dagurinn í gær. Pílagrímar koma viðstöðulaust, karlar og konur, ferðlúið fólk langt að komið, flest afar fátæklegt til fara með ótrúlega lítinn farangur. Aðalhofið er fastur viðkomustað- ur pílagríma. Þaðan dreifast þeir til hinna margvíslegu hofa og helgi -staða, allt eftir trú og andlegum og tímanlegum þörfum hvers ein- staks. Hér eru alls konar guðir, sem úr þeim geta bætt, fáist þeir aðeins til þess, eins konar sérfræðingar hver á sínu sviði. Þó að prestar séu um fimm hundruð á Vúdangshan, prédikar enginn né kennir. f hofunum er ys og þys svo að varla heyrist uml presta, er þeir þylja bænir á óskilj- anlegu máli og færa guðunum fórnir fólksins, — eða stinga þeim í eigin vasa. Trúarbragðablöndun er hér, eins og annars staðar í Kína, og margir sértrúarflokkar. Hofin hafa átt miklar jarðeignir, en aðaltekjulind þeirra hafa pílagrímar verið síð- ustu árin. Guðsdýrkun heiðinna manna kostar mikið fé. Það kostar vitan- Þreyttur pilagrimur matast. Hér eru hrísgrjón mannsins megin. lega eitthvað að fá vegabréf til Elífðarlandsins, með hinum stóra stimpli Dsú-she sjálfs. Því er hald- ið að mönnum. Sumir fá jafnvel tvö. Má þá leggja annað á botn lík- kistunnar en hitt í hendur líksins, þegar þar að kemur. Og það kostar töluvert að draga númer og fá út á það spá fyrir heilt ár, prentaða á smáblað. Enda er nokkurs virði að vita fyrirfram hvað fram við mann kemur næstu tólf mánuði. Lengra fram í tímann nær spáin ekki. Til þess er nefni- lega ætlazt að pílagrímum finnist þeir þurfi nauðsynlega að koma hingað aftur næsta ár. Vegna and- legrar og líkamlegrar heilbrigði verði ekki hjá því komizt. Fágæt lyfjagrös vaxa í hlíðum Vúdangshans. Seidd og mögnuð í návist guðanna, verða þau gædd þeim undra lækningamætti, að þau eru mjög eftirsótt, hvað sem verði líður. Óvenjulega sviphýr goð sitja á stöllum í stórum helli. Mannháar járngrindur eru fyrir hellismunn- anum, sem er mjög víður. Litlar bjöllur hanga á mjóum þráðum hér og þar niður úr hvolfþaki hellis- ins. Pílagrímar grýta peningum inn um járngrindurnar, í von um að hitta einhverja bjölluna. Tækist það lét ómurinn svo vel í eyrum guðanna, að slíkt létu þeir ekki ólaunað. Þá mátti ganga að því vísu, að mikið happ biði manns í náinni framtíð, — líkt og heitið er í keðjubréfum, sem manni berast stundum frá auðtrúa fólki hér á landi. — Talsverð peningahrúga er á hellisgólfinu, enda mjög erfitt að hitta bjöllu. Hofklukka og sakamannasteinn l/'ÚDANGSHAN á það sammerkt * við aðra helgistaði í Kína, að þar ber flest vott um forna frægð og mikla hrörnun. Ný mannvirki eru þar engin. Af átta „gung“ eða hofgörðum, sem voru þar í upphafi, eru nú aðeins tveir eftir, sem er haldið sæmilega við. Hvað eftir annað hafa ræningj- ar og agalausir herir látið greipar sópa um hvern kofa á fjallinu og haft margt verðmæti með sér, úr klaustrum og hofum, og þeim ekki verið bætt það aftur. — Á tímum keisaranna, eða fram til ársins 1911, gat slíkt ekki komið fyrir. Setulið gætti þá vegarins til Vúdangshan. Úti á bersvæði stendur ein feg- ursta og mesta hofklukka, sem ég hef séð. — Kirkjuklukkur okkar \ • Ógnþrungin ásýnd Dsú-she

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.