Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1955, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1955, Blaðsíða 13
V LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 57 jafn seint og við. Tvö skot heyrð- um við úr fjarska. Það hafði þau áhrif að fremur varð til ílýtisauka en hitt. Menn, sem gengið hafa á Vúd- angshan, hefðu getað gert sér ann- að til erindis en að skoða dauð goð og hálfhrunin hof. Gróður er þar afar mikill og fjölbreyttur, allt frá bjarkartrjám og furuskógi efst, til risatrjáa í miðjum hlíðum og bam- buslunda við rætur fjallsins. Þar, sem svörður nýtur sólar, er sí- breytileg blómabreiða. Þó eru á sínum stöðum klettar, urðir og hrjóstur mikil. Þá er dýralíf ekki síður fjöl- skrúðugt. Antílópurnar sáum við ekki aftur, en vonuðum að þær hefðu ekki orðið tígrisdýrum að bráð. Þau reika hér um í dimm- unni og rekja slóð villisvína og ýmsra annarra dýra. Við komum heim aftur til kristni -boðsstöðvarinnar í Yunyang, heilu og höldnu seint á föstudagskvöldi, en á fostudagsmorgni, átta dögum áður, höfðum við lagt af stað. Þessir átta dagar höfðu kostað okkur tals- vert erfiði og átta pör af stráil- skóm. En eftir því mun hvorugur okkar hafa séð. Við höfðum að vísu verið forvitnir áhorfendur en alls ekki sannir pílagrímar. Okkur þótti það nokkurs virði að hafa kynnzt merkilegum ævafornum þætti í kínversku þjóðlífi. Nú telst Vú- dangshan ekki til hinna fimm, fornfrægu, heilögu fjalla í Kína. Þau eru sem slík miklu eldri og merkilegri. Sál pílagrímsins ENN geta verið býsna einmana, jafnvel í hinum mesta mann- f jölda. Hver einstaklingur er heim- ur út af fyrir sig, sem fáir skyggn- ast inn í eða skilja. Þó að pílagrím- ar séu, allir á sömu göngu, fer því fjarri að allir hafi eitt í huga, einn tilgang. I Margir láta stjórnast af útþrá, löngun til að vera með og hverfa um stundarsakir frá ömurlegum hversdagsleik lífsins. Aðrir fara til hinna helgu staða og dýrka goðin, af því að þeim þykir það öruggara, eins og Kon- fúsíus kenndi: „Tignið guðina, en haldið ykkur fjarri þeim,“ eru hans óbreytt orð. Enn aðrir fara til þess að þakka tímanlega velgengni og tryggja sér að hún vari. Tafla hangir fyrir of- an eitt goðið. Á hana eru letruð þessi orð: „Hver sá, er lætur í ljós þakklæti fyrir velgengni liðins tíma, er maklegur áframhaldandi hjálpar“. Hin mikla guðafjöld, á stöðum eins og Vúdangshan, er næg trygg- ing fyrir því, að þar sé fáanleg bót allra meina. „Gjafari allra jarð- neskra gæða“ stóð skýrum stöfum á hofstalli einum. Og hví skyldu menn ekki trúa því? Loks eru svo þeir, sem sökum áskapaðrar trúhneigðar og mikils sannleiksþorsta fara pílagrímsferð- ir, ýmist með öðrum eða einir. — Stúdent rúmlega tvítugur að aldri kom úr hringferð til 88 hofa, er hann kom til kristniboðsstöðv- arinnar. Hann átti þá fimmtíu kíló- metra ófarna heim til sín. — „Ég er að leita Guðs, getur þú frætt mig um hann, kennari?“ voru fyrstu orð hans, er hann kom inn á skrifstofu kristniboðans. Þeir lásu saman í Matteusarguðspjalli í tvær klukkustundir. Daginn eftir héldu þeir áfram lestrinum. í þrjár vikur dvaldist stúdentinn á kristniboðs- stöðinni og gaf sig allan að lestri Biblíunnar og bæn. Daginn áður en hann kvaddi sagði hann við krisniboðann: — „Kennari, nú hef ég fundið Guð. Nú get ég farið heim. Ég hef fund- ið Hann“. Síðan brá hann handlegg fyrir andlit sér og mælti í hálfum hljóðum: „Ó, þú, sem feður mínir þráðu og fálmuðu eftir sem í myrkri, kynslóð eftir kynslóð! Nú hef ég fundið þig! Hingað kom ég sem í blindni, en þó í leit að þér. Loksins, loksins hef ég fundið þig.“ Ólafur Ólafsson. Lengi lifi—! Þessi saga gerðist nýlega í Prag, höfuðborginni í Tékkóslóvakíu. Heimilisfólkið í húsi nokkru hafði þann sið að skrifa upplýsingar á miða hvert fyrir annað er það fór að heim- an, og setja miðann á útidyrahurðina. Nú var það eitt kvöld, að húsbóndinn skrifaði þennan miða og festi á hurð- ina: — Kom heim frá vinnu kl. 6.30 og fer nú á Marx-Lenin námskeið. Kem heim aftur kl. 10. Lengi lifi Sovét Rússland. Pabbi. Næsta blað var frá húsfreyjunni: — Kom heim af skrifstofunni kl. 6.45. Verð að fara aftur til þess að vera á fundi friðarnefndar kvenna. — Lengi lifi Sovét Rússland. Mamma. Þriðja blaðið var frá dótturinni: — Fór að heiman kl. 7 til þess að vera í kröfugöngu. Kem heim aftur kl. 11. Lengi lifi Sovét Rússland. Lida. Og svo kom blað frá syninum: — Kom heim úr vinnu kl. 7.40. Verð að vera á fundi Æskulýðsfylkingar- innar. Kem ekki fyr en eftir miðnætti. Lengi lifi Sovét Rússland. Milos. En þegar sá fyrsti kom heim, var fimmti miðinn kominn til viðbótar: — Kom hingað kl. 8. Kem ekki aftur. Óska að Sovét Rússland lifi um aldur og ævi. Innbrotsþjófur. C~-^T>®®®6''«^J> LEIÐRÉTTING í nokkrum hluta af upplagi seinustu Lesbókar stóð neðst á bls. 41 Kalda- dalur í staðinn fyrir Kjölur. Þeir, sem halda Lesbókinni saman, eru beðnir að leiðrétta þetta, hafi þeir fengið blað með þessari villu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.